Engar heimildir fyrir niðurníðslu Hjálmar Sveinsson skrifar 13. maí 2011 06:00 Fréttablaðið og aðrir fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um fjölda niðurníddra húsa í miðborginni. Sú umfjöllun hefur verið málefnaleg og hún er mjög þörf. Niðurníðslan er óþolandi. Hún skaðar okkur öll því hún setur slæman svip á verðmæta sameign okkar, miðborgina. Hún verðfellir eignir í næsta nágrenni. Hún skapar íkveikjuhættu. Hún býr til hættuleg leiksvæði fyrir börn. Niðurníðslan hefur viðgengist árum saman. Ástæðurnar eru margvíslegar. Í sumum tilvikum stafar hún af hreinni og klárri vanrækslu. I öðrum tilvikum hafa menn ætlað sér um of. Þeir hafa keypt gömul hús á uppsprengdu verði í trausti þess að geta rifið þau og byggt stærra í staðinn. Það hefur ekki gengið eftir og við sitjum uppi með hús í niðurníðslu. Það sannar sig líka enn og aftur að góð fyrirheit geta leitt til vondrar niðurstöðu. Fyrir 10 árum kepptist borgarstjórnin við að koma í veg fyrir að stóru verslunarmiðstöðvarnar, Kringlan og Smáralind, gerðu endanlega út af við verslun og mannlíf í gamla miðbænum. Viðamikil þróunaráætlun um eflingu miðborgarinnar var samþykkt aldamótaárið 2000. Hún fól meðal annars í sér miklar uppbyggingarheimildir á nokkrum miðborgarreitum. Til að liðka fyrir keypti borgin fjölda lóða, einkum milli Hverfisgötu og Laugavegs, seldi þær til fjárfesta, með leyfi fyrir sameiningu þeirra í stórum stíl og fyrirheit um stóraukið nýtingarhlutfall. Eftir á að hyggja virðast borgaryfirvöld hafa sett af stað of stórvirk tæki til efla miðborgina. Þar sem nýir miðborgarkjarnar áttu að rísa blasir við auðn og niðurnídd hús. En þar sem náðist að byggja ný miðborgarhús virka þau nokkrum númerum of stór fyrir hina smásköluðu Reykjavíkurbyggð. Í bók sinni 101 Tækifæri skrifar Snorri Freyr Hilmarsson að borgaryfirvöld hafi notað jarðýtur þar sem betra hefði verið að nota skóflur. Eitt af því sem flækir málin er hinn sterki „óefnislegi eignarréttur“ sem ríkir hér á landi. Hann hefur meðal annars leitt til þess að fjárfestar, sem fyrir nokkrum árum fengu vilyrði fyrir miklu byggingarmagni á tilteknum reitum, líta á vilyrðin sem ígildi fasteignar enn þann dag í dag, jafnvel þótt þeir hafi enga getu til að byggja og bæði borgarbúar og borgaryfirvöld telji byggingarmagnið allt of mikið. Hótanir um skaðabætur vofa yfir, verði byggingarmagnið minnkað. Flest þeirra svæða þar sem nýju miðborgarkjarnarnir áttu að rísa eru nú í pattstöðu. Meðan á því stendur grotna húsin niður sem áttu að víkja fyrir hinni nýju byggð. Það á ekki að viðgangast. Við töpum öll á því. Ágreiningur um byggingarmagn veitir enga heimild fyrir niðurníðslu. Í borgarstjórninni eru allir sammála um að þetta megi ekki ganga lengur svona. Meirihluti í skipulagsráði lagði fram bókun og nokkurs konar stefnuyfirlýsingu á miðvikudaginn. Þar segir að ekki verði lengur hikað við að beita dagsektum og öðrum þvingunarúrræðum, svo sem nauðungarsölu, gagnvart eigendum niðurníðsluhúsa og lóða ef þeir sinna ekki áskorun byggingarfulltrúa um úrbætur. Dagsektirnar geta orðið allt að 50.000 krónum á dag. Þar er einnig tekið fram að við beitingu sekta og þvingunarúrræða verði „ekki tekið tillit til þess hvort slæmt ásigkomulag fasteigna megi rekja til heimilda í deiliskipulagi, mögulegra óska lóðarhafa um breytinga á skipulagi eða annarra áhrifaþátta enda eru engar heimildir fyrir því í lögum að slíkar aðstæður veiti lóðarhöfum rétt á að sinna viðhaldi fasteigna illa eða ekki“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið og aðrir fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um fjölda niðurníddra húsa í miðborginni. Sú umfjöllun hefur verið málefnaleg og hún er mjög þörf. Niðurníðslan er óþolandi. Hún skaðar okkur öll því hún setur slæman svip á verðmæta sameign okkar, miðborgina. Hún verðfellir eignir í næsta nágrenni. Hún skapar íkveikjuhættu. Hún býr til hættuleg leiksvæði fyrir börn. Niðurníðslan hefur viðgengist árum saman. Ástæðurnar eru margvíslegar. Í sumum tilvikum stafar hún af hreinni og klárri vanrækslu. I öðrum tilvikum hafa menn ætlað sér um of. Þeir hafa keypt gömul hús á uppsprengdu verði í trausti þess að geta rifið þau og byggt stærra í staðinn. Það hefur ekki gengið eftir og við sitjum uppi með hús í niðurníðslu. Það sannar sig líka enn og aftur að góð fyrirheit geta leitt til vondrar niðurstöðu. Fyrir 10 árum kepptist borgarstjórnin við að koma í veg fyrir að stóru verslunarmiðstöðvarnar, Kringlan og Smáralind, gerðu endanlega út af við verslun og mannlíf í gamla miðbænum. Viðamikil þróunaráætlun um eflingu miðborgarinnar var samþykkt aldamótaárið 2000. Hún fól meðal annars í sér miklar uppbyggingarheimildir á nokkrum miðborgarreitum. Til að liðka fyrir keypti borgin fjölda lóða, einkum milli Hverfisgötu og Laugavegs, seldi þær til fjárfesta, með leyfi fyrir sameiningu þeirra í stórum stíl og fyrirheit um stóraukið nýtingarhlutfall. Eftir á að hyggja virðast borgaryfirvöld hafa sett af stað of stórvirk tæki til efla miðborgina. Þar sem nýir miðborgarkjarnar áttu að rísa blasir við auðn og niðurnídd hús. En þar sem náðist að byggja ný miðborgarhús virka þau nokkrum númerum of stór fyrir hina smásköluðu Reykjavíkurbyggð. Í bók sinni 101 Tækifæri skrifar Snorri Freyr Hilmarsson að borgaryfirvöld hafi notað jarðýtur þar sem betra hefði verið að nota skóflur. Eitt af því sem flækir málin er hinn sterki „óefnislegi eignarréttur“ sem ríkir hér á landi. Hann hefur meðal annars leitt til þess að fjárfestar, sem fyrir nokkrum árum fengu vilyrði fyrir miklu byggingarmagni á tilteknum reitum, líta á vilyrðin sem ígildi fasteignar enn þann dag í dag, jafnvel þótt þeir hafi enga getu til að byggja og bæði borgarbúar og borgaryfirvöld telji byggingarmagnið allt of mikið. Hótanir um skaðabætur vofa yfir, verði byggingarmagnið minnkað. Flest þeirra svæða þar sem nýju miðborgarkjarnarnir áttu að rísa eru nú í pattstöðu. Meðan á því stendur grotna húsin niður sem áttu að víkja fyrir hinni nýju byggð. Það á ekki að viðgangast. Við töpum öll á því. Ágreiningur um byggingarmagn veitir enga heimild fyrir niðurníðslu. Í borgarstjórninni eru allir sammála um að þetta megi ekki ganga lengur svona. Meirihluti í skipulagsráði lagði fram bókun og nokkurs konar stefnuyfirlýsingu á miðvikudaginn. Þar segir að ekki verði lengur hikað við að beita dagsektum og öðrum þvingunarúrræðum, svo sem nauðungarsölu, gagnvart eigendum niðurníðsluhúsa og lóða ef þeir sinna ekki áskorun byggingarfulltrúa um úrbætur. Dagsektirnar geta orðið allt að 50.000 krónum á dag. Þar er einnig tekið fram að við beitingu sekta og þvingunarúrræða verði „ekki tekið tillit til þess hvort slæmt ásigkomulag fasteigna megi rekja til heimilda í deiliskipulagi, mögulegra óska lóðarhafa um breytinga á skipulagi eða annarra áhrifaþátta enda eru engar heimildir fyrir því í lögum að slíkar aðstæður veiti lóðarhöfum rétt á að sinna viðhaldi fasteigna illa eða ekki“.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun