Pistillinn: Ekkert stress, þetta er bara boltaleikur Hlynur Bæringsson skrifar 19. maí 2011 06:00 Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson. Mynd/Valli Ég hef mikið keppnisskap og sigurvilja. Stundum svo mikið að það mætti halda að það eina sem skipti máli í heiminum væri hvort ég og mitt lið ynnum næsta leik eða titil. Ég finn fyrir pressu að standa mig og vinna. Ef það tekst ekki er allt ómögulegt. Baráttan er svo mikilvæg að hún verður að vinnast. En stundum kynnist maður fólki sem setur hlutina í samhengi og kennir manni hvað alvöru barátta er. Við í Sundsvall Dragons fengum heimsókn nýverið frá ungri hetju sem heldur mikið upp á okkur. Við vorum að berjast við Norrköping í úrslitum, það var erfiður andstæðingur en hans barátta er við hvítblæði. Hann hefur verið mest á sjúkrahúsum undanfarin ár, verið alveg frá skóla og lítið kynnst jafnöldrum sínum í venjulegu, áhyggjulausu og saklausu umhverfi barna sem okkur þykir sjálfsagður hluti af lífinu. Á sama tíma hef ég mestar áhyggjur af því að standa mig í körfubolta, sem er bara leikur þegar öllu er á botninn hvolft. Við erum hetjurnar hans, það er ekki rökrétt. Okkar barátta er ekki upp á líf og dauða, það er enginn sérstaklega snortinn af okkar sögu, hvort okkur takist að vinna eða ekki. Lífið mun halda áfram, hvernig sem fer. Bara leikur. Hann er sannkölluð hetja. Hann og faðir hans skrifuðu okkur bréf eftir að þeir heimsóttu okkur eftir einn leikinn. Ég ætla að deila hluta af því.„Nýverið buðuð þið son minn velkominn í búningsklefann eftir sigur ykkar gegn Norrköping, þið leyfðuð honum að taka þátt í ykkar gleði, það gaf honum orku. Orku sem hann mun nota til að berjast við veikindin sem hrjá hann, orku sem mun hjálpa honum að hafa betur í þeirri baráttu. Flestir hafa val í lífinu, val um að taka áskorunum eða forðast þær, vera öruggir. Sonur minn hafði ekki þetta val, hann varð að taka slaginn. Það var spurning um líf eða dauða. Fyrir ykkur er þetta ekki spurning um líf eða dauða heldur um stolt, sigurvilja og viðurkenningu. Um að standa ykkur vel í frábæru starfi sem margir vildu hafa. Þetta er tækifæri til að sigrast á áskorun." Frábær skilaboð frá þessum unga dreng, og ég lít á þetta sem hvatningu til að njóta augnabliksins. Ég mun reyna allt sem ég get til að vinna, ekki vegna þess að ég verð að vinna, heldur vegna þess að mig langar að sigra, það er tilfinning sem ég sækist eftir. Ekkert stress, þetta er bara boltaleikur. Íslenski körfuboltinn Körfubolti Pistillinn Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira
Ég hef mikið keppnisskap og sigurvilja. Stundum svo mikið að það mætti halda að það eina sem skipti máli í heiminum væri hvort ég og mitt lið ynnum næsta leik eða titil. Ég finn fyrir pressu að standa mig og vinna. Ef það tekst ekki er allt ómögulegt. Baráttan er svo mikilvæg að hún verður að vinnast. En stundum kynnist maður fólki sem setur hlutina í samhengi og kennir manni hvað alvöru barátta er. Við í Sundsvall Dragons fengum heimsókn nýverið frá ungri hetju sem heldur mikið upp á okkur. Við vorum að berjast við Norrköping í úrslitum, það var erfiður andstæðingur en hans barátta er við hvítblæði. Hann hefur verið mest á sjúkrahúsum undanfarin ár, verið alveg frá skóla og lítið kynnst jafnöldrum sínum í venjulegu, áhyggjulausu og saklausu umhverfi barna sem okkur þykir sjálfsagður hluti af lífinu. Á sama tíma hef ég mestar áhyggjur af því að standa mig í körfubolta, sem er bara leikur þegar öllu er á botninn hvolft. Við erum hetjurnar hans, það er ekki rökrétt. Okkar barátta er ekki upp á líf og dauða, það er enginn sérstaklega snortinn af okkar sögu, hvort okkur takist að vinna eða ekki. Lífið mun halda áfram, hvernig sem fer. Bara leikur. Hann er sannkölluð hetja. Hann og faðir hans skrifuðu okkur bréf eftir að þeir heimsóttu okkur eftir einn leikinn. Ég ætla að deila hluta af því.„Nýverið buðuð þið son minn velkominn í búningsklefann eftir sigur ykkar gegn Norrköping, þið leyfðuð honum að taka þátt í ykkar gleði, það gaf honum orku. Orku sem hann mun nota til að berjast við veikindin sem hrjá hann, orku sem mun hjálpa honum að hafa betur í þeirri baráttu. Flestir hafa val í lífinu, val um að taka áskorunum eða forðast þær, vera öruggir. Sonur minn hafði ekki þetta val, hann varð að taka slaginn. Það var spurning um líf eða dauða. Fyrir ykkur er þetta ekki spurning um líf eða dauða heldur um stolt, sigurvilja og viðurkenningu. Um að standa ykkur vel í frábæru starfi sem margir vildu hafa. Þetta er tækifæri til að sigrast á áskorun." Frábær skilaboð frá þessum unga dreng, og ég lít á þetta sem hvatningu til að njóta augnabliksins. Ég mun reyna allt sem ég get til að vinna, ekki vegna þess að ég verð að vinna, heldur vegna þess að mig langar að sigra, það er tilfinning sem ég sækist eftir. Ekkert stress, þetta er bara boltaleikur.
Íslenski körfuboltinn Körfubolti Pistillinn Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Sjá meira