Verðtrygging - deyfilyf stjórnvalda 19. maí 2011 10:00 Eygló Harðardóttir, Arinbjörn Sigurgeirsson, Hrólfur Ölvisson og Lilja Mósesdóttir skrifa: Á 9. áratugnum var verðtrygging launa lögð af vegna þess að hún var talin leiða til víxlverkunar launa og verðlags. Eftir að verðtrygging launa var afnumin hefur komið í ljós að verðtrygging útlána og lífeyrissparnaðar magnar upp sveiflur og óstöðugleika í efnahagslífinu. Því er orðið tímabært að stjórnvöld einbeiti sér að baráttunni við verðbólguna frekar en að deyfa sig gegn áhrifum hennar með verðtryggingunni. Heimatilbúinn vandiÁrið 2002 tóku íslensk stjórnvöld og Seðlabanki Íslands upp 2,5% verðbólgumarkmið með 1,5% efri og neðri þolmörkum. Árangurinn hefur verið slakur og verri en í öðrum ríkjum með sambærilegt fyrirkomulag. (Peningastefnan eftir höft, 2010) „Í alþjóðlegum samanburði sést að sveiflur í landsframleiðslu á Íslandi eru mun meiri en sveiflur í útflutningi og viðskiptakjörum gefa tilefni til; megnið af óstöðugleikanum er heimatilbúinn." (Friðrik Már Baldursson, 2011) Því er forsenda þess að ná tökum á verðbólgu til framtíðar betri hagstjórn, draga úr sveiflum í eftirspurn og bæta virkni stjórntækja peningamála. Ríkissjóður, Seðlabanki Íslands, Íbúðalánasjóður, Bankasýsla ríkisins, sveitarfélög og aðrir verða að taka höndum saman við efnahagsstjórnun og framkvæmd og miðlun peningastefnunnar. Stjórnmálamenn verða að axla sína ábyrgð. Því leggjum við til að sett verði á stofn Þjóðhagsstofa hjá Alþingi og innleidd rammafjárlög til nokkurra ára í senn. Virkni stýrivaxtaÝmsir sérfræðingar hafa gagnrýnt að miðlun vaxtastefnu Seðlabankans hafi verið nær óvirk fyrir hrun vegna almennrar notkunar verðtryggingar og auðvelds aðgengis að lánsfé með mikilli erlendri lántöku og hjá Íbúðalánasjóði. „Forsenda þess að peningastefnan beri árangur er að miðlun vaxtabreytinga seðlabankans frá skammtíma markaðsvöxtum til langtíma markaðs- og útlánavaxta og að lokum til raunhagkerfisins sé sæmilega kerfisbundin og fyrirsjáanleg. Töluvert hefur skort á að svo hafi verið hér á landi á undanförnum árum." (Peningastefnan eftir höft, 2010). Í hinu verðtryggða íslenska kerfi er verðbótaþáttur tekinn að láni og bætist við höfuðstól. Þetta fyrirkomulag dregur úr áhrifum peningamálastefnunnar við að draga úr verðbólgu. Innleiðing óverðtryggðs húsnæðislánakerfis er mikilvægur þáttur í að tryggja skilvirka miðlun stýrivaxta Seðlabankans. Bankinn hefur kallað eftir svokölluðum þjóðhagslegum varúðartækjum og tökum við undir þá ósk. Þessar aðgerðir leiða væntanlega til lægra veðhlutfalls lána. Því er mikilvægt að hvetja til sparnaðar vegna fasteignakaupa og kaupa á búseturétti með skattaívilnunum. Einnig þarf að endurskoða fyrirkomulag fjármagnstekjuskatts. Áhrif á lífeyriLífeyrissjóðirnir eru samkvæmt lögum skuldbundnir til að verðtryggja mánaðarlegan lífeyri. Hugsanlega skýrist mikil notkun verðtryggingar á húsnæðislánamarkaði af því að kaupendur íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs eru lífeyrissjóðirnir. Ekki hefur reynt á hvort hægt er að bjóða óverðtryggð langtíma fasteignalán á grundvelli fjármögnunar lífeyrissjóðanna nema lagaleg skylda þeirra til að verðtryggja lífeyri verði afnumin. Færa má rök fyrir því að ákvæði um verðtryggðan mánaðarlegan lífeyri sé óskhyggja. Á endanum stýrist fjárupphæð mánaðarlegs lífeyris af raunávöxtun eigna lífeyrissjóðanna, og því er eðlilegt að lagatextinn endurspegli þann raunveruleika. Því leggjum við til að fyrirkomulag lífeyrissparnaðar verði endurskoðað. Lagt verði af loforð um verðtryggingu lífeyris og almannatryggingakerfið styrkt þannig að lífeyrisþegar njóti lágmarkslífeyris. Jafna þarf lífeyrisréttindi starfsmanna á almennum og opinberum vinnumarkaði. Aukin neytendaverndSíðast en ekki síst þarf að stórbæta fjármálalæsi og upplýsingamiðlun til að tryggja neytendavernd þegar fólk tekur ákvarðanir um fjárhagslegar skuldbindingar. Við leggjum til að fjármálastofnanir verði skyldaðar til að sýna útreikninga miðað við mismunandi óvissuþætti, áður en fólk tekur ákvarðanir um fjárskuldbindingar. Eftirlit með neytendalánum verði aukið með neytendalánum og samræmt á milli eftirlitsstofnana. Nauðsynlegt er að setja lög um skuldabréf og ströng viðurlög ef ekki er farið að lögum um neytendavernd. Þessar umbætur og breytt fyrirkomulag verðtryggingar eiga að tryggja að allir Íslendingar hafi sameiginlega ábyrgð og hagsmuni af lágri verðbólgu og skilvirkri efnahagsstjórnun. Allt annað er ávísun á áframhaldandi þjóðhagslegt ójafnvægi og uppgjöf í baráttunni við verðbólguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Eygló Harðardóttir, Arinbjörn Sigurgeirsson, Hrólfur Ölvisson og Lilja Mósesdóttir skrifa: Á 9. áratugnum var verðtrygging launa lögð af vegna þess að hún var talin leiða til víxlverkunar launa og verðlags. Eftir að verðtrygging launa var afnumin hefur komið í ljós að verðtrygging útlána og lífeyrissparnaðar magnar upp sveiflur og óstöðugleika í efnahagslífinu. Því er orðið tímabært að stjórnvöld einbeiti sér að baráttunni við verðbólguna frekar en að deyfa sig gegn áhrifum hennar með verðtryggingunni. Heimatilbúinn vandiÁrið 2002 tóku íslensk stjórnvöld og Seðlabanki Íslands upp 2,5% verðbólgumarkmið með 1,5% efri og neðri þolmörkum. Árangurinn hefur verið slakur og verri en í öðrum ríkjum með sambærilegt fyrirkomulag. (Peningastefnan eftir höft, 2010) „Í alþjóðlegum samanburði sést að sveiflur í landsframleiðslu á Íslandi eru mun meiri en sveiflur í útflutningi og viðskiptakjörum gefa tilefni til; megnið af óstöðugleikanum er heimatilbúinn." (Friðrik Már Baldursson, 2011) Því er forsenda þess að ná tökum á verðbólgu til framtíðar betri hagstjórn, draga úr sveiflum í eftirspurn og bæta virkni stjórntækja peningamála. Ríkissjóður, Seðlabanki Íslands, Íbúðalánasjóður, Bankasýsla ríkisins, sveitarfélög og aðrir verða að taka höndum saman við efnahagsstjórnun og framkvæmd og miðlun peningastefnunnar. Stjórnmálamenn verða að axla sína ábyrgð. Því leggjum við til að sett verði á stofn Þjóðhagsstofa hjá Alþingi og innleidd rammafjárlög til nokkurra ára í senn. Virkni stýrivaxtaÝmsir sérfræðingar hafa gagnrýnt að miðlun vaxtastefnu Seðlabankans hafi verið nær óvirk fyrir hrun vegna almennrar notkunar verðtryggingar og auðvelds aðgengis að lánsfé með mikilli erlendri lántöku og hjá Íbúðalánasjóði. „Forsenda þess að peningastefnan beri árangur er að miðlun vaxtabreytinga seðlabankans frá skammtíma markaðsvöxtum til langtíma markaðs- og útlánavaxta og að lokum til raunhagkerfisins sé sæmilega kerfisbundin og fyrirsjáanleg. Töluvert hefur skort á að svo hafi verið hér á landi á undanförnum árum." (Peningastefnan eftir höft, 2010). Í hinu verðtryggða íslenska kerfi er verðbótaþáttur tekinn að láni og bætist við höfuðstól. Þetta fyrirkomulag dregur úr áhrifum peningamálastefnunnar við að draga úr verðbólgu. Innleiðing óverðtryggðs húsnæðislánakerfis er mikilvægur þáttur í að tryggja skilvirka miðlun stýrivaxta Seðlabankans. Bankinn hefur kallað eftir svokölluðum þjóðhagslegum varúðartækjum og tökum við undir þá ósk. Þessar aðgerðir leiða væntanlega til lægra veðhlutfalls lána. Því er mikilvægt að hvetja til sparnaðar vegna fasteignakaupa og kaupa á búseturétti með skattaívilnunum. Einnig þarf að endurskoða fyrirkomulag fjármagnstekjuskatts. Áhrif á lífeyriLífeyrissjóðirnir eru samkvæmt lögum skuldbundnir til að verðtryggja mánaðarlegan lífeyri. Hugsanlega skýrist mikil notkun verðtryggingar á húsnæðislánamarkaði af því að kaupendur íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs eru lífeyrissjóðirnir. Ekki hefur reynt á hvort hægt er að bjóða óverðtryggð langtíma fasteignalán á grundvelli fjármögnunar lífeyrissjóðanna nema lagaleg skylda þeirra til að verðtryggja lífeyri verði afnumin. Færa má rök fyrir því að ákvæði um verðtryggðan mánaðarlegan lífeyri sé óskhyggja. Á endanum stýrist fjárupphæð mánaðarlegs lífeyris af raunávöxtun eigna lífeyrissjóðanna, og því er eðlilegt að lagatextinn endurspegli þann raunveruleika. Því leggjum við til að fyrirkomulag lífeyrissparnaðar verði endurskoðað. Lagt verði af loforð um verðtryggingu lífeyris og almannatryggingakerfið styrkt þannig að lífeyrisþegar njóti lágmarkslífeyris. Jafna þarf lífeyrisréttindi starfsmanna á almennum og opinberum vinnumarkaði. Aukin neytendaverndSíðast en ekki síst þarf að stórbæta fjármálalæsi og upplýsingamiðlun til að tryggja neytendavernd þegar fólk tekur ákvarðanir um fjárhagslegar skuldbindingar. Við leggjum til að fjármálastofnanir verði skyldaðar til að sýna útreikninga miðað við mismunandi óvissuþætti, áður en fólk tekur ákvarðanir um fjárskuldbindingar. Eftirlit með neytendalánum verði aukið með neytendalánum og samræmt á milli eftirlitsstofnana. Nauðsynlegt er að setja lög um skuldabréf og ströng viðurlög ef ekki er farið að lögum um neytendavernd. Þessar umbætur og breytt fyrirkomulag verðtryggingar eiga að tryggja að allir Íslendingar hafi sameiginlega ábyrgð og hagsmuni af lágri verðbólgu og skilvirkri efnahagsstjórnun. Allt annað er ávísun á áframhaldandi þjóðhagslegt ójafnvægi og uppgjöf í baráttunni við verðbólguna.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun