Áliðnaður er vanmetinn grunnatvinnuvegur Þorsteinn Víglundsson skrifar 3. júní 2011 09:00 Í Fréttablaðinu munu á næstu dögum birtast fimm greinar um áliðnað og vægi hans á Íslandi. Í þessari grein er fjallað um aukið framlag áliðnaðar til þjóðarbúsins á liðnum árum. Stóraukið framlag áliðnaðar til þjóðarbúskapsins hér á landi á undanförnum árum hefur ekki farið hátt. Á sama tíma og íslenska hagkerfið hefur gengið í gegnum mikla niðursveiflu hefur áliðnaði vaxið ásmegin og þannig spornað gegn enn frekari efnahagssamdrætti en orðið hefur. Á undanförnum fimm árum hefur vægi áliðnaðar í heildarútflutningstekjum þjóðarinnar liðlega tvöfaldast og var útflutningsverðmæti áls á síðastliðnu ári 25,6% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. Það ár var flutt út ál fyrir 222 milljarða króna, en það samsvarar nokkurn veginn heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða á sama tíma. Þessi tekjuaukning stafar ekki einvörðungu af auknum útflutningi. Bæði er að álverð hefur farið hækkandi á liðnum árum og auk þess hafa álverin hér á landi lagt vaxandi áherslu á verðmeiri afurðir. Heildarútgjöld áliðnaðar innanlands hafa á sama tíma stóraukist. Á síðastliðnu ári námu þau 80 milljörðum króna og höfðu þá fimmfaldast á 5 árum. Auk rafmagns, launa og opinberra gjalda keypti íslenskur áliðnaður vörur og þjónustu fyrir 24 milljarða króna af yfir 500 íslenskum fyrirtækjum. Um 1.800 starfsmenn vinna hjá íslenskum álverum. Ef horft er til hefðbundinna margfeldisáhrifa má ætla að þessi atvinnugrein skapi að minnsta kosti fimm þúsund störf hér á landi. Áliðnaður hefur einnig haft mikið vægi í fjárfestingum hér á landi á liðnum árum. Þannig er uppsöfnuð hlutdeild ál- og orkuiðnaðar í heildarfjárfestingum í atvinnulífinu á árabilinu 1999-2009 36%. Ekki er einvörðungu fjárfest í nýjum verkefnum heldur er einnig stöðugt verið að fjárfesta í starfandi álverum. Þannig má áætla að íslenskur áliðnaður fjárfesti nú fyrir um 10 milljarða króna að jafnaði á ári hverju, fyrir utan stækkunarframkvæmdir. Beint framlag áliðnaðar og orkuiðnaðar til landsframleiðslu árið 2009 nam liðlega 7% af landsframleiðslu þess árs. Þetta er lítillega lægra hlutfall en beint framlag sjávarútvegs sem var liðlega 9% sama ár. Þetta segir þó ekki alla söguna. Rannsóknir sýna að grunnatvinnuvegir, líkt og t.d. sjávarútvegur, leggja mun meira til landsframleiðslu en hefðbundnar mælingar Hagstofu sýna. Þannig hafa hagfræðingarnir Ragnar Árnason og Sveinn Agnarsson sýnt fram á að framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu sé líkast til um það bil tvöfalt meira en mælingar (9,2%) sýni. Sambærileg athugun er nú hafin á vægi áliðnaðar í þjóðarbúskapnum enda margt líkt með þessum tveimur grunnatvinnuvegum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu munu á næstu dögum birtast fimm greinar um áliðnað og vægi hans á Íslandi. Í þessari grein er fjallað um aukið framlag áliðnaðar til þjóðarbúsins á liðnum árum. Stóraukið framlag áliðnaðar til þjóðarbúskapsins hér á landi á undanförnum árum hefur ekki farið hátt. Á sama tíma og íslenska hagkerfið hefur gengið í gegnum mikla niðursveiflu hefur áliðnaði vaxið ásmegin og þannig spornað gegn enn frekari efnahagssamdrætti en orðið hefur. Á undanförnum fimm árum hefur vægi áliðnaðar í heildarútflutningstekjum þjóðarinnar liðlega tvöfaldast og var útflutningsverðmæti áls á síðastliðnu ári 25,6% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. Það ár var flutt út ál fyrir 222 milljarða króna, en það samsvarar nokkurn veginn heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða á sama tíma. Þessi tekjuaukning stafar ekki einvörðungu af auknum útflutningi. Bæði er að álverð hefur farið hækkandi á liðnum árum og auk þess hafa álverin hér á landi lagt vaxandi áherslu á verðmeiri afurðir. Heildarútgjöld áliðnaðar innanlands hafa á sama tíma stóraukist. Á síðastliðnu ári námu þau 80 milljörðum króna og höfðu þá fimmfaldast á 5 árum. Auk rafmagns, launa og opinberra gjalda keypti íslenskur áliðnaður vörur og þjónustu fyrir 24 milljarða króna af yfir 500 íslenskum fyrirtækjum. Um 1.800 starfsmenn vinna hjá íslenskum álverum. Ef horft er til hefðbundinna margfeldisáhrifa má ætla að þessi atvinnugrein skapi að minnsta kosti fimm þúsund störf hér á landi. Áliðnaður hefur einnig haft mikið vægi í fjárfestingum hér á landi á liðnum árum. Þannig er uppsöfnuð hlutdeild ál- og orkuiðnaðar í heildarfjárfestingum í atvinnulífinu á árabilinu 1999-2009 36%. Ekki er einvörðungu fjárfest í nýjum verkefnum heldur er einnig stöðugt verið að fjárfesta í starfandi álverum. Þannig má áætla að íslenskur áliðnaður fjárfesti nú fyrir um 10 milljarða króna að jafnaði á ári hverju, fyrir utan stækkunarframkvæmdir. Beint framlag áliðnaðar og orkuiðnaðar til landsframleiðslu árið 2009 nam liðlega 7% af landsframleiðslu þess árs. Þetta er lítillega lægra hlutfall en beint framlag sjávarútvegs sem var liðlega 9% sama ár. Þetta segir þó ekki alla söguna. Rannsóknir sýna að grunnatvinnuvegir, líkt og t.d. sjávarútvegur, leggja mun meira til landsframleiðslu en hefðbundnar mælingar Hagstofu sýna. Þannig hafa hagfræðingarnir Ragnar Árnason og Sveinn Agnarsson sýnt fram á að framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu sé líkast til um það bil tvöfalt meira en mælingar (9,2%) sýni. Sambærileg athugun er nú hafin á vægi áliðnaðar í þjóðarbúskapnum enda margt líkt með þessum tveimur grunnatvinnuvegum.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar