Opið bréf til forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur Gunnar S. I. Sigurðsson skrifar 27. ágúst 2011 06:00 Komdu sæl Jóhanna. Erindi mitt við þig er kjör lögreglumanna, þ.e.a.s. í hvaða sporum þeir eru gagnvart viðsemjanda sínum sem og eftirlaunamál. Mig langar til að biðja þig að setja á þig þau gleraugu sem þú notaðir þegar þú sjálf varst í kjarabaráttu fyrir hópi fólks. Ég heiti Gunnar S. I. Sigurðsson, er lögreglumaður og búinn að vera það síðastliðin 37-38 ár og er sem sagt enn að. Þegar ég hóf störf voru föst laun bara brandari (ekki ósvipað og þau eru í dag) og allt miðað við að ná upp kjörunum með yfirtíð, sem ekki er unnt í dag. Verkfallsrétt höfðum við en létum síðan illu heilli af hendi, á móti átti að sjá til þess að launakjör lögreglumanna yrðu alltaf sambærileg ákveðnum viðmiðunarstéttum. Hástemmdar yfirlýsingar voru gefnar til að selja okkur þessa niðurstöðu. Margir okkar voru mjög ósáttir við þessa leið, töldu að lögreglumenn ættu eins og aðrir að berjast og semja fyrir sínum kjörum og hafa til þess löggilt verkfæri sem verkfallsrétturinn er. Annað væri niðurlægjandi fyrir stéttina. Mig minnir að fyrir verkfallsréttinn fengjum við ígildi þriggja til fimm þáverandi launaflokka og þannig áttum við að haldast gagnvart þeim sem ekki létu verkfallsréttinn af hendi. Fljótlega voru gerðir samningar við aðra hjá ríkinu og má segja að í þeim samningum hafi þessi launamunur jafnast út. Þá strax hófu viðsemjendur okkar að narta í samninginn, teygja hann og toga og skapa ágreining um útreikninginn. Síðan þá höfum við oftast verið á eftir og klárlega tapað þessari greiðslu sem við fengum fyrir verkfallsréttinn. Núna er staðan þannig að við höfum verið samningslausir í tæplega þrjú hundruð daga. Þar sem ekkert gekk í vor að semja var deilunni vísað í gerðardóm. Til að gera deiluna enn langvinnari hefur það dregist að skipa í dóminn en síðustu fréttir herma að skipanin væri komin og á að fella úrskurð þann 23. sept. næstkomandi. Vel getur verið að dómur þessi verði okkur mjög í hag og að við lifum sælir og ánægðir næstu mánuði en það verður bara nokkra mánuði. Aftur stöndum við frammi fyrir kjaradeilu um laun og kjör þvert á það sem lagt var upp með á sínum tíma. Mér finnst þessi staða mjög niðurlægjandi fyrir stéttina og að það hafi það komið fram sem mætir menn vöruðu við á sínum tíma. Því er það mín skoðun að samtök okkar ættu að taka upp baráttu fyrir verkfallsréttinum og standa svo keik frammi fyrir viðsemjendum okkar. Okkur hefur verið misboðið svo lengi að nú er nóg komið, tími til að hysja upp um sig buxurnar og taka slaginn. Eftirlaun okkar miðuðust á sínum tíma við 70 ár eins og almennt hjá ríkisstarfsmönnum. Vegna eðli starfsins var það viðmið lækkað niður í 65 ár og töldum við það áfanga á leiðinni. Nú veit ég ekki hvað þú þekkir vel til lögreglustarfsins og ætla svo sem ekki að reyna að upplýsa hvorki þig né aðra sem þetta lesa um eðli starfsins. Ég hins vegar fullyrði og nýti mér þessi tæpu 38 ára starfsreynslu mína til að segja að starfið sé engu öðru líkt og eiginlega bannað fyrir fullorðna... og veika. Mikill munur er fyrir eldri (og oft lasburða) lögreglumenn að vinna í lögreglunni nú á dögum en fyrir um áratug. Það helgast af því að mikið hefur verið skorið niður og því mikil fækkun á stöðugildum. Það hafði það í för með sér að hver og einn lögreglumaður fór að vega þyngra í kerfinu. Hér áður gátu lögreglumenn sem komnir voru á efri ár fundið starf „við hæfi“ innan embættanna. Nú er ráðið í þau störf fólk á Eflingartaxta og þessi eldri lögreglumaður verður að fara í fremstu víglínu. Ríkið hlýtur að þurfa að axla ábyrgð á gjörðum sínum eins og hinn almenni borgari. Margir okkar telja að misgjörðir ríkisins gagnvart okkur í samningamálum séu nægjanlegar þó ekki bætist við óviðunandi staða eldri starfsmanna. Það heyrðist fyrir ekki svo mörgum misserum síðan að taka ætti þessi mál til skoðunar og kviknaði sú von hjá okkur sem erum komnir með 35-40 ára starfsaldur að gerður yrði við okkur starfslokasamningur í ljósi framanritaðs. Afturkippur virðist kominn í það mál og er það slæmt. Og það eru ekki bara við eldri mennirnir sem erum vonsviknir vegna þessa, þeir nýliðar sem eru utan starfs vegna fækkunar stöðugilda eru líka vonsviknir. Þrjá nýliða væri hægt að ráða inn fyrir hverja tvo eldri starfsmenn sem hætta. Ég gæti svo sem haldið áfram en læt staðar numið hér og vona Jóhanna að þú skoðir þetta mál með opnum huga. Sjálfur tel ég ótækt að lögreglumenn þurfi að standa í þessum sporum samning eftir samning, þurfa að standa í samningum með báðar hendur bundnar. Annað tveggja þarf að gera, taka upp það kerfi sem átti að tryggja stöðu okkar án verkfallsréttar eða að láta okkur eftir verkfallsréttinn, sjálfum hugnast mér það betur. Þá þarf að taka afstöðu í eftirlaunamálum lögreglumanna og eða að búa svo um hnútana að eldri lögreglumönnum sé unnt að klára starfið án þess að þurfa að fórna heilsu til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Komdu sæl Jóhanna. Erindi mitt við þig er kjör lögreglumanna, þ.e.a.s. í hvaða sporum þeir eru gagnvart viðsemjanda sínum sem og eftirlaunamál. Mig langar til að biðja þig að setja á þig þau gleraugu sem þú notaðir þegar þú sjálf varst í kjarabaráttu fyrir hópi fólks. Ég heiti Gunnar S. I. Sigurðsson, er lögreglumaður og búinn að vera það síðastliðin 37-38 ár og er sem sagt enn að. Þegar ég hóf störf voru föst laun bara brandari (ekki ósvipað og þau eru í dag) og allt miðað við að ná upp kjörunum með yfirtíð, sem ekki er unnt í dag. Verkfallsrétt höfðum við en létum síðan illu heilli af hendi, á móti átti að sjá til þess að launakjör lögreglumanna yrðu alltaf sambærileg ákveðnum viðmiðunarstéttum. Hástemmdar yfirlýsingar voru gefnar til að selja okkur þessa niðurstöðu. Margir okkar voru mjög ósáttir við þessa leið, töldu að lögreglumenn ættu eins og aðrir að berjast og semja fyrir sínum kjörum og hafa til þess löggilt verkfæri sem verkfallsrétturinn er. Annað væri niðurlægjandi fyrir stéttina. Mig minnir að fyrir verkfallsréttinn fengjum við ígildi þriggja til fimm þáverandi launaflokka og þannig áttum við að haldast gagnvart þeim sem ekki létu verkfallsréttinn af hendi. Fljótlega voru gerðir samningar við aðra hjá ríkinu og má segja að í þeim samningum hafi þessi launamunur jafnast út. Þá strax hófu viðsemjendur okkar að narta í samninginn, teygja hann og toga og skapa ágreining um útreikninginn. Síðan þá höfum við oftast verið á eftir og klárlega tapað þessari greiðslu sem við fengum fyrir verkfallsréttinn. Núna er staðan þannig að við höfum verið samningslausir í tæplega þrjú hundruð daga. Þar sem ekkert gekk í vor að semja var deilunni vísað í gerðardóm. Til að gera deiluna enn langvinnari hefur það dregist að skipa í dóminn en síðustu fréttir herma að skipanin væri komin og á að fella úrskurð þann 23. sept. næstkomandi. Vel getur verið að dómur þessi verði okkur mjög í hag og að við lifum sælir og ánægðir næstu mánuði en það verður bara nokkra mánuði. Aftur stöndum við frammi fyrir kjaradeilu um laun og kjör þvert á það sem lagt var upp með á sínum tíma. Mér finnst þessi staða mjög niðurlægjandi fyrir stéttina og að það hafi það komið fram sem mætir menn vöruðu við á sínum tíma. Því er það mín skoðun að samtök okkar ættu að taka upp baráttu fyrir verkfallsréttinum og standa svo keik frammi fyrir viðsemjendum okkar. Okkur hefur verið misboðið svo lengi að nú er nóg komið, tími til að hysja upp um sig buxurnar og taka slaginn. Eftirlaun okkar miðuðust á sínum tíma við 70 ár eins og almennt hjá ríkisstarfsmönnum. Vegna eðli starfsins var það viðmið lækkað niður í 65 ár og töldum við það áfanga á leiðinni. Nú veit ég ekki hvað þú þekkir vel til lögreglustarfsins og ætla svo sem ekki að reyna að upplýsa hvorki þig né aðra sem þetta lesa um eðli starfsins. Ég hins vegar fullyrði og nýti mér þessi tæpu 38 ára starfsreynslu mína til að segja að starfið sé engu öðru líkt og eiginlega bannað fyrir fullorðna... og veika. Mikill munur er fyrir eldri (og oft lasburða) lögreglumenn að vinna í lögreglunni nú á dögum en fyrir um áratug. Það helgast af því að mikið hefur verið skorið niður og því mikil fækkun á stöðugildum. Það hafði það í för með sér að hver og einn lögreglumaður fór að vega þyngra í kerfinu. Hér áður gátu lögreglumenn sem komnir voru á efri ár fundið starf „við hæfi“ innan embættanna. Nú er ráðið í þau störf fólk á Eflingartaxta og þessi eldri lögreglumaður verður að fara í fremstu víglínu. Ríkið hlýtur að þurfa að axla ábyrgð á gjörðum sínum eins og hinn almenni borgari. Margir okkar telja að misgjörðir ríkisins gagnvart okkur í samningamálum séu nægjanlegar þó ekki bætist við óviðunandi staða eldri starfsmanna. Það heyrðist fyrir ekki svo mörgum misserum síðan að taka ætti þessi mál til skoðunar og kviknaði sú von hjá okkur sem erum komnir með 35-40 ára starfsaldur að gerður yrði við okkur starfslokasamningur í ljósi framanritaðs. Afturkippur virðist kominn í það mál og er það slæmt. Og það eru ekki bara við eldri mennirnir sem erum vonsviknir vegna þessa, þeir nýliðar sem eru utan starfs vegna fækkunar stöðugilda eru líka vonsviknir. Þrjá nýliða væri hægt að ráða inn fyrir hverja tvo eldri starfsmenn sem hætta. Ég gæti svo sem haldið áfram en læt staðar numið hér og vona Jóhanna að þú skoðir þetta mál með opnum huga. Sjálfur tel ég ótækt að lögreglumenn þurfi að standa í þessum sporum samning eftir samning, þurfa að standa í samningum með báðar hendur bundnar. Annað tveggja þarf að gera, taka upp það kerfi sem átti að tryggja stöðu okkar án verkfallsréttar eða að láta okkur eftir verkfallsréttinn, sjálfum hugnast mér það betur. Þá þarf að taka afstöðu í eftirlaunamálum lögreglumanna og eða að búa svo um hnútana að eldri lögreglumönnum sé unnt að klára starfið án þess að þurfa að fórna heilsu til þess.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun