Viðurkennum Palestínu strax Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 22. september 2011 10:30 Palestína var ríki fyrir 1947, enda þótt hún hafi verið hersetin af stórveldum og skilgreind sem breskt verndarsvæði eftir heimsstyrjöldina fyrri. Stórveldin tóku ákvörðun um að skipta henni upp milli gyðinga og Palestínumanna. Rúmlega helmingur landsins skyldi tekinn og gerður að sérríki til handa gyðingum, sem flestir voru aðfluttir. Gyðingar samþykktu þessa tillögu sem meiri hluti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna hafði samþykkt 29. nóvember 1947. Gyðingar höfðu aðeins verið lítill hluti íbúanna en fór hratt fjölgandi. Arabar, þar á meðal Palestínumenn, höfnuðu þessari landtöku. Lái þeim hver sem vill. Ég átti viðræður við aldinn og virtan skurðlækni á Gaza, Mustafa Abdul Shafi, í desember í fyrra stuttu áður en hann lést. Dr. Mustafa hafði verið í tengslum við kommúnista á sínum tíma, en þeir voru eini stjórnmálahópurinn meðal Palestínumanna sem samþykkti skiptinguna. Hvers vegna? Við töldum að ef við samþykktum ekki að gyðingar fengju helming landsins tækju þeir miklu meira. Reynslan hefur heldur betur sýnt að dr. Mustafa og skoðanabræður hans höfðu rétt fyrir sér. Gyðingar hafa fyrir löngu lagt alla Palestínu undir sig. Það gerðu þeir í tveimur áföngum. Fyrst í stríðinu frá 1948-49 er þeir náðu um það bil helmingi af þeim hluta sem Palestínumönnum var ætlaður og afganginn, það er 22% sem eftir var, tóku þeir í Sex daga stríðinu 1967. Ísraelsríki var stofnað í maí 1948, þegar Bretar afsöluðu sér sínu hlutverki sem nýlenduþjóð, en Palestínumenn voru ekki reiðubúnir að stofna ríki þá, hvorki gátu né vildu. Nú, eftir 63 ára hernám og landflótta stórs hluta þjóðarinnar og 44 ára hernám allrar Palestínu, eru Palestínumenn reiðubúnir að stofna sjálfstætt og fullvalda ríki á þeim fimmtungi Palestínu sem tekinn var af þeim í júní 1967. Þeir krefjast ekki einu sinni þess tæpa helmings landsins sem SÞ höfðu ætlað þeim 1947, hvað þá heldur alls landsins. Þessa miklu og sögulegu eftirgjöf sannfærði Yasser Arafat þjóðina um að væri nauðsynleg og í dag hafa öll stjórnmálaöfl í Palestínu sæst á hana með einum eða öðrum hætti, þar á meðal Hamas-samtökin sem styðja stofnun Palestínuríkis innan landamæranna frá 1967. Það gerir Ísraelsstjórn hins vegar ekki. Ísraelsríki hefur aldrei verið reiðubúið að skilgreina nein landamæri fyrir sig. Það er fátt sem bendir til þess að nokkur leiðtogi Ísraelsríkis hafi ætlað sér að skila einum einasta landskika sem tekinn hefur verið. Til þess benda landtökubyggðirnar sem allir flokkar hafa staðið að. Undantekningin er ef til vill Yitshak Rabin forsætisráðherra sem var myrtur af eigin mönnum, fyrir sinn friðarvilja. Palestínska þjóðin er herlaus og hefur ekki haft tök á að verjast grimmilegum árásum Ísraelshers sem íbúar herteknu svæðanna hafa endalaust mátt þola. Þar á í hlut eitt öflugasta herveldi heims gegn varnarlausum íbúum. Aðskilnaðarmúr, samgönguhindranir, loftárásir, eyðilegging á möguleikum til sjálfsbjargar, hvort sem er við ávaxtarækt, landbúnað, fiskveiðar eða iðnað, þá er fátt eitt talið sem hernámið hefur haft í för með sér. Það er löngu komið nóg. Umheimurinn getur ekki endalaust horft upp á þessa miskunnarlausu kúgun einnar þjóðar á annarri. Viðurkenning Palestínu sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis er fyrsta skrefið til að binda enda á hernámið og koma á réttlátum friði. Þrátt fyrir hinn mikla stuðning sem palestínska þjóðin nýtur meðal Sameinuðu þjóðanna getur Bandaríkjastjórn beitt neitunarvaldi gegn fullri aðild Palestínu sem sjálfstæðs ríkis. Það er þá í 42. skiptið sem Bandaríkin beita valdi sínu gegn rétti palestínsku þjóðarinnar. Skömm Bandaríkjastjórnar er því meiri sem Obama Bandaríkjaforseti lýsti því yfir fyrir réttu ári að aðild Palestínu að SÞ yrði fagnað nú, að liðnu ári. Ráðamenn í Ísrael hafa haft það í flimtingum að þeir hafi neitunarvald í Öryggisráðinu. Það sýnir sig nú. Þessi valdbeiting Bandaríkjastjórnar er í samræmi við fyrri stefnu og hvernig Bandaríkin hafa staðið undir stríðsrekstri Ísraels, hernámi þess og kúgun gagnvart nágrönnum, árum og áratugum saman. Ísland hafði á sínum tíma visst frumkvæði með höndum á vettvangi SÞ þegar tillagan um skiptingu Palestínu var samþykkt. Það færi vel á því að Ísland axlaði ábyrgð sína og sýndi frumkvæði nú. Ísland getur enn orðið fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Það þarf að gerast strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Palestína var ríki fyrir 1947, enda þótt hún hafi verið hersetin af stórveldum og skilgreind sem breskt verndarsvæði eftir heimsstyrjöldina fyrri. Stórveldin tóku ákvörðun um að skipta henni upp milli gyðinga og Palestínumanna. Rúmlega helmingur landsins skyldi tekinn og gerður að sérríki til handa gyðingum, sem flestir voru aðfluttir. Gyðingar samþykktu þessa tillögu sem meiri hluti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna hafði samþykkt 29. nóvember 1947. Gyðingar höfðu aðeins verið lítill hluti íbúanna en fór hratt fjölgandi. Arabar, þar á meðal Palestínumenn, höfnuðu þessari landtöku. Lái þeim hver sem vill. Ég átti viðræður við aldinn og virtan skurðlækni á Gaza, Mustafa Abdul Shafi, í desember í fyrra stuttu áður en hann lést. Dr. Mustafa hafði verið í tengslum við kommúnista á sínum tíma, en þeir voru eini stjórnmálahópurinn meðal Palestínumanna sem samþykkti skiptinguna. Hvers vegna? Við töldum að ef við samþykktum ekki að gyðingar fengju helming landsins tækju þeir miklu meira. Reynslan hefur heldur betur sýnt að dr. Mustafa og skoðanabræður hans höfðu rétt fyrir sér. Gyðingar hafa fyrir löngu lagt alla Palestínu undir sig. Það gerðu þeir í tveimur áföngum. Fyrst í stríðinu frá 1948-49 er þeir náðu um það bil helmingi af þeim hluta sem Palestínumönnum var ætlaður og afganginn, það er 22% sem eftir var, tóku þeir í Sex daga stríðinu 1967. Ísraelsríki var stofnað í maí 1948, þegar Bretar afsöluðu sér sínu hlutverki sem nýlenduþjóð, en Palestínumenn voru ekki reiðubúnir að stofna ríki þá, hvorki gátu né vildu. Nú, eftir 63 ára hernám og landflótta stórs hluta þjóðarinnar og 44 ára hernám allrar Palestínu, eru Palestínumenn reiðubúnir að stofna sjálfstætt og fullvalda ríki á þeim fimmtungi Palestínu sem tekinn var af þeim í júní 1967. Þeir krefjast ekki einu sinni þess tæpa helmings landsins sem SÞ höfðu ætlað þeim 1947, hvað þá heldur alls landsins. Þessa miklu og sögulegu eftirgjöf sannfærði Yasser Arafat þjóðina um að væri nauðsynleg og í dag hafa öll stjórnmálaöfl í Palestínu sæst á hana með einum eða öðrum hætti, þar á meðal Hamas-samtökin sem styðja stofnun Palestínuríkis innan landamæranna frá 1967. Það gerir Ísraelsstjórn hins vegar ekki. Ísraelsríki hefur aldrei verið reiðubúið að skilgreina nein landamæri fyrir sig. Það er fátt sem bendir til þess að nokkur leiðtogi Ísraelsríkis hafi ætlað sér að skila einum einasta landskika sem tekinn hefur verið. Til þess benda landtökubyggðirnar sem allir flokkar hafa staðið að. Undantekningin er ef til vill Yitshak Rabin forsætisráðherra sem var myrtur af eigin mönnum, fyrir sinn friðarvilja. Palestínska þjóðin er herlaus og hefur ekki haft tök á að verjast grimmilegum árásum Ísraelshers sem íbúar herteknu svæðanna hafa endalaust mátt þola. Þar á í hlut eitt öflugasta herveldi heims gegn varnarlausum íbúum. Aðskilnaðarmúr, samgönguhindranir, loftárásir, eyðilegging á möguleikum til sjálfsbjargar, hvort sem er við ávaxtarækt, landbúnað, fiskveiðar eða iðnað, þá er fátt eitt talið sem hernámið hefur haft í för með sér. Það er löngu komið nóg. Umheimurinn getur ekki endalaust horft upp á þessa miskunnarlausu kúgun einnar þjóðar á annarri. Viðurkenning Palestínu sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis er fyrsta skrefið til að binda enda á hernámið og koma á réttlátum friði. Þrátt fyrir hinn mikla stuðning sem palestínska þjóðin nýtur meðal Sameinuðu þjóðanna getur Bandaríkjastjórn beitt neitunarvaldi gegn fullri aðild Palestínu sem sjálfstæðs ríkis. Það er þá í 42. skiptið sem Bandaríkin beita valdi sínu gegn rétti palestínsku þjóðarinnar. Skömm Bandaríkjastjórnar er því meiri sem Obama Bandaríkjaforseti lýsti því yfir fyrir réttu ári að aðild Palestínu að SÞ yrði fagnað nú, að liðnu ári. Ráðamenn í Ísrael hafa haft það í flimtingum að þeir hafi neitunarvald í Öryggisráðinu. Það sýnir sig nú. Þessi valdbeiting Bandaríkjastjórnar er í samræmi við fyrri stefnu og hvernig Bandaríkin hafa staðið undir stríðsrekstri Ísraels, hernámi þess og kúgun gagnvart nágrönnum, árum og áratugum saman. Ísland hafði á sínum tíma visst frumkvæði með höndum á vettvangi SÞ þegar tillagan um skiptingu Palestínu var samþykkt. Það færi vel á því að Ísland axlaði ábyrgð sína og sýndi frumkvæði nú. Ísland getur enn orðið fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Það þarf að gerast strax.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun