Stórt skref til eflingar starfsnámi Katrín Jakobsdóttir skrifar 31. október 2011 06:00 Í dag úthlutar mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkjum til fyrirtækja og stofnana sem taka nemendur í starfsþjálfun sem er hluti af starfsnámi á framhaldsskólastigi. Þetta er merkur áfangi í eflingu starfsnáms því að þetta er í fyrsta sinn sem slíkir styrkir eru veittir af almannafé. Markmiðið er að greiða fyrir því að starfsnámsnemendur geti lokið tilskilinni starfsþjálfun á vinnustað. Samtök á vinnumarkaði hafa lengi kallað eftir því að fyrirtæki fái þóknun fyrir að annast þá kennslu eða þjálfun á vinnustað sem er skilyrði fyrir því að nemendur fái lokið starfsnámi að fullu. Styrkir til vinnustaðanáms tíðkast meðal ýmissa grannþjóða okkar. Þá var það niðurstaða tilraunar sem gerð var árið 2004 að æskilegt væri að jafna kostnað fyrirtækja við vinnustaðanám. Að lokum hefur nokkuð borið á því í efnahagsþrengingum undangenginna ára að nemendur hafi átt erfitt með að komast á námssamning og ljúka námi sínu. Með styrkjum til vinnustaðanáms eru fyrirtæki og stofnanir hvött til þess að taka við nemendum í starfsþjálfun og gera þeim kleift að ljúka námi sínu. 65 umsóknir bárust um framangreinda styrki frá fyrirtækjum og stofnunum og verður unnt að úthluta 57 milljónum króna í styrki til umsækjenda. Um 170 nemendur njóta góðs af. Í ár eru styrkirnir veittir af mennta- og menningarmálaráðuneytinu en á næsta ári verður stofnaður sérstakur vinnustaðanámssjóður til að efla vinnustaðanám og koma til móts við kostnað fyrirtækja og stofnana sem annast kennslu eða þjálfun starfsnámsnemenda. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 450 milljónum króna til vinnustaðanáms árin 2012-2014. Með úthlutun styrkjanna í dag er stigið stórt skref til að efla starfsnám í landinu. Ég vona að ekki einasta muni fyrirtæki í auknum mæli taka að sér nemendur í starfsþjálfun heldur sinna kennslu og þjálfun með sífellt markvissari hætti og leggja þannig sitt lóð á vogarskálarnar við að mennta þann starfskraft sem þörf er á hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í dag úthlutar mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkjum til fyrirtækja og stofnana sem taka nemendur í starfsþjálfun sem er hluti af starfsnámi á framhaldsskólastigi. Þetta er merkur áfangi í eflingu starfsnáms því að þetta er í fyrsta sinn sem slíkir styrkir eru veittir af almannafé. Markmiðið er að greiða fyrir því að starfsnámsnemendur geti lokið tilskilinni starfsþjálfun á vinnustað. Samtök á vinnumarkaði hafa lengi kallað eftir því að fyrirtæki fái þóknun fyrir að annast þá kennslu eða þjálfun á vinnustað sem er skilyrði fyrir því að nemendur fái lokið starfsnámi að fullu. Styrkir til vinnustaðanáms tíðkast meðal ýmissa grannþjóða okkar. Þá var það niðurstaða tilraunar sem gerð var árið 2004 að æskilegt væri að jafna kostnað fyrirtækja við vinnustaðanám. Að lokum hefur nokkuð borið á því í efnahagsþrengingum undangenginna ára að nemendur hafi átt erfitt með að komast á námssamning og ljúka námi sínu. Með styrkjum til vinnustaðanáms eru fyrirtæki og stofnanir hvött til þess að taka við nemendum í starfsþjálfun og gera þeim kleift að ljúka námi sínu. 65 umsóknir bárust um framangreinda styrki frá fyrirtækjum og stofnunum og verður unnt að úthluta 57 milljónum króna í styrki til umsækjenda. Um 170 nemendur njóta góðs af. Í ár eru styrkirnir veittir af mennta- og menningarmálaráðuneytinu en á næsta ári verður stofnaður sérstakur vinnustaðanámssjóður til að efla vinnustaðanám og koma til móts við kostnað fyrirtækja og stofnana sem annast kennslu eða þjálfun starfsnámsnemenda. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 450 milljónum króna til vinnustaðanáms árin 2012-2014. Með úthlutun styrkjanna í dag er stigið stórt skref til að efla starfsnám í landinu. Ég vona að ekki einasta muni fyrirtæki í auknum mæli taka að sér nemendur í starfsþjálfun heldur sinna kennslu og þjálfun með sífellt markvissari hætti og leggja þannig sitt lóð á vogarskálarnar við að mennta þann starfskraft sem þörf er á hverju sinni.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun