Fjarar undan litlum gjaldmiðlum 8. nóvember 2011 06:00 Mikið hefur verið ritað og rætt um gjaldeyrismál að undanförnu. Ástæðan er sú að það hriktir í undirstöðum efnahagskerfis heimsins og menn eru ekki sammála hvert stefnir. Undirritaður skrifaði stutta grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem ég benti á þá staðreynd að jafnvel öflugir gjaldmiðlar eins og svissneski frankinn eiga undir högg að sækja. Skúli Sveinsson lögfræðingur sá ástæðu til að svara þessari grein minni og taldi mig vera að lofsyngja evruna. Ekki veit ég hvernig hann les það út úr grein minni því ég bendi einungis á þá staðreynd að svissnesk yfirvöld telja sig ekki geta lengur haldið úti sjálfstæðum gjaldmiðli. Því hafi þeir ákveðið að tengja gjaldmiðil sinn við evruna til að tryggja samkeppnishæfni landsins. Hins vegar dreg ég engan dul á það að ég tel að hag okkar Íslendinga væri betur borgið með evru en með núverandi fyrirkomulagi. Ég er líka þess fullviss að evran mun lifa þessar hremmingar af og verða sterkari gjaldmiðill fyrir vikið. Sparsemi og fyrirhyggja Svisslendinga er á margan hátt til fyrirmyndar enda þekki ég það af eigin raun eftir að hafa búið þar í landi. Nú hafa svissnesk yfirvöld hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að breyta þurfi um stefnu því gamlar aðferðir dugi ekki í samþættu alþjóðlegu hagkerfi. Þess vegna er það dálítið skondið að Skúli vilji að við tökum upp gamlar aðferðir Svisslendinga að safna gríðarmiklum innlendum sparnaði til að standa við bakið á innlendum gjaldmiðli. Ekki þannig að ég hafi neitt á móti innlendum sparnaði en það er gríðarlega dýrt að halda úti stórum gjaldeyrisvarasjóði. Þar með værum við að binda mikla fjármuni sem væri betur varið til að byggja upp innlent atvinnulíf. Hin leiðin er að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru í kjölfarið. Þar með kæmumst við í skjól evrópska seðlabankans og nytum góðs af gjaldeyrisvarasjóði hans. Ýmsir hagfræðingar hafa spáð því að innan ekki margra áratuga verði einungis nokkrir gjaldmiðlar í gangi í heiminum. Þegar eru þreifingar í gangi varðandi aukið samstarf ríkja í S-Ameríku í efnahagsmálum og einnig ríkja í SA-Asíu. Of snemmt er spá um hve náið þetta samstarf verður en mér finnst ekki líklegt að íslensk króna verði ein af þeim myntum sem verði ofan á þegar gjaldmiðlar framtíðarinnar munu þróast á næstu áratugum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið ritað og rætt um gjaldeyrismál að undanförnu. Ástæðan er sú að það hriktir í undirstöðum efnahagskerfis heimsins og menn eru ekki sammála hvert stefnir. Undirritaður skrifaði stutta grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem ég benti á þá staðreynd að jafnvel öflugir gjaldmiðlar eins og svissneski frankinn eiga undir högg að sækja. Skúli Sveinsson lögfræðingur sá ástæðu til að svara þessari grein minni og taldi mig vera að lofsyngja evruna. Ekki veit ég hvernig hann les það út úr grein minni því ég bendi einungis á þá staðreynd að svissnesk yfirvöld telja sig ekki geta lengur haldið úti sjálfstæðum gjaldmiðli. Því hafi þeir ákveðið að tengja gjaldmiðil sinn við evruna til að tryggja samkeppnishæfni landsins. Hins vegar dreg ég engan dul á það að ég tel að hag okkar Íslendinga væri betur borgið með evru en með núverandi fyrirkomulagi. Ég er líka þess fullviss að evran mun lifa þessar hremmingar af og verða sterkari gjaldmiðill fyrir vikið. Sparsemi og fyrirhyggja Svisslendinga er á margan hátt til fyrirmyndar enda þekki ég það af eigin raun eftir að hafa búið þar í landi. Nú hafa svissnesk yfirvöld hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að breyta þurfi um stefnu því gamlar aðferðir dugi ekki í samþættu alþjóðlegu hagkerfi. Þess vegna er það dálítið skondið að Skúli vilji að við tökum upp gamlar aðferðir Svisslendinga að safna gríðarmiklum innlendum sparnaði til að standa við bakið á innlendum gjaldmiðli. Ekki þannig að ég hafi neitt á móti innlendum sparnaði en það er gríðarlega dýrt að halda úti stórum gjaldeyrisvarasjóði. Þar með værum við að binda mikla fjármuni sem væri betur varið til að byggja upp innlent atvinnulíf. Hin leiðin er að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru í kjölfarið. Þar með kæmumst við í skjól evrópska seðlabankans og nytum góðs af gjaldeyrisvarasjóði hans. Ýmsir hagfræðingar hafa spáð því að innan ekki margra áratuga verði einungis nokkrir gjaldmiðlar í gangi í heiminum. Þegar eru þreifingar í gangi varðandi aukið samstarf ríkja í S-Ameríku í efnahagsmálum og einnig ríkja í SA-Asíu. Of snemmt er spá um hve náið þetta samstarf verður en mér finnst ekki líklegt að íslensk króna verði ein af þeim myntum sem verði ofan á þegar gjaldmiðlar framtíðarinnar munu þróast á næstu áratugum.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar