Bil milli bíla og öryggi um borð í vögnum Reynir Jónsson skrifar 11. nóvember 2011 06:00 Öryggisdagar Strætó bs. og VÍS eru nú hafnir og standa út nóvembermánuð. Á Öryggisdögum hvetjum við alla þátttakendur í umferðinni til að sýna aðgát, tillitssemi og ábyrga hegðun á götum úti og taka þannig þátt í því með okkur að auka öryggi allra í umferðinni. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á að halda hæfilegu bili á milli bíla og fækka með því aftanákeyrslum, sem eru algengasta orsök umferðaróhappa á höfuðborgarsvæðinu. Ennfremur verður hugað að öryggi farþega þegar upp í vagninn er komið, hvatt til aukinnar aðgæslu og bent á leiðir til að fækka óhöppum um borð í strætó. Veruleg fækkun hefur orðið á umferðaróhöppum hjá Strætó bs. á umliðnum árum. Sérstakt forvarnaverkefni Strætó í samstarfi við VÍS á sinn þátt í þeim árangri sem náðst hefur en það hefur verið í gangi frá því í ársbyrjun 2008. Markmið þess er að fækka slysum og stuðla að auknu öryggi vegfarenda. Þótt árangurinn fram til þessa sé uppörvandi fyrir Strætó ætlum við engu að síður að gera enn betur. Tölur frá Umferðarstofu sýna að nú fer í hönd sá árstími sem alla jafna er hvað erfiðastur í umferðinni. Vissulega má aldrei slaka á þegar kemur að umferðaröryggi, en þegar veturinn gengur í garð þurfum við að vera sérstaklega á varðbergi, sýna fyllstu aðgát og tillitssemi, því það er mikið í húfi. Reynsla okkar hjá Strætó sýnir að vel er hægt að fækka óhöppum í umferðinni ef ráðist er í verkefnið með skipulögðum hætti. Á árinu 2006 voru tjón Strætó í umferðinni 304 talsins og fækkaði í 297 árið eftir. Árið 2008 hófst forvarnarstarfið með VÍS og árangurinn lét ekki á sér standa, því slysum fækkaði í 268. Stóra stökkið kom svo 2009, því fjöldi tjóna hjá Strætó fór þá niður í 197 – og á síðasta ári fækkaði tjónum enn, eða í 157, sem gerir 48% fækkun á tímabilinu frá 2006 til 2010. Óhætt er að segja að það muni um minna, hvort sem litið er til slysa á fólki eða eignatjóns. Og við ætlum að gera enn betur. Það sem af er þessu ári gefur vonir um að það muni takast. Við sem störfum hjá Strætó höfum sýnt gott fordæmi í umferðinni – og vagnstjórarnir okkar eiga heiður skilinn fyrir árangurinn síðustu ár. Ef við getum náð jafngóðum árangri og raun ber vitni þá geta aðrir það einnig. Til þess eru einmitt Öryggisdagarnir – að hvetja alla vegfarendur til að sýna aðgát, tillitssemi og ábyrga hegðun, ekki bara í nóvember, heldur alla daga ársins. Þannig næst árangur. Við hjá Strætó ætlum að sýna gott fordæmi í umferðinni og vera vakandi akandi. Hvað með þig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Öryggisdagar Strætó bs. og VÍS eru nú hafnir og standa út nóvembermánuð. Á Öryggisdögum hvetjum við alla þátttakendur í umferðinni til að sýna aðgát, tillitssemi og ábyrga hegðun á götum úti og taka þannig þátt í því með okkur að auka öryggi allra í umferðinni. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á að halda hæfilegu bili á milli bíla og fækka með því aftanákeyrslum, sem eru algengasta orsök umferðaróhappa á höfuðborgarsvæðinu. Ennfremur verður hugað að öryggi farþega þegar upp í vagninn er komið, hvatt til aukinnar aðgæslu og bent á leiðir til að fækka óhöppum um borð í strætó. Veruleg fækkun hefur orðið á umferðaróhöppum hjá Strætó bs. á umliðnum árum. Sérstakt forvarnaverkefni Strætó í samstarfi við VÍS á sinn þátt í þeim árangri sem náðst hefur en það hefur verið í gangi frá því í ársbyrjun 2008. Markmið þess er að fækka slysum og stuðla að auknu öryggi vegfarenda. Þótt árangurinn fram til þessa sé uppörvandi fyrir Strætó ætlum við engu að síður að gera enn betur. Tölur frá Umferðarstofu sýna að nú fer í hönd sá árstími sem alla jafna er hvað erfiðastur í umferðinni. Vissulega má aldrei slaka á þegar kemur að umferðaröryggi, en þegar veturinn gengur í garð þurfum við að vera sérstaklega á varðbergi, sýna fyllstu aðgát og tillitssemi, því það er mikið í húfi. Reynsla okkar hjá Strætó sýnir að vel er hægt að fækka óhöppum í umferðinni ef ráðist er í verkefnið með skipulögðum hætti. Á árinu 2006 voru tjón Strætó í umferðinni 304 talsins og fækkaði í 297 árið eftir. Árið 2008 hófst forvarnarstarfið með VÍS og árangurinn lét ekki á sér standa, því slysum fækkaði í 268. Stóra stökkið kom svo 2009, því fjöldi tjóna hjá Strætó fór þá niður í 197 – og á síðasta ári fækkaði tjónum enn, eða í 157, sem gerir 48% fækkun á tímabilinu frá 2006 til 2010. Óhætt er að segja að það muni um minna, hvort sem litið er til slysa á fólki eða eignatjóns. Og við ætlum að gera enn betur. Það sem af er þessu ári gefur vonir um að það muni takast. Við sem störfum hjá Strætó höfum sýnt gott fordæmi í umferðinni – og vagnstjórarnir okkar eiga heiður skilinn fyrir árangurinn síðustu ár. Ef við getum náð jafngóðum árangri og raun ber vitni þá geta aðrir það einnig. Til þess eru einmitt Öryggisdagarnir – að hvetja alla vegfarendur til að sýna aðgát, tillitssemi og ábyrga hegðun, ekki bara í nóvember, heldur alla daga ársins. Þannig næst árangur. Við hjá Strætó ætlum að sýna gott fordæmi í umferðinni og vera vakandi akandi. Hvað með þig?
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar