Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 15. nóvember 2025 14:00 Það er alkunna að fræðasamfélagið og trúarbrögðin eru ekki alltaf samhljóða. Til dæmis fer tvennum sögum af tilurð íslam. Innan fræðasamfélagsins er sterk samstaða um að íslam séu sögulega ung trúarbrögð sem urðu til á Arabíuskaganum fyrir um 1400 árum. Hins vegar telja múslimar trú sína vera hina upprunalegu trú mannkyns, hvorki meira né minna. Samkvæmt erfikenningum múslima var Múhameð ekki fyrsti músliminn, heldur var hann sá sem endurreisti trúna og opinberaði Kóraninn. Þannig telja þeir Múhameð vera þann síðasta (og mikilvægasta) í langri röð spámanna sem allir áttu að hafa verið múslimar (þar á meðal Abraham og Jesús frá Nasaret). Sagnfræðingar hafna þeirri hugmynd að íslam hafi verið endurreisn eldri trúarbragða. Þeir telja að samfélög á Arabíuskaganum hafi frá örófi alda verið fjölgyðistrúar, en að fjölgyðistrúin hafi síðan lotið í lægra haldi fyrir ýmsum afbrigðum eingyðistrúar. Sagnfræðingurinn Valentina Grasso skrifar (bls. 318): „Arabískir fjölgyðistrúarhópar höfðu þegar misst sitt vægi á öldunum fyrir trúboð Múhameðs... Á fimmtu og sjöttu öld, þegar nærliggjandi heimsveldi juku áhrif sín á ættbálkasamfélög Arabíu, voru fjölmargir eingyðistrúarhópar í örum vexti.“ Hvað varðar fjölgyðistrúna, má enn finna arfleifð hennar í Mekka, helgri borg íslam. Þekktasta kennileiti Mekka nefnist Kaaba, en það er kassalaga steinhús hulið svörtu klæði í miðri al-Haram-moskunni. Í einu horni Kaaba er helgur loftsteinn sem er nefndur Hajar al-Aswad eða „Svarti steinninn“ greyptur í vegginn. Steinar af þessu tagi kallast baetyl-steinar. Þeir voru víða tilbeðnir á fornöld og kenndir við ýmsa ólíka guði. Þegar múslimar biðja bænir sínar krjúpa þeir í áttina að Mekka, nánar tiltekið í áttina að loftsteininum helga. Eingyðistrúarhóparnir sem Grasso nefnir aðhylltust ólík afbrigði kristni og gyðingdóms. Gnostískir hópar, sem voru villutrúarmenn að mati rétttrúaðra kristinna manna og gyðinga, bjuggu einnig á svæðinu. Það er varla tilviljun að sláandi líkindi eru milli kenninga íslam um Jesú og ákveðinna gnostískra kenninga. Í tveimur gnostískum textum skrifuðum um árið 200 eftir krist—Hinni gnostísku opinberun Péturs og Seinni ritgerð hins mikla Sets—er að finna óvenjulegt afbrigði af Píslarsögunni. Þar er Jesús sjálfur ekki krossfestur heldur er annar maður krossfestur í hans stað. Sama afstaða birtist í Kóraninum, skrifuðum rúmum fjögur hundruð árum síðar (sjá neðanmálsgrein 1 hér). Þessi tvö atriði, loftsteinninn í Kaaba og afstaða íslams til Jesú, hljóma ef til vill smávægileg. Engu að síður gegna þau lykilhlutverki í aðgreiningu íslam frá hinum eingyðistrúarbrögðunum. Þau eru einnig dæmi um endurtúlkun og samþættingu sem eru einkennandi fyrir nýjar trúarhreyfingar. Ef íslam væri í raun elstu trúarbrögð heims ættu að hafa fundist næg sönnunargögn sem styddu þá staðhæfingu. Engin slík sönnunargögn hafa fundist og afstaða fræðasamfélagsins hefur því staðið óhögguð: Íslam er yngst af heimstrúarbrögðunum, ekki þau elstu, og rekur uppruna sinn til ólíkra trúarhefða á Arabíuskaganum sem síðan sameinuðust undir einu flaggi. Höfundur er áhugamaður um trúarbrögð og sagnfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Trúmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Sjá meira
Það er alkunna að fræðasamfélagið og trúarbrögðin eru ekki alltaf samhljóða. Til dæmis fer tvennum sögum af tilurð íslam. Innan fræðasamfélagsins er sterk samstaða um að íslam séu sögulega ung trúarbrögð sem urðu til á Arabíuskaganum fyrir um 1400 árum. Hins vegar telja múslimar trú sína vera hina upprunalegu trú mannkyns, hvorki meira né minna. Samkvæmt erfikenningum múslima var Múhameð ekki fyrsti músliminn, heldur var hann sá sem endurreisti trúna og opinberaði Kóraninn. Þannig telja þeir Múhameð vera þann síðasta (og mikilvægasta) í langri röð spámanna sem allir áttu að hafa verið múslimar (þar á meðal Abraham og Jesús frá Nasaret). Sagnfræðingar hafna þeirri hugmynd að íslam hafi verið endurreisn eldri trúarbragða. Þeir telja að samfélög á Arabíuskaganum hafi frá örófi alda verið fjölgyðistrúar, en að fjölgyðistrúin hafi síðan lotið í lægra haldi fyrir ýmsum afbrigðum eingyðistrúar. Sagnfræðingurinn Valentina Grasso skrifar (bls. 318): „Arabískir fjölgyðistrúarhópar höfðu þegar misst sitt vægi á öldunum fyrir trúboð Múhameðs... Á fimmtu og sjöttu öld, þegar nærliggjandi heimsveldi juku áhrif sín á ættbálkasamfélög Arabíu, voru fjölmargir eingyðistrúarhópar í örum vexti.“ Hvað varðar fjölgyðistrúna, má enn finna arfleifð hennar í Mekka, helgri borg íslam. Þekktasta kennileiti Mekka nefnist Kaaba, en það er kassalaga steinhús hulið svörtu klæði í miðri al-Haram-moskunni. Í einu horni Kaaba er helgur loftsteinn sem er nefndur Hajar al-Aswad eða „Svarti steinninn“ greyptur í vegginn. Steinar af þessu tagi kallast baetyl-steinar. Þeir voru víða tilbeðnir á fornöld og kenndir við ýmsa ólíka guði. Þegar múslimar biðja bænir sínar krjúpa þeir í áttina að Mekka, nánar tiltekið í áttina að loftsteininum helga. Eingyðistrúarhóparnir sem Grasso nefnir aðhylltust ólík afbrigði kristni og gyðingdóms. Gnostískir hópar, sem voru villutrúarmenn að mati rétttrúaðra kristinna manna og gyðinga, bjuggu einnig á svæðinu. Það er varla tilviljun að sláandi líkindi eru milli kenninga íslam um Jesú og ákveðinna gnostískra kenninga. Í tveimur gnostískum textum skrifuðum um árið 200 eftir krist—Hinni gnostísku opinberun Péturs og Seinni ritgerð hins mikla Sets—er að finna óvenjulegt afbrigði af Píslarsögunni. Þar er Jesús sjálfur ekki krossfestur heldur er annar maður krossfestur í hans stað. Sama afstaða birtist í Kóraninum, skrifuðum rúmum fjögur hundruð árum síðar (sjá neðanmálsgrein 1 hér). Þessi tvö atriði, loftsteinninn í Kaaba og afstaða íslams til Jesú, hljóma ef til vill smávægileg. Engu að síður gegna þau lykilhlutverki í aðgreiningu íslam frá hinum eingyðistrúarbrögðunum. Þau eru einnig dæmi um endurtúlkun og samþættingu sem eru einkennandi fyrir nýjar trúarhreyfingar. Ef íslam væri í raun elstu trúarbrögð heims ættu að hafa fundist næg sönnunargögn sem styddu þá staðhæfingu. Engin slík sönnunargögn hafa fundist og afstaða fræðasamfélagsins hefur því staðið óhögguð: Íslam er yngst af heimstrúarbrögðunum, ekki þau elstu, og rekur uppruna sinn til ólíkra trúarhefða á Arabíuskaganum sem síðan sameinuðust undir einu flaggi. Höfundur er áhugamaður um trúarbrögð og sagnfræði.
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar