Mikil arðsemi af raforkusölu til stóriðju Þorsteinn Víglundsson skrifar 19. desember 2011 07:00 Ekkert íslenskt fyrirtæki er með meira eigið fé en Landsvirkjun, samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar á 300 stærstu fyrirtækjum landsins miðað við árið 2010. Arðsemi Landsvirkjunar á liðnum áratug hefur enda verið með miklum ágætum. Eigið fé félagsins hefur liðlega fjórfaldast og nam nærri 190 milljörðum króna í árslok 2010. Engin hlutafjáraukning hefur átt sér stað hjá Landsvirkjun á liðnum áratug heldur hefur félagið byggt upp eigið fé sitt með góðum rekstri á tímabilinu. Arðsemi Landsvirkjunar er góð samanborið við önnur frambærileg íslensk fyrirtæki á borð við Marel, Össur, Alfesca og HB Granda. Öll eiga þessi félög það sammerkt að vera meðal eiginfjársterkustu félaga landsins, hafa öll notið umtalsverðs vaxtar á liðnum áratug og hafa ekki þurft að ganga í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Í öllum tilfellum er stuðst við uppgjörsmynt hvers félags. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er meðalarðsemi Landsvirkjunar nærri 19% á þessu tímabili, samanborið við um 11% hjá Össur og HB Granda, 6% hjá Alfesca og 1% hjá Marel. Við mat á meðalarðsemi er horft til breytinga eigin fjár að teknu tilliti til arðgreiðslna og hlutafjáraukninga hjá hverju félagi fyrir sig. Í nýlegri skýrslu Sjónarrandar, sem unnin var fyrir Fjármálaráðuneytið, kemur fram að arðsemi Landsvirkjunar af raforkusölu til stóriðju hefur verið liðlega tvöfalt hærri en arðsemi af raforkusölu til almennings. Skýrsluhöfundar hafa við mat á arðsemi ekki viljað líta til arðsemi eigin fjár, þar sem Landsvirkjun njóti ríkisábyrgðar á öll lán sín og því betri lánskjara en ella og geti skuldsett sig meira. Landsvirkjun greiðir hins vegar gjald til ríkissjóðs fyrir ríkisábyrgðina sem leiðir til lægri hagnaðar en ella. Mæling á arðsemi eigin fjár er því mjög eðlilegur mælikvarði á árangur Landsvirkjunar eins og annarra fyrirtækja. Það er hins vegar fyllilega eðlilegt að gera þá kröfu til Landsvirkjunar að fyrirtækið skili góðri arðsemi eigin fjár. Sú er líka raunin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Ekkert íslenskt fyrirtæki er með meira eigið fé en Landsvirkjun, samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar á 300 stærstu fyrirtækjum landsins miðað við árið 2010. Arðsemi Landsvirkjunar á liðnum áratug hefur enda verið með miklum ágætum. Eigið fé félagsins hefur liðlega fjórfaldast og nam nærri 190 milljörðum króna í árslok 2010. Engin hlutafjáraukning hefur átt sér stað hjá Landsvirkjun á liðnum áratug heldur hefur félagið byggt upp eigið fé sitt með góðum rekstri á tímabilinu. Arðsemi Landsvirkjunar er góð samanborið við önnur frambærileg íslensk fyrirtæki á borð við Marel, Össur, Alfesca og HB Granda. Öll eiga þessi félög það sammerkt að vera meðal eiginfjársterkustu félaga landsins, hafa öll notið umtalsverðs vaxtar á liðnum áratug og hafa ekki þurft að ganga í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Í öllum tilfellum er stuðst við uppgjörsmynt hvers félags. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er meðalarðsemi Landsvirkjunar nærri 19% á þessu tímabili, samanborið við um 11% hjá Össur og HB Granda, 6% hjá Alfesca og 1% hjá Marel. Við mat á meðalarðsemi er horft til breytinga eigin fjár að teknu tilliti til arðgreiðslna og hlutafjáraukninga hjá hverju félagi fyrir sig. Í nýlegri skýrslu Sjónarrandar, sem unnin var fyrir Fjármálaráðuneytið, kemur fram að arðsemi Landsvirkjunar af raforkusölu til stóriðju hefur verið liðlega tvöfalt hærri en arðsemi af raforkusölu til almennings. Skýrsluhöfundar hafa við mat á arðsemi ekki viljað líta til arðsemi eigin fjár, þar sem Landsvirkjun njóti ríkisábyrgðar á öll lán sín og því betri lánskjara en ella og geti skuldsett sig meira. Landsvirkjun greiðir hins vegar gjald til ríkissjóðs fyrir ríkisábyrgðina sem leiðir til lægri hagnaðar en ella. Mæling á arðsemi eigin fjár er því mjög eðlilegur mælikvarði á árangur Landsvirkjunar eins og annarra fyrirtækja. Það er hins vegar fyllilega eðlilegt að gera þá kröfu til Landsvirkjunar að fyrirtækið skili góðri arðsemi eigin fjár. Sú er líka raunin.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar