Mikil arðsemi af raforkusölu til stóriðju Þorsteinn Víglundsson skrifar 21. desember 2011 06:00 Í nóvember 2006 keypti ríkissjóður 50% hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarkaupstaðar í Landsvirkjun á 30,25 milljarða króna. Kaupverð samsvaraði því að markaðsverðmæti Landsvirkjunar væri liðlega 60 milljarðar króna, álíka mikið og eigið fé félagsins í árslok 2005. Í árslok 2010 nam eigið fé Landsvirkjunar hins vegar 190 milljörðum króna og hafði aukist um 130 milljarða á 5 árum. Helmingshlutur í félaginu, miðað við verðmæti eigin fjár, hafði því aukist að verðmæti um nærri 65 milljarða króna. Verðbólga hefur vissulega verið nokkur á tímabilinu en þetta samsvarar engu að síður um 130% raunávöxtun á fimm árum. Þessi fjárfesting hefur því reynst ríkissjóði afar farsæl. Þessi staðreynd er ef til vill skýrasti vitnisburðurinn um góða arðsemi af rekstri Landsvirkjunar á liðnum áratug, en undanfarna daga hafa birst eftir mig fimm greinar þar um. Í þeim hefur m.a. komið fram að á þessu tímabili hefur eigið fé Landsvirkjunar fjórfaldast í bandaríkjadölum. Hið sama er að segja um handbært fé félagsins frá rekstri. Arðsemi eigin fjár hefur verið góð samanborið við öflug fyrirtæki á borð við Össur, Alfesca, Marel og HB Granda og íslenskt atvinnulíf í heild. Síðast en ekki síst hefur raforkuverð Landsvirkjunar til stóriðju hækkað um liðlega 120% í bandaríkjadölum á þessu tímabili, á sama tíma og raforkuverð til almennings hefur lækkað um 10%. Í nýlegri skýrslu Sjónarrandar, sem unnin var fyrir Fjármálaráðuneytið, er staðhæft að arðsemi raforkusölu Landsvirkjunar til stóriðju hafi verið ófullnægjandi og lakari en almenn arðsemi í íslensku atvinnulífi. Af ofangreindum dæmum verður ekki séð að þessi fullyrðing eigi við rök að styðjast. Hins vegar sýnir verðþróun á raforku til stóriðju glögglega hvers vegna arðsemi Landsvirkjunar af viðskiptum sínum við stóriðju hefur verið liðlega tvöfalt meiri en arðsemi félagsins af raforkusölu til almennings, líkt og fram kemur í fyrrgreindri skýrslu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Í nóvember 2006 keypti ríkissjóður 50% hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarkaupstaðar í Landsvirkjun á 30,25 milljarða króna. Kaupverð samsvaraði því að markaðsverðmæti Landsvirkjunar væri liðlega 60 milljarðar króna, álíka mikið og eigið fé félagsins í árslok 2005. Í árslok 2010 nam eigið fé Landsvirkjunar hins vegar 190 milljörðum króna og hafði aukist um 130 milljarða á 5 árum. Helmingshlutur í félaginu, miðað við verðmæti eigin fjár, hafði því aukist að verðmæti um nærri 65 milljarða króna. Verðbólga hefur vissulega verið nokkur á tímabilinu en þetta samsvarar engu að síður um 130% raunávöxtun á fimm árum. Þessi fjárfesting hefur því reynst ríkissjóði afar farsæl. Þessi staðreynd er ef til vill skýrasti vitnisburðurinn um góða arðsemi af rekstri Landsvirkjunar á liðnum áratug, en undanfarna daga hafa birst eftir mig fimm greinar þar um. Í þeim hefur m.a. komið fram að á þessu tímabili hefur eigið fé Landsvirkjunar fjórfaldast í bandaríkjadölum. Hið sama er að segja um handbært fé félagsins frá rekstri. Arðsemi eigin fjár hefur verið góð samanborið við öflug fyrirtæki á borð við Össur, Alfesca, Marel og HB Granda og íslenskt atvinnulíf í heild. Síðast en ekki síst hefur raforkuverð Landsvirkjunar til stóriðju hækkað um liðlega 120% í bandaríkjadölum á þessu tímabili, á sama tíma og raforkuverð til almennings hefur lækkað um 10%. Í nýlegri skýrslu Sjónarrandar, sem unnin var fyrir Fjármálaráðuneytið, er staðhæft að arðsemi raforkusölu Landsvirkjunar til stóriðju hafi verið ófullnægjandi og lakari en almenn arðsemi í íslensku atvinnulífi. Af ofangreindum dæmum verður ekki séð að þessi fullyrðing eigi við rök að styðjast. Hins vegar sýnir verðþróun á raforku til stóriðju glögglega hvers vegna arðsemi Landsvirkjunar af viðskiptum sínum við stóriðju hefur verið liðlega tvöfalt meiri en arðsemi félagsins af raforkusölu til almennings, líkt og fram kemur í fyrrgreindri skýrslu
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar