Áramótaheitin fyrir svefnherbergið Sigga Dögg kynfræðingur skrifar 23. janúar 2011 06:00 Nýtt ár er runnið upp. Á fyrsta degi nýs ár geri ég upp nýliðið ár og fer yfir hvað mér ávannst og hvað hefði mátt betur fara. Ég legg drög að nýju ári og rita áramótaheitin upp í Excel með tilheyrandi undirflokkum og litakóðum. Nýtt ár skal vera skipulagt í þaula og markmiðum náð. Undirstaða þessa skipulags byggir á mikilli sjálfsþekkingu og vissu. Það er nefnilega ótrúlega merkilegt fyrirbæri að vita hvað maður vill. Hraði nútímasamfélagsins gerir miklar kröfur um að einstaklingar viti hvað þeir vilja. Við erum hvött til að velja hratt og örugglega og horfa svo fram á veginn, þitt er valið og það hlýtur að vera rétt. Í allri þessari ákveðni þá gleymdist kynlífið. Við lesum um kynlíf og vitum hvað er hægt að gera og kaupa en við virðumst gleyma að segja rekkjunautnum hvað það er sem við viljum. Uppspretta margra kynlífsvandamála er einmitt samskiptaleysi. Ef þú veist ekki hvað þú vilt eða þorir ekki að segja frá því, hvernig á þá annar einstaklingur að læra á líkama þinn og fullnægja þér? Ung kona lenti nýverið í því að vera sökuð um að „eyðileggja" kynlíf því hún var sífellt „geltandi" skipanir. Þessi ákveðni leiddi til þess að ungi herramaðurinn misst stinninguna og þar með alla kynferðislega löngun. Það sem hefði átt að þykja vænlegur kostur í fari kynlífsfélaga var í hans huga aftur á móti ofaukið og óþægilegt. Daman var sökuð um stjórnsemi, jafnvel heimtufrekju. Ákveðni hennar og vissa um eigin langanir olli honum óþægindum því hann var greinilega ekki að gera allt „rétt" og vissi því ekki „best". Ef hann hefði brotið odd af oflæti sínu og einfaldlega spurt stúlkuna hvað henni fyndist gott þá hefði kynlíf þeirra getað endað ánægjulega fyrir báða aðila. Það er ekki hægt að lesa hugsanir rekkjunautarins, frekar en í öðru. Þú getur reynt að gefa óljósar merkingar með stunum og öðru látbragði en einfaldast væri bara að segja hvað þú vilt. Upptalning á hvað sé óæskilegt gæti verið leiðingjarnt þó það geti verið gott að koma sér saman um nokkra ákveðna hluti. Málið er samt að það þarf að tala saman. Þessi samskipti gera vissulega kröfu á einstaklinginn en slíkar kröfur ættu ekki að vera honum framandi. Þeir sem hafa lesið „The Secret" vita að lykillinn að allri velgengni í lífinu liggur í því að vita hvað maður vill og biðja reglulega um það. Sem umhugsunarefni þessa fyrstu daga ársins þá legg ég til að þú leggir drög að nýju ári sem byggir á bættum kynlífssamskiptum og þar með betra kynlífi fyrir þig og þína! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Nýtt ár er runnið upp. Á fyrsta degi nýs ár geri ég upp nýliðið ár og fer yfir hvað mér ávannst og hvað hefði mátt betur fara. Ég legg drög að nýju ári og rita áramótaheitin upp í Excel með tilheyrandi undirflokkum og litakóðum. Nýtt ár skal vera skipulagt í þaula og markmiðum náð. Undirstaða þessa skipulags byggir á mikilli sjálfsþekkingu og vissu. Það er nefnilega ótrúlega merkilegt fyrirbæri að vita hvað maður vill. Hraði nútímasamfélagsins gerir miklar kröfur um að einstaklingar viti hvað þeir vilja. Við erum hvött til að velja hratt og örugglega og horfa svo fram á veginn, þitt er valið og það hlýtur að vera rétt. Í allri þessari ákveðni þá gleymdist kynlífið. Við lesum um kynlíf og vitum hvað er hægt að gera og kaupa en við virðumst gleyma að segja rekkjunautnum hvað það er sem við viljum. Uppspretta margra kynlífsvandamála er einmitt samskiptaleysi. Ef þú veist ekki hvað þú vilt eða þorir ekki að segja frá því, hvernig á þá annar einstaklingur að læra á líkama þinn og fullnægja þér? Ung kona lenti nýverið í því að vera sökuð um að „eyðileggja" kynlíf því hún var sífellt „geltandi" skipanir. Þessi ákveðni leiddi til þess að ungi herramaðurinn misst stinninguna og þar með alla kynferðislega löngun. Það sem hefði átt að þykja vænlegur kostur í fari kynlífsfélaga var í hans huga aftur á móti ofaukið og óþægilegt. Daman var sökuð um stjórnsemi, jafnvel heimtufrekju. Ákveðni hennar og vissa um eigin langanir olli honum óþægindum því hann var greinilega ekki að gera allt „rétt" og vissi því ekki „best". Ef hann hefði brotið odd af oflæti sínu og einfaldlega spurt stúlkuna hvað henni fyndist gott þá hefði kynlíf þeirra getað endað ánægjulega fyrir báða aðila. Það er ekki hægt að lesa hugsanir rekkjunautarins, frekar en í öðru. Þú getur reynt að gefa óljósar merkingar með stunum og öðru látbragði en einfaldast væri bara að segja hvað þú vilt. Upptalning á hvað sé óæskilegt gæti verið leiðingjarnt þó það geti verið gott að koma sér saman um nokkra ákveðna hluti. Málið er samt að það þarf að tala saman. Þessi samskipti gera vissulega kröfu á einstaklinginn en slíkar kröfur ættu ekki að vera honum framandi. Þeir sem hafa lesið „The Secret" vita að lykillinn að allri velgengni í lífinu liggur í því að vita hvað maður vill og biðja reglulega um það. Sem umhugsunarefni þessa fyrstu daga ársins þá legg ég til að þú leggir drög að nýju ári sem byggir á bættum kynlífssamskiptum og þar með betra kynlífi fyrir þig og þína!
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar