Sauber kynnti 2011 bílinn og mexíkanska ökumenn 31. janúar 2011 11:19 Sergio Perez, Peter Sauber og Kamui Kobayahsi á frumsýningunni Sauber í dag. Mynd: Sauber Sauber liðið frumsýndi í dag nýjan 2011 keppnisbíl sinn og einnig tvo nýja ökumenn liðsins sem báðir eru frá Mexíkó. Mexíkaninn Sergio Perez mun aka sem keppnisökumaður við hlið Japanans Kamui Kobayashi, en landi Perez frá Mexíkó, Esteban Gutiegraverrez verður þróunar og varaökumaður liðsins. Nýji Sauber bíllinn var sýndur í dag á braut sem heitir Ricardo Tormo og er skammt frá Valencia á Spáni, en fyrstu æfingar keppnisliða hefjast á morgun á Spáni. Peter Sauber eigandi Sauber liðsins var á staðnum, en liðið mun nota Ferrari vél í ár, rétt eins og í fyrra. "Við viljum bæta ná í stig í meistaramótinu á reglubundinn hátt og bæta stöðu okkar á stigalistanum frá fyrra tímabili. Við höfum endurskipulagt fyrirtækið og James Key tæknistjóri liðsins skilaði góðu verki í fyrra og hann hefur umsjón með þróuna Sauber C30 Ferrari bílsins. Á sama tíma höfum við náð að fjármagna fyrirtækið fyrir tímabilið og við erum stoltir af því á þessum erfiðu tímum efnahagslega séð", sagði Sauber í fréttatilkynningu frá liðinu. Perez, nýi keppnisökumaður liðsins er 21 árs gamall og varð í öðru sæti í stigamóti ökumanna í GP mótaröðinni í fyrra á eftir Pastor Maldonado, sem verður ökumaður Williams í ár. "Ég veit hve Formúlu 1 er vandasöm, bæði fyrir ökumenn og tæknilega séð. Ég þarf að læra margt og Kamui verður mitt viðmið. Mitt markmið er að taka stöðugum framförum. Ég fæ mikinn stuðnung frá heimalandi mínu og ég vil ekki valda vonbrigðum þar", sagði Perez um væntanlega þátttöku sína í Formúlu 1. Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Vandræði meistaranna halda áfram Fótbolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sauber liðið frumsýndi í dag nýjan 2011 keppnisbíl sinn og einnig tvo nýja ökumenn liðsins sem báðir eru frá Mexíkó. Mexíkaninn Sergio Perez mun aka sem keppnisökumaður við hlið Japanans Kamui Kobayashi, en landi Perez frá Mexíkó, Esteban Gutiegraverrez verður þróunar og varaökumaður liðsins. Nýji Sauber bíllinn var sýndur í dag á braut sem heitir Ricardo Tormo og er skammt frá Valencia á Spáni, en fyrstu æfingar keppnisliða hefjast á morgun á Spáni. Peter Sauber eigandi Sauber liðsins var á staðnum, en liðið mun nota Ferrari vél í ár, rétt eins og í fyrra. "Við viljum bæta ná í stig í meistaramótinu á reglubundinn hátt og bæta stöðu okkar á stigalistanum frá fyrra tímabili. Við höfum endurskipulagt fyrirtækið og James Key tæknistjóri liðsins skilaði góðu verki í fyrra og hann hefur umsjón með þróuna Sauber C30 Ferrari bílsins. Á sama tíma höfum við náð að fjármagna fyrirtækið fyrir tímabilið og við erum stoltir af því á þessum erfiðu tímum efnahagslega séð", sagði Sauber í fréttatilkynningu frá liðinu. Perez, nýi keppnisökumaður liðsins er 21 árs gamall og varð í öðru sæti í stigamóti ökumanna í GP mótaröðinni í fyrra á eftir Pastor Maldonado, sem verður ökumaður Williams í ár. "Ég veit hve Formúlu 1 er vandasöm, bæði fyrir ökumenn og tæknilega séð. Ég þarf að læra margt og Kamui verður mitt viðmið. Mitt markmið er að taka stöðugum framförum. Ég fæ mikinn stuðnung frá heimalandi mínu og ég vil ekki valda vonbrigðum þar", sagði Perez um væntanlega þátttöku sína í Formúlu 1.
Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Vandræði meistaranna halda áfram Fótbolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira