"Hækkun í hafi“? Þórólfur Matthíasson skrifar 16. febrúar 2012 06:00 Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna lofaði fyrir þremur árum, í stjórnarsáttmála, að stofna auðlindasjóð sem sæi um innheimtu afgjalda fyrir fénýtingu einstaklinga og fyrirtækja á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Líta má á hækkun veiðigjalds í fiskveiðum undangengin ár sem veika viðleitni til að standa við þetta loforð. En loforðið er engu að síður enn óefnt að flestra manna mati. Ein ástæða þess að enn hefur ekki verið staðið við loforð um að þjóðin njóti tekna af eignum sínum er harkaleg andstaða útgerðarmanna. Minna má á endurteknar dýrar auglýsingaherferðir og síendurteknar fullyrðingar talsmanna útgerðar um að útgerðin hafi ekki efni á að greiða fyrir að nýta þjóðarauðlindina. Endurskoðendur sjávarútvegsfyrirtækjanna hafa heldur ekki dregið af sér í málafylgju fyrir skjólstæðinga sína. Sýnast sumir í þeim hópi jafn snjallir í að affegra reikninga útgerðarinnar sem þeir voru í fegrun ársreikninga bankanna á árum áður. Þeir fjármunir sem um er að tefla þegar talað er um greiðslu fyrir nýtingarréttinn á þjóðarauðlindinni jafngildir svokallaðri auðlindarentu í sjávarútvegi. Upphæðin er veruleg þrátt fyrir fullyrðingar endurskoðenda um annað. Áætla má auðlindarentuna með því að skoða leiguverðmæti aflaheimildanna. Leiguverðmæti allra aflaheimilda við Ísland eru nálægt 60 milljarðar króna á ári um þessar mundir. Líklega er leiguverðið í hærri kantinum vegna lítils framboðs og áhrifa stjórnvaldssekta á verðmyndunina. Hagstofa Íslands birtir upplýsingar úr reikningum sjávarútvegsfyrirtækja. Auðlindarentuna má auðveldlega lesa úr þeirri skýrslugjöf, en hún jafngildir nokkurn veginn hreinum hagnaði þegar fjármagnskostnaður er reiknaður með svokallaðri árskostnaðaraðferð. Myndin sem fylgir þessari grein lýsir þróun hreins hagnaðar útgerðarfyrirtækja annars vegar og útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja hins vegar. Tölur eru færðar til verðlags ársins 2011 með neysluverðsvísitölu. Myndin ber með sér að hagnaður útgerðarfyrirtækja hefur nálægt þrefaldast að verðmæti síðan 2004. Myndin ber einnig með sér að hagnaður fiskvinnslu sé býsna sveiflukenndur, en hafi batnað mjög mikið eftir hrun banka og krónu. Nú er það svo að mörg sjávarútvegsfyrirtæki hafa haslað sér völl bæði í veiðum og vinnslu. Fyrir því kunna að vera eðlileg rekstrarrök. En þessu fyrirkomulagi fylgir að fiskvinnsla er ósjaldan að kaupa hráefni af útgerðarfyrirtæki í eigu sama aðila. Með því að halda verði á ferskum fiski lágu minnkar bókfærður hagnaður útgerðarfyrirtækja en bókfærður hagnaður vinnslunnar eykst. Í leiðinni kann eigandinn að hagnast vegna þess að hlutur sjómanna (launagreiðslur sjómanna) skerðist sé fiskverð lækkað „með handafli". Raunveruleg auðlindarenta í íslenskum sjávarútvegi er því einhverstaðar milli ferlanna tveggja á línuritinu, þ.e.a.s. var á bilinu 22-45 milljarðar króna á árinu 2010 og hafði þá aukist um 20–30 milljarða á árinu 2008. Það er rétt að staldra við nokkur atriði þegar línuritið er skoðað: Í fyrsta lagi sýnir það svart á hvítu að hreinn hagnaður sjávarútvegsins hefur aukist verulega eftir hrun bankanna. Í öðru lagi er sýnt að hafi sjávarútvegurinn getað lifað af við þær aðstæður sem voru 2003 til 2007 þá getur sjávarútvegurinn auðveldlega greitt 20 milljarða plús árlega í auðlindagjald við núverandi aðstæður. Í þriðja lagi hlýtur línuritið að vekja spurningar hjá sjómönnum og þeim sem eru í forsvari fyrir launamál þeirra. Ekki verður annað séð en að verðmæti afurðanna hækki verulega „í hafi", þ.e.a.s. á leið sinni til útflutningsmarkaðanna. Stjórnarflokkarnir boða að til standi að efna loforð um að þjóðin fái að njóta tekna af sjávarauðlindinni. Vonandi gengur það eftir. Sjómenn hafa lengi krafist bættrar öryggisþjónustu. Væri það ekki viðeigandi, að nota fyrstu tvo milljarðana sem fengjust með endurbættu veiði- og/eða auðlindagjaldi til að svara því kalli og efla þyrlukost Landhelgisgæslunnar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna lofaði fyrir þremur árum, í stjórnarsáttmála, að stofna auðlindasjóð sem sæi um innheimtu afgjalda fyrir fénýtingu einstaklinga og fyrirtækja á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Líta má á hækkun veiðigjalds í fiskveiðum undangengin ár sem veika viðleitni til að standa við þetta loforð. En loforðið er engu að síður enn óefnt að flestra manna mati. Ein ástæða þess að enn hefur ekki verið staðið við loforð um að þjóðin njóti tekna af eignum sínum er harkaleg andstaða útgerðarmanna. Minna má á endurteknar dýrar auglýsingaherferðir og síendurteknar fullyrðingar talsmanna útgerðar um að útgerðin hafi ekki efni á að greiða fyrir að nýta þjóðarauðlindina. Endurskoðendur sjávarútvegsfyrirtækjanna hafa heldur ekki dregið af sér í málafylgju fyrir skjólstæðinga sína. Sýnast sumir í þeim hópi jafn snjallir í að affegra reikninga útgerðarinnar sem þeir voru í fegrun ársreikninga bankanna á árum áður. Þeir fjármunir sem um er að tefla þegar talað er um greiðslu fyrir nýtingarréttinn á þjóðarauðlindinni jafngildir svokallaðri auðlindarentu í sjávarútvegi. Upphæðin er veruleg þrátt fyrir fullyrðingar endurskoðenda um annað. Áætla má auðlindarentuna með því að skoða leiguverðmæti aflaheimildanna. Leiguverðmæti allra aflaheimilda við Ísland eru nálægt 60 milljarðar króna á ári um þessar mundir. Líklega er leiguverðið í hærri kantinum vegna lítils framboðs og áhrifa stjórnvaldssekta á verðmyndunina. Hagstofa Íslands birtir upplýsingar úr reikningum sjávarútvegsfyrirtækja. Auðlindarentuna má auðveldlega lesa úr þeirri skýrslugjöf, en hún jafngildir nokkurn veginn hreinum hagnaði þegar fjármagnskostnaður er reiknaður með svokallaðri árskostnaðaraðferð. Myndin sem fylgir þessari grein lýsir þróun hreins hagnaðar útgerðarfyrirtækja annars vegar og útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja hins vegar. Tölur eru færðar til verðlags ársins 2011 með neysluverðsvísitölu. Myndin ber með sér að hagnaður útgerðarfyrirtækja hefur nálægt þrefaldast að verðmæti síðan 2004. Myndin ber einnig með sér að hagnaður fiskvinnslu sé býsna sveiflukenndur, en hafi batnað mjög mikið eftir hrun banka og krónu. Nú er það svo að mörg sjávarútvegsfyrirtæki hafa haslað sér völl bæði í veiðum og vinnslu. Fyrir því kunna að vera eðlileg rekstrarrök. En þessu fyrirkomulagi fylgir að fiskvinnsla er ósjaldan að kaupa hráefni af útgerðarfyrirtæki í eigu sama aðila. Með því að halda verði á ferskum fiski lágu minnkar bókfærður hagnaður útgerðarfyrirtækja en bókfærður hagnaður vinnslunnar eykst. Í leiðinni kann eigandinn að hagnast vegna þess að hlutur sjómanna (launagreiðslur sjómanna) skerðist sé fiskverð lækkað „með handafli". Raunveruleg auðlindarenta í íslenskum sjávarútvegi er því einhverstaðar milli ferlanna tveggja á línuritinu, þ.e.a.s. var á bilinu 22-45 milljarðar króna á árinu 2010 og hafði þá aukist um 20–30 milljarða á árinu 2008. Það er rétt að staldra við nokkur atriði þegar línuritið er skoðað: Í fyrsta lagi sýnir það svart á hvítu að hreinn hagnaður sjávarútvegsins hefur aukist verulega eftir hrun bankanna. Í öðru lagi er sýnt að hafi sjávarútvegurinn getað lifað af við þær aðstæður sem voru 2003 til 2007 þá getur sjávarútvegurinn auðveldlega greitt 20 milljarða plús árlega í auðlindagjald við núverandi aðstæður. Í þriðja lagi hlýtur línuritið að vekja spurningar hjá sjómönnum og þeim sem eru í forsvari fyrir launamál þeirra. Ekki verður annað séð en að verðmæti afurðanna hækki verulega „í hafi", þ.e.a.s. á leið sinni til útflutningsmarkaðanna. Stjórnarflokkarnir boða að til standi að efna loforð um að þjóðin fái að njóta tekna af sjávarauðlindinni. Vonandi gengur það eftir. Sjómenn hafa lengi krafist bættrar öryggisþjónustu. Væri það ekki viðeigandi, að nota fyrstu tvo milljarðana sem fengjust með endurbættu veiði- og/eða auðlindagjaldi til að svara því kalli og efla þyrlukost Landhelgisgæslunnar?
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun