Gátu opnað Zara-búð vegna persónulegra tengsla eigenda Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. janúar 2012 21:00 Hagar gátu náð sérleyfissamningi við Zara-samsteypuna um opnun Zöru verslunar á Íslandi vegna persónulegra tengsla Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Jóns Schevings Thorsteinssonar við eiganda Zöru, Amancio Ortega, en áður en þetta gekk eftir árið 2001 höfðu fjölmargir reynt að fá sérleyfi og opna Zöru verslanir hér á landi án árangurs. Þetta kemur fram í viðtali við Finn Árnason, forstjóra Haga, í nýjasta þættinum af Klinkinu. Ortega er sérlundaður náungi en hann breytti tískuheiminum varanlega með því að ná fram ótrúlega hröðum framleiðsluferli, en tískuvörur Zöru eru aðeins tvær vikur frá teikniborðinu og til neytandans. Fyrirtækið framleiðir hátískuvörur á lágu verði. „Þetta er bylting í ferlinu og alllri lógistík með vöru. Og þetta hefur, í sambandi við þennan fatabransa, algjörlega gjörbylt öllu. Við höfum verið með framleiðslu og sölu á fatnaði í Hagkaup í langan tíma. Þar höfum við verið að fara til Austurlanda og kaupa eitthvað og það er koma til okkar 6-8 mánuðum seinna,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Finnur segist sjálfur kaupa sín föt hjá dótturfélögum Haga, en viðurkennir að kaupa líka hjá öðrum, einfaldlega af þeirri ástæðu að markaður með fatnað fyrir karlmenn á Íslandi sé fábrotinn. „Við karlarnir erum ekki nógu duglegir að kaupa okkur föt," segir Finnur. Hluti úr Klinkinu þar sem Finnur ræðir Zöru og aðdragandann að opnun búðanna hér heima má finna hér fyrir ofan. Þá má sjá nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Hagar gátu náð sérleyfissamningi við Zara-samsteypuna um opnun Zöru verslunar á Íslandi vegna persónulegra tengsla Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Jóns Schevings Thorsteinssonar við eiganda Zöru, Amancio Ortega, en áður en þetta gekk eftir árið 2001 höfðu fjölmargir reynt að fá sérleyfi og opna Zöru verslanir hér á landi án árangurs. Þetta kemur fram í viðtali við Finn Árnason, forstjóra Haga, í nýjasta þættinum af Klinkinu. Ortega er sérlundaður náungi en hann breytti tískuheiminum varanlega með því að ná fram ótrúlega hröðum framleiðsluferli, en tískuvörur Zöru eru aðeins tvær vikur frá teikniborðinu og til neytandans. Fyrirtækið framleiðir hátískuvörur á lágu verði. „Þetta er bylting í ferlinu og alllri lógistík með vöru. Og þetta hefur, í sambandi við þennan fatabransa, algjörlega gjörbylt öllu. Við höfum verið með framleiðslu og sölu á fatnaði í Hagkaup í langan tíma. Þar höfum við verið að fara til Austurlanda og kaupa eitthvað og það er koma til okkar 6-8 mánuðum seinna,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Finnur segist sjálfur kaupa sín föt hjá dótturfélögum Haga, en viðurkennir að kaupa líka hjá öðrum, einfaldlega af þeirri ástæðu að markaður með fatnað fyrir karlmenn á Íslandi sé fábrotinn. „Við karlarnir erum ekki nógu duglegir að kaupa okkur föt," segir Finnur. Hluti úr Klinkinu þar sem Finnur ræðir Zöru og aðdragandann að opnun búðanna hér heima má finna hér fyrir ofan. Þá má sjá nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira