Segir það hafa rúmast innan stefnu Haga að kaupa í 365 Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. janúar 2012 19:30 Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að Hagar hafi fjárfest í óskyldum rekstri hér á árum áður og það hafi verið ákvörðun fyrrverandi stjórnar félagsins að kaupa hlut í 365 miðlum skömmu eftir bankahrun fyrir 810 milljónir króna. Hann segir Haga hafa tapað 300 milljónum króna á þessari fjárfestingu, en svarar því ekki hvort hann hafi verið hlynntur henni. Hagar keyptu hlut í 365 miðlum ehf. fyrir 810 milljónir króna skömmu eftir bankahrun og fjármögnuðu það með handbæru fé frá rekstri. Helmingur fjárfestingarinnar var seldur Jón Ásgeiri Jóhannessyni, þáverandi aðaleiganda Haga, innan sama fjárhagsárs á sama gengi, eða fyrir 405 milljónir króna. Hinn helmingurinn, sem upphaflega kostaði 405 milljónir króna, var seldur fyrir andvirði undir 100 milljónir króna til 365 miðla, aðila fjárhagslega tengdum Jóni Ásgeiri. Þessar upplýsingar komu fram í skráningarlýsingu Haga sem lögð var fram þegar félagið var skráð í Kauphöllina í desember sl. Finnur Árnason segir að fyrrverandi eigendur Haga og stjórn félagsins hafi tekið ákvörðun um þessi kaup. Varstu hlynntur þessu? „Það eina sem ég vil segja um þetta er að ég held að það fari enginn út í fjárfestingu nema til að hagnast á henni og það átti við um þessa fjárfestingu eins og aðra. Ég held líka í þessari umræðu sem kemur upp að það sé eðlilegt að fara yfir það, að allir fjölmiðlar á Íslandi, fyrir utan Ríkisútvarpið, séu að einhverju leyti í eigu aðila í ótengdri starfsemi. Ég trúi ekki öðru en að allir hafi fjárfest til þess að hagnast." Hagar er stór viðskiptavinur 365 miðla og kaupir auglýsingar í bæði sjónvarpi og dagblöðum. Nú er Samherji stór viðskiptavinur Olís og þeir eru í viðræðum um að kaupa Olís. Eru þetta kannski svipuð rök? „Fjárfesting er bara fjárfesting. Við keyptum í fjármálastofnunum og öðru sem við litum á sem hverja aðra fjárfestingu. Við vorum ekki að kaupa í fjármálastofnunum til að fá betri vexti eða þess háttar . Ný stjórn Haga hefur hins vegar markað þá stefnu að eingöngu verði fjárfest í kjarnastarfsemi hér eftir þannig að við höfum breytt um stefnu frá því fyrir hrun. Og það er farið út í fjárfestingar með það að markmiði að hagnast á þeim." Sjá má hluta úr viðtalinu við Finn þar sem hann ræðir kaupin á 365 hér fyrir ofan. Viðtalið í nýjasta þættinum af Klinkinu í heild sinni má finna hér. Þess ber að geta að Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, er stærsti hluthafinn í 365 miðlum sem reka m.a fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Klinkið Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að Hagar hafi fjárfest í óskyldum rekstri hér á árum áður og það hafi verið ákvörðun fyrrverandi stjórnar félagsins að kaupa hlut í 365 miðlum skömmu eftir bankahrun fyrir 810 milljónir króna. Hann segir Haga hafa tapað 300 milljónum króna á þessari fjárfestingu, en svarar því ekki hvort hann hafi verið hlynntur henni. Hagar keyptu hlut í 365 miðlum ehf. fyrir 810 milljónir króna skömmu eftir bankahrun og fjármögnuðu það með handbæru fé frá rekstri. Helmingur fjárfestingarinnar var seldur Jón Ásgeiri Jóhannessyni, þáverandi aðaleiganda Haga, innan sama fjárhagsárs á sama gengi, eða fyrir 405 milljónir króna. Hinn helmingurinn, sem upphaflega kostaði 405 milljónir króna, var seldur fyrir andvirði undir 100 milljónir króna til 365 miðla, aðila fjárhagslega tengdum Jóni Ásgeiri. Þessar upplýsingar komu fram í skráningarlýsingu Haga sem lögð var fram þegar félagið var skráð í Kauphöllina í desember sl. Finnur Árnason segir að fyrrverandi eigendur Haga og stjórn félagsins hafi tekið ákvörðun um þessi kaup. Varstu hlynntur þessu? „Það eina sem ég vil segja um þetta er að ég held að það fari enginn út í fjárfestingu nema til að hagnast á henni og það átti við um þessa fjárfestingu eins og aðra. Ég held líka í þessari umræðu sem kemur upp að það sé eðlilegt að fara yfir það, að allir fjölmiðlar á Íslandi, fyrir utan Ríkisútvarpið, séu að einhverju leyti í eigu aðila í ótengdri starfsemi. Ég trúi ekki öðru en að allir hafi fjárfest til þess að hagnast." Hagar er stór viðskiptavinur 365 miðla og kaupir auglýsingar í bæði sjónvarpi og dagblöðum. Nú er Samherji stór viðskiptavinur Olís og þeir eru í viðræðum um að kaupa Olís. Eru þetta kannski svipuð rök? „Fjárfesting er bara fjárfesting. Við keyptum í fjármálastofnunum og öðru sem við litum á sem hverja aðra fjárfestingu. Við vorum ekki að kaupa í fjármálastofnunum til að fá betri vexti eða þess háttar . Ný stjórn Haga hefur hins vegar markað þá stefnu að eingöngu verði fjárfest í kjarnastarfsemi hér eftir þannig að við höfum breytt um stefnu frá því fyrir hrun. Og það er farið út í fjárfestingar með það að markmiði að hagnast á þeim." Sjá má hluta úr viðtalinu við Finn þar sem hann ræðir kaupin á 365 hér fyrir ofan. Viðtalið í nýjasta þættinum af Klinkinu í heild sinni má finna hér. Þess ber að geta að Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, er stærsti hluthafinn í 365 miðlum sem reka m.a fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.
Klinkið Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira