Ingi Þór kann öll nöfnin á nýjustu leikmönnum KR 11. janúar 2012 12:15 Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells og Hrafn Kristjánsson þjálfari bikarmeistaraliðs KR eru góðir vinir en fermingabræðurnir úr vesturbæ Reykjavíkur leggja alla vináttu á hilluna þegar liðin mætast í 8-liða úrslitum Powerade bikarkeppninnar í körfuknattleik. KR fær lið Snæfells í heimsókn en Ingi Þór hafði óskað eftir því að fá heimaleik í þessari umferð – eins og allir aðrir þjálfarar. Átta liða úrslit Powerade-bikars karla KFÍ – Hamar Fjölnir – Keflavík Tindastóll – Njarðvík KR – Snæfell „Við erum búnir að fá útileik gegn úrvalsdeildarliði allar þrjár umferðirnar en það eru vonbrigði að fá ekki heimaleik. Við erum í ágætis æfingu og ætlum að halda áfram að vinna úrvalsdeildarlið á útivelli," sagði Ingi Þór. Hrafn segir að það verði gríðarlega erfitt verkefni fyrir KR að mæta Snæfellsliðinu en KR-ingar mæta til leiks á nýju ári með þrjá nýja erlenda leikmenn. „Þetta verður í annað sinn sem við mætum liði í bikarkeppninni , sem hefur niðurlægt okkur í deildinni," sagði Hrafn en hann er með nöfnin á nýju leikmönnum KR alveg á hreinu. „Það er nánast eins og þeir séu allir búnir að vera hérna á Íslandi frá því ég fermdist," sagði Hrafn og brosti. „Þeir eru nánast allir íslenskir og komnir með KR hjartað." Ingi Þór hefur einnig lagt það á sig að læra nöfnin á nýju leikmönnunum í KR. „Já það er Massey Ferguson, Brúni og Serbinn. Það eru bara fimm leikmenn inni á vellinum og þeir sem verða með hjartaða á réttum stað vinna leikinn." Þjálfararnir eru báðir með ákveðna styrkleika sem leikmenn þrátt fyrir að það sé langt síðan þeir lögðu skóna formlega á hilluna. Þeir hafa ekki mæst í formlegum einn á einn leik og það væri fróðlegt að sjá eina slíka viðureign. „Það er ósanngjarnt að setja þetta upp sem einn á einn. Hrafn var „byssa" en ég er orðinn „byssa". Hrafn er ekki með líkamlegan styrk í mig, það er bara þannig," sagði Ingi Þór. Hrafn segir að það sé óþarfi að tvítryggja leik KR og Snæfells á Lengjunni. „Bara að setja merkið 1 á þann leik". Ingi Þór er á annarri skoðun „Það væri gott að tvítryggja, X2". Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells og Hrafn Kristjánsson þjálfari bikarmeistaraliðs KR eru góðir vinir en fermingabræðurnir úr vesturbæ Reykjavíkur leggja alla vináttu á hilluna þegar liðin mætast í 8-liða úrslitum Powerade bikarkeppninnar í körfuknattleik. KR fær lið Snæfells í heimsókn en Ingi Þór hafði óskað eftir því að fá heimaleik í þessari umferð – eins og allir aðrir þjálfarar. Átta liða úrslit Powerade-bikars karla KFÍ – Hamar Fjölnir – Keflavík Tindastóll – Njarðvík KR – Snæfell „Við erum búnir að fá útileik gegn úrvalsdeildarliði allar þrjár umferðirnar en það eru vonbrigði að fá ekki heimaleik. Við erum í ágætis æfingu og ætlum að halda áfram að vinna úrvalsdeildarlið á útivelli," sagði Ingi Þór. Hrafn segir að það verði gríðarlega erfitt verkefni fyrir KR að mæta Snæfellsliðinu en KR-ingar mæta til leiks á nýju ári með þrjá nýja erlenda leikmenn. „Þetta verður í annað sinn sem við mætum liði í bikarkeppninni , sem hefur niðurlægt okkur í deildinni," sagði Hrafn en hann er með nöfnin á nýju leikmönnum KR alveg á hreinu. „Það er nánast eins og þeir séu allir búnir að vera hérna á Íslandi frá því ég fermdist," sagði Hrafn og brosti. „Þeir eru nánast allir íslenskir og komnir með KR hjartað." Ingi Þór hefur einnig lagt það á sig að læra nöfnin á nýju leikmönnunum í KR. „Já það er Massey Ferguson, Brúni og Serbinn. Það eru bara fimm leikmenn inni á vellinum og þeir sem verða með hjartaða á réttum stað vinna leikinn." Þjálfararnir eru báðir með ákveðna styrkleika sem leikmenn þrátt fyrir að það sé langt síðan þeir lögðu skóna formlega á hilluna. Þeir hafa ekki mæst í formlegum einn á einn leik og það væri fróðlegt að sjá eina slíka viðureign. „Það er ósanngjarnt að setja þetta upp sem einn á einn. Hrafn var „byssa" en ég er orðinn „byssa". Hrafn er ekki með líkamlegan styrk í mig, það er bara þannig," sagði Ingi Þór. Hrafn segir að það sé óþarfi að tvítryggja leik KR og Snæfells á Lengjunni. „Bara að setja merkið 1 á þann leik". Ingi Þór er á annarri skoðun „Það væri gott að tvítryggja, X2".
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira