Umfjöllun og viðtöl: FH - Afturelding 24-20 Elvar Geir Magnússon skrifar 2. febrúar 2012 15:06 Mynd/Stefán Það var fín skemmtun sem boðið var upp á í kvöld í Kaplakrikanum. FH vann fjögurra marka sigur á Aftureldingu. Gestirnir frá Mosfellsbæ sprungu á lokakaflanum og heimamenn nýttu sér það. Mosfellingar léku án fyrirliða síns, Þránds Gíslasonar, sem var veikur. Þrátt fyrir það voru þeir betra liðið í fyrri hálfleik og í raun betra en hálfleikstölurnar gefa til kynna. Liðið fór illa með góð færi til að auka forystu sína og leiddu með einu marki í hálfleik. Aftureldingarliðið virtist hafa komið FH-ingum á óvart. Leikurinn var þó hnífjafn og aldrei meira en eitt mark á milli liðanna í fyrri hálfleik. Um miðjan seinni hálfleik small allt saman betur hjá FH á meðan Mosfellingar virtust missa trúna. Daníel Freyr Andrésson var klárlega maður leiksins en hann varði 25 bolta í markinu hjá FH og á stóran þátt í því að sigur vannst í kvöld. Mikilvægur sigur FH-inga í toppbaráttunni en Afturelding situr enn sem fastast í næstneðsta sæti. Reynir Þór: Erum betri en við sýndum „Mér finnst við eiga helling inni. Við áttum að vera með miklu stærra forskot í hálfleik en eitt mark, mér fannst við ekki spila eins vel og við getum," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir leikinn. „Við áttum fullan séns á að vinna FH í dag en mér fannst við ekki hafa trú á að við gætum það. Við vorum of ragir og þorðum ekki að taka af skarið, keyra almennilega í bakið á þeim og sýna áræðni. Ég hefði viljað vinna og við erum hundsvekktir að hafa ekki náð því." „Þeir fengu markvörsluna með sér en það er kannski vegna þess að okkur skorti áræðni. Menn þorðu ekki að taka á skarið." „Janúar gekk vel hjá okkur og ég er ánægður með varnarleikinn. Við skiptum um varnarafbrigði og það gekk fínt lengst um. Við hefðum átt að nýta hraðaupphlaupin betur. Við erum betri en við sýndum í kvöld." Einar Andri: Mestu máli skipta punktarnir tveir „Það tók okkur allan fyrri hálfleikinn að koma okkur í almennilegan gang. Ég bjóst kannski við því, fyrsti leikur eftir hlé og spenningur í mönnum. Við spiluðum alls ekki nægilega vel í fyrri hálfleik og vorum með átta tapaða bolta," sagði Einar Andri Einarsson, annar af þjálfurum FH. „Við gáfum Aftureldingu ódýr mörk. Síðustu 25 mínúturnar voru samt virkilega góðar af okkar hálfu. Þá var komin meiri ró yfir sókninni og menn að spila saman. „Við vissum að Afturelding hafði spilað mjög vel í æfingaleikjum í janúar og unnið toppliðin. Þeir berjast alltaf og eru með gott lið. Það er ekkert gefið á móti þeim. Þeir spiluðu mjög góða vörn." „Mestu máli skiptir að við náðum í þessa tvo punkta, það er mikilvægt að ná sér í gang. Það hefði verið erfitt að tapa í kvöld og þurfa svo að fara á Ásvelli... í Schenker-höllina meina ég. Við vorum mjög ánægðir með þetta og Danni í markinu var í sérflokki eins og venjulega." Olís-deild karla Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ Sjá meira
Það var fín skemmtun sem boðið var upp á í kvöld í Kaplakrikanum. FH vann fjögurra marka sigur á Aftureldingu. Gestirnir frá Mosfellsbæ sprungu á lokakaflanum og heimamenn nýttu sér það. Mosfellingar léku án fyrirliða síns, Þránds Gíslasonar, sem var veikur. Þrátt fyrir það voru þeir betra liðið í fyrri hálfleik og í raun betra en hálfleikstölurnar gefa til kynna. Liðið fór illa með góð færi til að auka forystu sína og leiddu með einu marki í hálfleik. Aftureldingarliðið virtist hafa komið FH-ingum á óvart. Leikurinn var þó hnífjafn og aldrei meira en eitt mark á milli liðanna í fyrri hálfleik. Um miðjan seinni hálfleik small allt saman betur hjá FH á meðan Mosfellingar virtust missa trúna. Daníel Freyr Andrésson var klárlega maður leiksins en hann varði 25 bolta í markinu hjá FH og á stóran þátt í því að sigur vannst í kvöld. Mikilvægur sigur FH-inga í toppbaráttunni en Afturelding situr enn sem fastast í næstneðsta sæti. Reynir Þór: Erum betri en við sýndum „Mér finnst við eiga helling inni. Við áttum að vera með miklu stærra forskot í hálfleik en eitt mark, mér fannst við ekki spila eins vel og við getum," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir leikinn. „Við áttum fullan séns á að vinna FH í dag en mér fannst við ekki hafa trú á að við gætum það. Við vorum of ragir og þorðum ekki að taka af skarið, keyra almennilega í bakið á þeim og sýna áræðni. Ég hefði viljað vinna og við erum hundsvekktir að hafa ekki náð því." „Þeir fengu markvörsluna með sér en það er kannski vegna þess að okkur skorti áræðni. Menn þorðu ekki að taka á skarið." „Janúar gekk vel hjá okkur og ég er ánægður með varnarleikinn. Við skiptum um varnarafbrigði og það gekk fínt lengst um. Við hefðum átt að nýta hraðaupphlaupin betur. Við erum betri en við sýndum í kvöld." Einar Andri: Mestu máli skipta punktarnir tveir „Það tók okkur allan fyrri hálfleikinn að koma okkur í almennilegan gang. Ég bjóst kannski við því, fyrsti leikur eftir hlé og spenningur í mönnum. Við spiluðum alls ekki nægilega vel í fyrri hálfleik og vorum með átta tapaða bolta," sagði Einar Andri Einarsson, annar af þjálfurum FH. „Við gáfum Aftureldingu ódýr mörk. Síðustu 25 mínúturnar voru samt virkilega góðar af okkar hálfu. Þá var komin meiri ró yfir sókninni og menn að spila saman. „Við vissum að Afturelding hafði spilað mjög vel í æfingaleikjum í janúar og unnið toppliðin. Þeir berjast alltaf og eru með gott lið. Það er ekkert gefið á móti þeim. Þeir spiluðu mjög góða vörn." „Mestu máli skiptir að við náðum í þessa tvo punkta, það er mikilvægt að ná sér í gang. Það hefði verið erfitt að tapa í kvöld og þurfa svo að fara á Ásvelli... í Schenker-höllina meina ég. Við vorum mjög ánægðir með þetta og Danni í markinu var í sérflokki eins og venjulega."
Olís-deild karla Mest lesið Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Neuer meiddist við að fagna marki Fótbolti „Ég get alltaf stólað á Collin“ Körfubolti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Sport „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Fótbolti „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Körfubolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ Sjá meira