Myndi einn fremsti fræðimaður landsins í hagfræði taka verðtryggt lán? Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. febrúar 2012 01:00 Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við HÍ og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, er ekki tilbúinn að svara því beint út hvort hann myndi taka verðtryggt eða óverðtryggt húsnæðislán ef hann þyrfti að taka slíkt lán á morgun, en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu. Hefði Gylfi svarað spurningunni neitandi, þá væri hann í raun að lýsa því yfir að hann hefði enga trú á að Seðlabankinn gæti haft taumhald á verðbólgunni, en þá væri hann í raun í leiðinni að lýsa yfir vantrausti á stefnu bankans. Seðlabanki Íslands hefur aðeins einu sinni náð verðbólgumarkmiði sínu, en það var árið 2003. Margir eru þeirrar skoðunar að þetta sé ein helsta birtingarmynd þess að peningastefnan hafi ekki virkað fyrir hrun og að Ísland ráði ekki við sjálfstæðan gjaldmiðil. Aðeins eitt ríki í heiminum með eina milljón íbúa eða færri er með sjálfstæðan gjaldmiðil og það er Ísland. Í þættinum fór Gylfi yfir valkosti Íslands í peningamálum. Mjög skiptar skoðanir eru um hvaða stefnu Ísland eigi að taka í þesum efnum fari svo að þjóðin felli aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, en aðild að ESB er nauðsynlegur undanfari aðildar að Evrópska myntbandalaginu og upptöku evru. Í þættinum fór Gylfi einnig yfir þá þversögn sem birtist í málflutningi þeirra sem telja að Íslendingar eigi að halda í krónuna og að Seðlabankinn hafi gert allt rétt við framkvæmd peningastefnunnar fyrir hrun, en Seðlabankanum tókst ekki að afstýra innistæðulausu risi krónunnar og hruninu sem var eðlileg afleiðing af því. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, hefur reifað svipuð álitaefni í vikulegum pistli sínum í Fréttablaðinu, en hann hefur kallað eftir því að menn útskýri þá þversögn sem birtist í þeim málflutningi að Seðlabankinn hafi gert allt rétt í aðdraganda hrunsins og að stöðugleikinn snúist bara um góða stjórnun á krónunni. Á sama tíma eru erlendir sérfræðingar eins og Paul Krugman og Martin Wolf að mæla því að Ísland haldi í krónuna, en með bættri hagstjórn og peningastefnu. Hvaða leið á Ísland að fara í þessum efnum? Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni hér. thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við HÍ og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, er ekki tilbúinn að svara því beint út hvort hann myndi taka verðtryggt eða óverðtryggt húsnæðislán ef hann þyrfti að taka slíkt lán á morgun, en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu. Hefði Gylfi svarað spurningunni neitandi, þá væri hann í raun að lýsa því yfir að hann hefði enga trú á að Seðlabankinn gæti haft taumhald á verðbólgunni, en þá væri hann í raun í leiðinni að lýsa yfir vantrausti á stefnu bankans. Seðlabanki Íslands hefur aðeins einu sinni náð verðbólgumarkmiði sínu, en það var árið 2003. Margir eru þeirrar skoðunar að þetta sé ein helsta birtingarmynd þess að peningastefnan hafi ekki virkað fyrir hrun og að Ísland ráði ekki við sjálfstæðan gjaldmiðil. Aðeins eitt ríki í heiminum með eina milljón íbúa eða færri er með sjálfstæðan gjaldmiðil og það er Ísland. Í þættinum fór Gylfi yfir valkosti Íslands í peningamálum. Mjög skiptar skoðanir eru um hvaða stefnu Ísland eigi að taka í þesum efnum fari svo að þjóðin felli aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, en aðild að ESB er nauðsynlegur undanfari aðildar að Evrópska myntbandalaginu og upptöku evru. Í þættinum fór Gylfi einnig yfir þá þversögn sem birtist í málflutningi þeirra sem telja að Íslendingar eigi að halda í krónuna og að Seðlabankinn hafi gert allt rétt við framkvæmd peningastefnunnar fyrir hrun, en Seðlabankanum tókst ekki að afstýra innistæðulausu risi krónunnar og hruninu sem var eðlileg afleiðing af því. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, hefur reifað svipuð álitaefni í vikulegum pistli sínum í Fréttablaðinu, en hann hefur kallað eftir því að menn útskýri þá þversögn sem birtist í þeim málflutningi að Seðlabankinn hafi gert allt rétt í aðdraganda hrunsins og að stöðugleikinn snúist bara um góða stjórnun á krónunni. Á sama tíma eru erlendir sérfræðingar eins og Paul Krugman og Martin Wolf að mæla því að Ísland haldi í krónuna, en með bættri hagstjórn og peningastefnu. Hvaða leið á Ísland að fara í þessum efnum? Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni hér. thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira