Þórður Magnússon: Búið að "hringla alveg óskaplega í sköttunum“ 28. mars 2012 11:11 Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest og Marorku. Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest og Marorku, segir að ýmislegt hafi verið vel gert hér á landi varðandi nýsköpun, t.d. hafi Tækniþróunarsjóður skipt sköpum fyrir mörg fyrirtæki og fjárfestingar hans margborgað sig til baka. Þetta kemur m.a. fram í ítarlegu viðtali við Þórð í viðtalsþættinum Klinkinu, sem aðgengilegur er á viðskiptavef Vísis. Þórður ræðir ítarlega um fjárfestingar í nýsköpunargeiranum, skattaumhverfið og einnig um álitamál er tengjast peningastefnu. „Það er búið að hringla alveg óskaplega í sköttunum, og sumt hefur hreinilega verið slegið af sem hefur verið boðað," segir Þórður m.a. og bendir á að þetta hafi átt við um skattlagningu á vaxtagreiðslur til erlendra aðila. „Þá héldu menn því fram að hálfu fjármálaráðuneytisins að hinn erlendi lánveitandi myndi greiða þessa skatta, þrátt fyrir að mönnum hafi verið sagt frá því að það væru ákvæði í lánasamningum um að lántakinn myndi taka á sig skattlagningu af þessu tagi. En það er nú búið að vinda ofan af þessu, en þetta stóð í eitt ár...Aðalmálið er að skattalegt umhverfi þarf að standast samanburð við það sem gengur og gerist annars staðar, annars leitar atvinnan í annað umhverfi og frá landinu, þó það geti tekið langan tíma." Þórður segir endurgreiðslu á 20 prósent af þróunar- og rannsóknarkostnaði hjá minni nýsköpunarfyrirtækjum vera afar mikilvæga og styðji vel við nýsköpunarstarf. Endurgreiðsla á skatti, t.d. í kvikmyndageiranum, skipti einnig máli. Þegar kemur að nýsköpunarverkefnum þurfi menn að gera sér grein fyrir því, að nánast öruggt sé að grunnhugmyndin muni taka breytingum frá því hún varð fyrst til. Mikilvægt sé að styrkja tæknilegan grunn hugmynda og sýna þolinmæði. „Over night success takes eleven years (Árangur yfir nótt tekur ellefu ár)," segir Þórður. Sjá má ítarlegt viðtal við Þórð hér. Klinkið Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest og Marorku, segir að ýmislegt hafi verið vel gert hér á landi varðandi nýsköpun, t.d. hafi Tækniþróunarsjóður skipt sköpum fyrir mörg fyrirtæki og fjárfestingar hans margborgað sig til baka. Þetta kemur m.a. fram í ítarlegu viðtali við Þórð í viðtalsþættinum Klinkinu, sem aðgengilegur er á viðskiptavef Vísis. Þórður ræðir ítarlega um fjárfestingar í nýsköpunargeiranum, skattaumhverfið og einnig um álitamál er tengjast peningastefnu. „Það er búið að hringla alveg óskaplega í sköttunum, og sumt hefur hreinilega verið slegið af sem hefur verið boðað," segir Þórður m.a. og bendir á að þetta hafi átt við um skattlagningu á vaxtagreiðslur til erlendra aðila. „Þá héldu menn því fram að hálfu fjármálaráðuneytisins að hinn erlendi lánveitandi myndi greiða þessa skatta, þrátt fyrir að mönnum hafi verið sagt frá því að það væru ákvæði í lánasamningum um að lántakinn myndi taka á sig skattlagningu af þessu tagi. En það er nú búið að vinda ofan af þessu, en þetta stóð í eitt ár...Aðalmálið er að skattalegt umhverfi þarf að standast samanburð við það sem gengur og gerist annars staðar, annars leitar atvinnan í annað umhverfi og frá landinu, þó það geti tekið langan tíma." Þórður segir endurgreiðslu á 20 prósent af þróunar- og rannsóknarkostnaði hjá minni nýsköpunarfyrirtækjum vera afar mikilvæga og styðji vel við nýsköpunarstarf. Endurgreiðsla á skatti, t.d. í kvikmyndageiranum, skipti einnig máli. Þegar kemur að nýsköpunarverkefnum þurfi menn að gera sér grein fyrir því, að nánast öruggt sé að grunnhugmyndin muni taka breytingum frá því hún varð fyrst til. Mikilvægt sé að styrkja tæknilegan grunn hugmynda og sýna þolinmæði. „Over night success takes eleven years (Árangur yfir nótt tekur ellefu ár)," segir Þórður. Sjá má ítarlegt viðtal við Þórð hér.
Klinkið Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira