Hamilton fær 3 milljarða á ári og vill nýjan samning við McLaren Birgir Þór Harðarson skrifar 21. apríl 2012 06:00 Hamilton líður vel hjá McLaren og vill halda áfram að aka fyrir liðið. nordicphotos/afp Lewis Hamilton er tilbúinn að eyða næstu Formúlu 1-árum sínum hjá McLaren og vill fá nýjan samning. Núgildandi samningur hans rennur út í ár en þá hefur hann gilt í fimm ár og skilað honum rúmum þremur milljörðum króna á ári. Hamilton hefur ekið fyrir McLaren síðan árið 2007 þegar hann ók fyrst í Formúlu 1. Hann varð heimsmeistari með liðinu ári síðar og verið í titilbaráttu allar götur síðan. Hamilton er jafnframt talinn einn hæfileikaríkasti ökuþór formúlunnar. "Það þarf enginn að sannfæra mig um að vera hér áfram," sagði Hamilton. "Liðið er að gera frábæra hluti og ég gæti ekki verið ánægðari. Mér líður eins og ég geti ekki yfirgefið þetta." Bretinn hæfileikaríki hefur þó verið á mála hjá McLaren í lengri tíma, eða alveg síðan hann var 13 ára gamall. Þá tók Ron Dennis, fyrrum liðstjóri McLaren, Hamilton keppa í neðri deildum mótorsports og ákvað að styðja við bakið á honum. Ekki er ár liðið síðan það sást til Hamilton og Christian Horner, liðstjóra Red Bull, ræða saman í einrúmi fyrir kanadíska kappaksturinn. Var það talið merki um að Lewis væri þá þegar farinn að huga að framtíð sinni í Formúlu 1 og að hann vildi hugsanlega færa sig um set. Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton er tilbúinn að eyða næstu Formúlu 1-árum sínum hjá McLaren og vill fá nýjan samning. Núgildandi samningur hans rennur út í ár en þá hefur hann gilt í fimm ár og skilað honum rúmum þremur milljörðum króna á ári. Hamilton hefur ekið fyrir McLaren síðan árið 2007 þegar hann ók fyrst í Formúlu 1. Hann varð heimsmeistari með liðinu ári síðar og verið í titilbaráttu allar götur síðan. Hamilton er jafnframt talinn einn hæfileikaríkasti ökuþór formúlunnar. "Það þarf enginn að sannfæra mig um að vera hér áfram," sagði Hamilton. "Liðið er að gera frábæra hluti og ég gæti ekki verið ánægðari. Mér líður eins og ég geti ekki yfirgefið þetta." Bretinn hæfileikaríki hefur þó verið á mála hjá McLaren í lengri tíma, eða alveg síðan hann var 13 ára gamall. Þá tók Ron Dennis, fyrrum liðstjóri McLaren, Hamilton keppa í neðri deildum mótorsports og ákvað að styðja við bakið á honum. Ekki er ár liðið síðan það sást til Hamilton og Christian Horner, liðstjóra Red Bull, ræða saman í einrúmi fyrir kanadíska kappaksturinn. Var það talið merki um að Lewis væri þá þegar farinn að huga að framtíð sinni í Formúlu 1 og að hann vildi hugsanlega færa sig um set.
Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira