Peningamálin eiga að vera „fyrsta og síðasta mál allra funda“ Magnús Halldórsson skrifar 7. júní 2012 14:30 Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að málefni er varða peningamálstefnu fyrir Ísland til framtíðar, eigi að vera fyrsta mál hvers einasta fundar ríkisstjórnarinnar og einnig hið síðasta. „Þetta mál er svo stórt, og varðar svo ríka almannahagsmuni, að það er algjörlega nauðsynlegt að færa það enn framar í forgangsröðina en gert hefur verið nú þegar," segir Illugi í ítarlegu viðtali í nýjasta þætti Klinksins. Illugi segir stjórnmálamenn hafa í reynd brugðist þegar kemur að umræðu um peningamálastefnuna eftir hrunið, ekki síst stjórnarflokkarnir, þar sem þeir virðist leggja allt sitt traust á Seðlabanka Íslands þegar að þessari vinnu kemur. Reyndin sé sú að peningamálastefnan sé verkefni sem stjórnmálamenn þurfi að móta og ná víðtækri sátt um. Þar þurfi allir flokkar að vera tilbúnir að gefa eitthvað eftir til þess að ná niðurstöðu sem ásættanleg sé. Sjálfur segist hann þess fullviss að mögulegt sé að halda í krónuna sem gjaldmiðil, ef stefna í opinberum fjármálaum sé stokkuð upp, bæði hjá ríkinu og sveitarfélögunum. Þá segir hann að umræða um þessi mál verði að skoðast í alþjóðlegu samhengi. Erfiðleikarnir í Evrópu, ekki síst, snúist um sjálfbærni. Þar þurfi stjórnmálamenn í reynd „að fórna ferli sínum" til þess að kalla fram nauðsynlegar breytingar. Stjórnmálamenn geti ekki reiknað með því að kjósendur styðji við stórfelldan niðurskurð útgjalda og fleiri sársaukafullar ákvarðanir. Allir valkostir sem í boði eru séu erfiðir. Þá segir Illugi að það ár sem nú sé til næstu þingkosninga verði vafalítið afdrifaríkt þegar kemur að pólitísku landslagi og stefnu í efnahagsmálum. Mikil óvissa sé í spilunum um hvernig ríkisstjórn geti verið samsett þannig að hún hafi traustan meirihluta eftir að talið hefur verið upp úr kössunum. Ekki sé ólíklegt að ný framboð muni hafa töluverð áhrif á stöðu mála. Þá geti deilur um auðlindanýtingu orðið harðar, enda stefna flokkanna ólík í þeim málum. Sjá má viðtalið við Illuga í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að málefni er varða peningamálstefnu fyrir Ísland til framtíðar, eigi að vera fyrsta mál hvers einasta fundar ríkisstjórnarinnar og einnig hið síðasta. „Þetta mál er svo stórt, og varðar svo ríka almannahagsmuni, að það er algjörlega nauðsynlegt að færa það enn framar í forgangsröðina en gert hefur verið nú þegar," segir Illugi í ítarlegu viðtali í nýjasta þætti Klinksins. Illugi segir stjórnmálamenn hafa í reynd brugðist þegar kemur að umræðu um peningamálastefnuna eftir hrunið, ekki síst stjórnarflokkarnir, þar sem þeir virðist leggja allt sitt traust á Seðlabanka Íslands þegar að þessari vinnu kemur. Reyndin sé sú að peningamálastefnan sé verkefni sem stjórnmálamenn þurfi að móta og ná víðtækri sátt um. Þar þurfi allir flokkar að vera tilbúnir að gefa eitthvað eftir til þess að ná niðurstöðu sem ásættanleg sé. Sjálfur segist hann þess fullviss að mögulegt sé að halda í krónuna sem gjaldmiðil, ef stefna í opinberum fjármálaum sé stokkuð upp, bæði hjá ríkinu og sveitarfélögunum. Þá segir hann að umræða um þessi mál verði að skoðast í alþjóðlegu samhengi. Erfiðleikarnir í Evrópu, ekki síst, snúist um sjálfbærni. Þar þurfi stjórnmálamenn í reynd „að fórna ferli sínum" til þess að kalla fram nauðsynlegar breytingar. Stjórnmálamenn geti ekki reiknað með því að kjósendur styðji við stórfelldan niðurskurð útgjalda og fleiri sársaukafullar ákvarðanir. Allir valkostir sem í boði eru séu erfiðir. Þá segir Illugi að það ár sem nú sé til næstu þingkosninga verði vafalítið afdrifaríkt þegar kemur að pólitísku landslagi og stefnu í efnahagsmálum. Mikil óvissa sé í spilunum um hvernig ríkisstjórn geti verið samsett þannig að hún hafi traustan meirihluta eftir að talið hefur verið upp úr kössunum. Ekki sé ólíklegt að ný framboð muni hafa töluverð áhrif á stöðu mála. Þá geti deilur um auðlindanýtingu orðið harðar, enda stefna flokkanna ólík í þeim málum. Sjá má viðtalið við Illuga í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira