Þráinn: Vorum búnir að búa Einar Daða undir ýmislegt en ekki þetta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2012 07:00 Einar Daði í keppni í kringlukasti. Mynd / Ivano Catini Einar Daði Lárusson, tugþrautarmaður, lenti í þeirri leiðinlegu stöðu að langt kast hans í kringlukastkeppni gærdagsins var dæmt ógilt. Þjálfari hans, Þráinn Hafsteinsson, segir atvikið hafa sett Einar Daða aðeins út af laginu. Dómarar í kringlukastkeppninni dæmdu kast Einars Daða ógilt og sögðu hann hafa stigið upp á kantinn í kasthringnum. Kastið var á milli 38 og 39 metra en eina gilda kast hans í keppninni var 35.95 metrar. Einar Daði varð líklega af um 50 stigum sökum þessa. „Ég fann ekkert að þessu og sá ekkert að þessu. Fyrsta kastið sem ég náði gildu var öryggiskast. Það var allt í lagi en samt ekki nógu gott. Svo voru tvö köst í röð dæmd ógild. Lengsta kastið var frekar langt, við mitt besta og mögulega mitt lengsta í keppni. Ég mótmælti þessu og við kærðum" sagði Einar Daði en ekkert kom út úr kærunni. Einar Daði vildi ekki gera of mikið úr atvikinu en taldi mögulegt að atvikið hefði haft áhrif á frammistöðu hans í næstu greinum án þess að vera viss. „Það fór smá tími í þetta og orka. Maður er ekki í alveg jafnmiklu stuði þegar maður veit að maður er að missa stig. Ég datt aðeins úr stuði," sagði Einar Daði sem var þó ánægður með að hafa haldið haus í gegnum mótlætið. Þráinn segir þjálfarateymið hafa undirbúið Einar Daða undir ýmislegt en ekki þetta. „Við vorum búnir að búa hann undir allt mögulegt; vont veður, rigningu og rok en þetta vorum við ekki búnir að æfa. Hann verður tilbúinn í þetta næst," sagði Þráinn og Einar Daði tekur undir það. „Maður lærir svo mikið af atvikum sem þessu í kringlunni. Að taka hlutunum með ró og skynsemi. Ég held að það eigi eftir að gefa mér mikið í framhaldinu að hafa farið í gegnum þetta mót," sagði Einar Daði. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Einar Daði: Rosalega gaman að keppa fyrir framan allt þetta fólk Einar Daði Lárusson, frjálsíþróttamaður úr ÍR, lauk í dag sinni fyrstu tugþraut á stórmóti í frjálsum íþróttum. Einar Daði hafnaði í 13. sæti á Evrópumeistaramótinu í Helsinki með 7.653 stig sem er hans næstbesti árangur í þraut. 28. júní 2012 18:12 Einar Daði í 13. sæti í tugþraut á EM í frjálsum ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson endaði í 13. sæti á Evrópumótinu í frjálsum en hann endaði þrautina á því að fá 684 stig í lokagreininni sem var 1500 metra hlaup. 28. júní 2012 16:56 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
Einar Daði Lárusson, tugþrautarmaður, lenti í þeirri leiðinlegu stöðu að langt kast hans í kringlukastkeppni gærdagsins var dæmt ógilt. Þjálfari hans, Þráinn Hafsteinsson, segir atvikið hafa sett Einar Daða aðeins út af laginu. Dómarar í kringlukastkeppninni dæmdu kast Einars Daða ógilt og sögðu hann hafa stigið upp á kantinn í kasthringnum. Kastið var á milli 38 og 39 metra en eina gilda kast hans í keppninni var 35.95 metrar. Einar Daði varð líklega af um 50 stigum sökum þessa. „Ég fann ekkert að þessu og sá ekkert að þessu. Fyrsta kastið sem ég náði gildu var öryggiskast. Það var allt í lagi en samt ekki nógu gott. Svo voru tvö köst í röð dæmd ógild. Lengsta kastið var frekar langt, við mitt besta og mögulega mitt lengsta í keppni. Ég mótmælti þessu og við kærðum" sagði Einar Daði en ekkert kom út úr kærunni. Einar Daði vildi ekki gera of mikið úr atvikinu en taldi mögulegt að atvikið hefði haft áhrif á frammistöðu hans í næstu greinum án þess að vera viss. „Það fór smá tími í þetta og orka. Maður er ekki í alveg jafnmiklu stuði þegar maður veit að maður er að missa stig. Ég datt aðeins úr stuði," sagði Einar Daði sem var þó ánægður með að hafa haldið haus í gegnum mótlætið. Þráinn segir þjálfarateymið hafa undirbúið Einar Daða undir ýmislegt en ekki þetta. „Við vorum búnir að búa hann undir allt mögulegt; vont veður, rigningu og rok en þetta vorum við ekki búnir að æfa. Hann verður tilbúinn í þetta næst," sagði Þráinn og Einar Daði tekur undir það. „Maður lærir svo mikið af atvikum sem þessu í kringlunni. Að taka hlutunum með ró og skynsemi. Ég held að það eigi eftir að gefa mér mikið í framhaldinu að hafa farið í gegnum þetta mót," sagði Einar Daði.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Einar Daði: Rosalega gaman að keppa fyrir framan allt þetta fólk Einar Daði Lárusson, frjálsíþróttamaður úr ÍR, lauk í dag sinni fyrstu tugþraut á stórmóti í frjálsum íþróttum. Einar Daði hafnaði í 13. sæti á Evrópumeistaramótinu í Helsinki með 7.653 stig sem er hans næstbesti árangur í þraut. 28. júní 2012 18:12 Einar Daði í 13. sæti í tugþraut á EM í frjálsum ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson endaði í 13. sæti á Evrópumótinu í frjálsum en hann endaði þrautina á því að fá 684 stig í lokagreininni sem var 1500 metra hlaup. 28. júní 2012 16:56 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
Einar Daði: Rosalega gaman að keppa fyrir framan allt þetta fólk Einar Daði Lárusson, frjálsíþróttamaður úr ÍR, lauk í dag sinni fyrstu tugþraut á stórmóti í frjálsum íþróttum. Einar Daði hafnaði í 13. sæti á Evrópumeistaramótinu í Helsinki með 7.653 stig sem er hans næstbesti árangur í þraut. 28. júní 2012 18:12
Einar Daði í 13. sæti í tugþraut á EM í frjálsum ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson endaði í 13. sæti á Evrópumótinu í frjálsum en hann endaði þrautina á því að fá 684 stig í lokagreininni sem var 1500 metra hlaup. 28. júní 2012 16:56
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti