Þráinn: Vorum búnir að búa Einar Daða undir ýmislegt en ekki þetta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2012 07:00 Einar Daði í keppni í kringlukasti. Mynd / Ivano Catini Einar Daði Lárusson, tugþrautarmaður, lenti í þeirri leiðinlegu stöðu að langt kast hans í kringlukastkeppni gærdagsins var dæmt ógilt. Þjálfari hans, Þráinn Hafsteinsson, segir atvikið hafa sett Einar Daða aðeins út af laginu. Dómarar í kringlukastkeppninni dæmdu kast Einars Daða ógilt og sögðu hann hafa stigið upp á kantinn í kasthringnum. Kastið var á milli 38 og 39 metra en eina gilda kast hans í keppninni var 35.95 metrar. Einar Daði varð líklega af um 50 stigum sökum þessa. „Ég fann ekkert að þessu og sá ekkert að þessu. Fyrsta kastið sem ég náði gildu var öryggiskast. Það var allt í lagi en samt ekki nógu gott. Svo voru tvö köst í röð dæmd ógild. Lengsta kastið var frekar langt, við mitt besta og mögulega mitt lengsta í keppni. Ég mótmælti þessu og við kærðum" sagði Einar Daði en ekkert kom út úr kærunni. Einar Daði vildi ekki gera of mikið úr atvikinu en taldi mögulegt að atvikið hefði haft áhrif á frammistöðu hans í næstu greinum án þess að vera viss. „Það fór smá tími í þetta og orka. Maður er ekki í alveg jafnmiklu stuði þegar maður veit að maður er að missa stig. Ég datt aðeins úr stuði," sagði Einar Daði sem var þó ánægður með að hafa haldið haus í gegnum mótlætið. Þráinn segir þjálfarateymið hafa undirbúið Einar Daða undir ýmislegt en ekki þetta. „Við vorum búnir að búa hann undir allt mögulegt; vont veður, rigningu og rok en þetta vorum við ekki búnir að æfa. Hann verður tilbúinn í þetta næst," sagði Þráinn og Einar Daði tekur undir það. „Maður lærir svo mikið af atvikum sem þessu í kringlunni. Að taka hlutunum með ró og skynsemi. Ég held að það eigi eftir að gefa mér mikið í framhaldinu að hafa farið í gegnum þetta mót," sagði Einar Daði. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Einar Daði: Rosalega gaman að keppa fyrir framan allt þetta fólk Einar Daði Lárusson, frjálsíþróttamaður úr ÍR, lauk í dag sinni fyrstu tugþraut á stórmóti í frjálsum íþróttum. Einar Daði hafnaði í 13. sæti á Evrópumeistaramótinu í Helsinki með 7.653 stig sem er hans næstbesti árangur í þraut. 28. júní 2012 18:12 Einar Daði í 13. sæti í tugþraut á EM í frjálsum ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson endaði í 13. sæti á Evrópumótinu í frjálsum en hann endaði þrautina á því að fá 684 stig í lokagreininni sem var 1500 metra hlaup. 28. júní 2012 16:56 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Sjá meira
Einar Daði Lárusson, tugþrautarmaður, lenti í þeirri leiðinlegu stöðu að langt kast hans í kringlukastkeppni gærdagsins var dæmt ógilt. Þjálfari hans, Þráinn Hafsteinsson, segir atvikið hafa sett Einar Daða aðeins út af laginu. Dómarar í kringlukastkeppninni dæmdu kast Einars Daða ógilt og sögðu hann hafa stigið upp á kantinn í kasthringnum. Kastið var á milli 38 og 39 metra en eina gilda kast hans í keppninni var 35.95 metrar. Einar Daði varð líklega af um 50 stigum sökum þessa. „Ég fann ekkert að þessu og sá ekkert að þessu. Fyrsta kastið sem ég náði gildu var öryggiskast. Það var allt í lagi en samt ekki nógu gott. Svo voru tvö köst í röð dæmd ógild. Lengsta kastið var frekar langt, við mitt besta og mögulega mitt lengsta í keppni. Ég mótmælti þessu og við kærðum" sagði Einar Daði en ekkert kom út úr kærunni. Einar Daði vildi ekki gera of mikið úr atvikinu en taldi mögulegt að atvikið hefði haft áhrif á frammistöðu hans í næstu greinum án þess að vera viss. „Það fór smá tími í þetta og orka. Maður er ekki í alveg jafnmiklu stuði þegar maður veit að maður er að missa stig. Ég datt aðeins úr stuði," sagði Einar Daði sem var þó ánægður með að hafa haldið haus í gegnum mótlætið. Þráinn segir þjálfarateymið hafa undirbúið Einar Daða undir ýmislegt en ekki þetta. „Við vorum búnir að búa hann undir allt mögulegt; vont veður, rigningu og rok en þetta vorum við ekki búnir að æfa. Hann verður tilbúinn í þetta næst," sagði Þráinn og Einar Daði tekur undir það. „Maður lærir svo mikið af atvikum sem þessu í kringlunni. Að taka hlutunum með ró og skynsemi. Ég held að það eigi eftir að gefa mér mikið í framhaldinu að hafa farið í gegnum þetta mót," sagði Einar Daði.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Einar Daði: Rosalega gaman að keppa fyrir framan allt þetta fólk Einar Daði Lárusson, frjálsíþróttamaður úr ÍR, lauk í dag sinni fyrstu tugþraut á stórmóti í frjálsum íþróttum. Einar Daði hafnaði í 13. sæti á Evrópumeistaramótinu í Helsinki með 7.653 stig sem er hans næstbesti árangur í þraut. 28. júní 2012 18:12 Einar Daði í 13. sæti í tugþraut á EM í frjálsum ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson endaði í 13. sæti á Evrópumótinu í frjálsum en hann endaði þrautina á því að fá 684 stig í lokagreininni sem var 1500 metra hlaup. 28. júní 2012 16:56 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Sjá meira
Einar Daði: Rosalega gaman að keppa fyrir framan allt þetta fólk Einar Daði Lárusson, frjálsíþróttamaður úr ÍR, lauk í dag sinni fyrstu tugþraut á stórmóti í frjálsum íþróttum. Einar Daði hafnaði í 13. sæti á Evrópumeistaramótinu í Helsinki með 7.653 stig sem er hans næstbesti árangur í þraut. 28. júní 2012 18:12
Einar Daði í 13. sæti í tugþraut á EM í frjálsum ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson endaði í 13. sæti á Evrópumótinu í frjálsum en hann endaði þrautina á því að fá 684 stig í lokagreininni sem var 1500 metra hlaup. 28. júní 2012 16:56