Byrjaði með aðeins 30 pund í vasanum en er milljarðamæringur í dag 14. ágúst 2012 15:33 Malcolm Walker, stofnandi og eigandi Iceland Foods, segir að einfaldleiki sé lykillinn að velgengni fyrirtækisins. Walker byrjaði aðeins með 30 pund í vasanum og eina búð í bænum Oswestry á Englandi, skammt frá velsku landamærunum. Í dag er hann milljarðamæringur og á sinn eigin bát. Walker, sem er afslappaður alþýðumaður í grunninn, er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu, en í viðtalinu fer hann yfir víðan völl, allt frá frosinni matvöru til vandans á evrusvæðinu. Velgengni og vöxtur Iceland búðanna er ævintýri líkastur, en lífsskoðun Walkers er einföld. Lítil yfirbygging og einfaldleiki. Í lok dags skipti bara eitt máli, hvort meira hafi komið í kassann en hafi farið út. Þess vegna trúi hann ekki á langtíma rekstraráætlanir.Frosin matvæli aðeins þriðjungur af sölu, þvert á það sem allir halda „Þetta er þróun. Það hefur breyst í gegnum tíðina. Það eru 42 ár síðan ég stofnaði fyrirtækið og þetta var allt öðruvísi rekstur þá. En þetta snýst um að vera vakandi og breytast eftir því sem markaðurinn breytist. Við höfum aldrei verið með neina áætlun. Þegar við þurfum að afla fjár fyrir einhverju hjá bönkunum þarf maður að koma með fimm ára áætlun. En hún breytist á hverjum mánudagsmorgni, eftir því hvernig sala síðustu viku var. En staða okkar núna er þannig, og hefur verið það síðustu fimm eða sex ár, að við erum ekki frystimiðstöð við seljum ekki bara frosnar vörur. Allir halda það, en það er bara þriðjungur af sölu okkar," segir Malcolm Walker. „Frosinn matur er það sem við hugsum um, það sem við auglýsum, hann er ástæða þess að við erum til. En tveir þriðju af sölunni hjá okkur er ófrosin vara." Walker fer í viðtalinu yfir aðdraganda þess að hann snéri aftur til Iceland árið 2005 en áður hafði Baugur eignast fjórðungshlut í fyrirtækinu. „Baugur kom inn og keypti 25% og þegar ég sá verðgildið halda áfram að lækka hafði ég samband við Jón Ásgeir. Ég hitti hann á skrifstofu hans í London. Skrýtinn náungi. Sítt hár, leðurjakki. Ekki venjulegur breskur kaupsýslumaður. En okkur kom mjög vel saman," segir Walker. Walker segir að samskiptin við Landsbankinn hafi gengið ágætlega eftir gjaldþrot Baugs, en Landsbankinn átti 67 prósenta hlut í Iceland Foods. Það sem er merkilegt er að hann segist eiginlega aldrei hafa hitt Lárentsínus Kristjánsson hjá skilanefnd Landsbankans. Öll samskipti hafi farið í gegnum Baldvin Valtýsson, „Badda." Viðtalið í heild sinni má finna hér. Klinkið Tengdar fréttir "Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru" "Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru," segir Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods, en hann er í viðtali í nýjasta þættinum af Klinkinu. 13. ágúst 2012 13:57 Malcolm Walker: Greiði fyrir Baugsfeðga Vöxtur og uppgangur Iceland Foods í Bretlandi er ævintýri líkastur. Malcolm Walker stofnaði verslunina 1970 í Bretlandi og óx fyrirtækið jafnt og þétt. 12. ágúst 2012 19:44 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Malcolm Walker, stofnandi og eigandi Iceland Foods, segir að einfaldleiki sé lykillinn að velgengni fyrirtækisins. Walker byrjaði aðeins með 30 pund í vasanum og eina búð í bænum Oswestry á Englandi, skammt frá velsku landamærunum. Í dag er hann milljarðamæringur og á sinn eigin bát. Walker, sem er afslappaður alþýðumaður í grunninn, er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu, en í viðtalinu fer hann yfir víðan völl, allt frá frosinni matvöru til vandans á evrusvæðinu. Velgengni og vöxtur Iceland búðanna er ævintýri líkastur, en lífsskoðun Walkers er einföld. Lítil yfirbygging og einfaldleiki. Í lok dags skipti bara eitt máli, hvort meira hafi komið í kassann en hafi farið út. Þess vegna trúi hann ekki á langtíma rekstraráætlanir.Frosin matvæli aðeins þriðjungur af sölu, þvert á það sem allir halda „Þetta er þróun. Það hefur breyst í gegnum tíðina. Það eru 42 ár síðan ég stofnaði fyrirtækið og þetta var allt öðruvísi rekstur þá. En þetta snýst um að vera vakandi og breytast eftir því sem markaðurinn breytist. Við höfum aldrei verið með neina áætlun. Þegar við þurfum að afla fjár fyrir einhverju hjá bönkunum þarf maður að koma með fimm ára áætlun. En hún breytist á hverjum mánudagsmorgni, eftir því hvernig sala síðustu viku var. En staða okkar núna er þannig, og hefur verið það síðustu fimm eða sex ár, að við erum ekki frystimiðstöð við seljum ekki bara frosnar vörur. Allir halda það, en það er bara þriðjungur af sölu okkar," segir Malcolm Walker. „Frosinn matur er það sem við hugsum um, það sem við auglýsum, hann er ástæða þess að við erum til. En tveir þriðju af sölunni hjá okkur er ófrosin vara." Walker fer í viðtalinu yfir aðdraganda þess að hann snéri aftur til Iceland árið 2005 en áður hafði Baugur eignast fjórðungshlut í fyrirtækinu. „Baugur kom inn og keypti 25% og þegar ég sá verðgildið halda áfram að lækka hafði ég samband við Jón Ásgeir. Ég hitti hann á skrifstofu hans í London. Skrýtinn náungi. Sítt hár, leðurjakki. Ekki venjulegur breskur kaupsýslumaður. En okkur kom mjög vel saman," segir Walker. Walker segir að samskiptin við Landsbankinn hafi gengið ágætlega eftir gjaldþrot Baugs, en Landsbankinn átti 67 prósenta hlut í Iceland Foods. Það sem er merkilegt er að hann segist eiginlega aldrei hafa hitt Lárentsínus Kristjánsson hjá skilanefnd Landsbankans. Öll samskipti hafi farið í gegnum Baldvin Valtýsson, „Badda." Viðtalið í heild sinni má finna hér.
Klinkið Tengdar fréttir "Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru" "Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru," segir Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods, en hann er í viðtali í nýjasta þættinum af Klinkinu. 13. ágúst 2012 13:57 Malcolm Walker: Greiði fyrir Baugsfeðga Vöxtur og uppgangur Iceland Foods í Bretlandi er ævintýri líkastur. Malcolm Walker stofnaði verslunina 1970 í Bretlandi og óx fyrirtækið jafnt og þétt. 12. ágúst 2012 19:44 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
"Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru" "Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru," segir Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods, en hann er í viðtali í nýjasta þættinum af Klinkinu. 13. ágúst 2012 13:57
Malcolm Walker: Greiði fyrir Baugsfeðga Vöxtur og uppgangur Iceland Foods í Bretlandi er ævintýri líkastur. Malcolm Walker stofnaði verslunina 1970 í Bretlandi og óx fyrirtækið jafnt og þétt. 12. ágúst 2012 19:44