Fótbolti

Pálmi Rafn skoraði tvö gegn gömlu félögunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Pálmi Rafn og félagar skemmtu sér konunglega í dag.
Pálmi Rafn og félagar skemmtu sér konunglega í dag.
Pálmi Rafn Pálmarson kom inná sem varamaður í liði Lilleström sem vann 6-0 stórsigur á Stabæk á útivelli í efstu deild norska boltans í dag. Bjarni Ólafur Eiríksson og Veigar Páll Gunnarsson voru í byrjunarliði Stabæk en sá síðarnefndi var tekinn af velli snemma í síðari hálfleik.

Lilleström situr í 10. sæti deildarinnar með 35 stig þegar tvær umferðir eru eftir. Stabæk er hins vegar þegar fallið. Elfar Freyr Helgason var ónotaður varamaður hjá Stabæk.

Indriði Sigurðsson lék allan leikinn með Viking sem vann 2-1 heimasigur á Brann. Birkir Már Sævarsson stóð vaktina í hægri bakverðinum hjá Brann.

Viking situr í 5. sæti með 46 stig en Brann er fjórum stigum á eftir með 42 stig.

Andrés Már Jóhannesson spilaði allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar hjá Haugesund sem gerði 2-2 jafntefli á útivelli gegn Álasund. Haugesund er í 8. sæti deildarinnar með 38 stig.

Fimm Íslendingar komu við sögu í 1-1 jafntefli Hönesfoss og Sandnes Ulf. Kristján Örn Sigurðsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson voru í vörn Hönefoss sem er nýliði í deildinni.

Arnór Ingvi Traustason og Steinþór Freyr Þorsteinsson byrjuðu leikinn hjá Úlfunum. Arnór var tekinn af velli í síðari hálfleik. Óskar Örn Hauksson spilaðis síðustu tíu mínúturnar með liðinu sem er í næstneðsta sæti í harðri fallbaráttu við Fredrikstad og Sogndal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×