Fótbolti

Kristinn skoraði og lagði upp í mikilvægum sigri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristinn Steindórsson, til hægri, í leik með Breiðabliki í fyrra.
Kristinn Steindórsson, til hægri, í leik með Breiðabliki í fyrra. Mynd/Anton
Halmstad er á góðri leið með að tryggja sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni eftir góðan 3-0 sigur á GIF Sundsvall í fyrri leik liðanna í umspili þeirra um sæti í úrvalsdeildinni.

Staðan var markalaus í hálfleik en Kristinn lagði upp fyrsta mark leiksins á 59. mínútu og skoraði svo sjálfur annað markið aðeins tæpum þremur mínútum síðar.

Kristinn spilaði allan leikinn og Guðjón Baldvinsson var einnig í byrjunarliði Sundsvall. Sá síðarnefndi fór þó meiddur af velli í seinni hálfleik.

Ari Freyr Skúlason og Jón Guðni Fjóluson voru í byrjunarliði Sundsvall en Jón Guðni fór einnig meiddur af velli. Það var í upphafi seinni hálfleiks.

Sundsvall varð í þriðja neðsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og Halmstad í þriðja sæti B-deildarinnar. Liðin mætast næst á laugardaginn næsta og þá á heimavelli Sundsvall.

Þess má geta að Guðjón Baldvinsson var þriðji markahæsti leikmaður sænsku B-deildarinnar með sextán mörk. Kristinn Steindórsson var einnig meðal efstu manna í stoðsendingum en hann gaf alls átta slíkar í ár, auk þess að skora sjö mörk.

Ari Freyr er fyrirliði Sundsvall og skoraði sex mörk í 26 leikjum í sænsku úrvalsdeildinni. Jón Guðni kom til félagsins í sumar og spilaði reglulega undir lok tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×