Þráspurt um hæfi rannsakenda Stígur Helgason skrifar 6. desember 2012 11:10 Sakborningar málsins, þeir Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason, með verjendum sínum. Mynd/ GVA. Verjendur Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar í Vafningsmálinu hafa kallað fjóra starfsmenn sérstaks saksóknara fyrir dóminn sem vitni í morgun og þráspurt þá um rannsókn málsins, augljóslega í því skyni að finna á henni höggstað. Á meðal þeirra sem hafa komið fyrir dóminn er Björn L. Bergsson, sem um tíma gegndi stöðu setts ríkissaksóknara í málum sem heyrðu undir sérstakan saksóknara, eftir að Valtýr Sigurðsson, þáverandi ríkissaksóknari, lýsti sig vanhæfan í málum tengdum bankahruninu. Björn kom að athugun á vegum sérstaks saksóknara á því hvort störf tveggja aðalrannsakenda Vafningsmálsins fyrir þrotabú Milestone hefðu spillt sakamálinu. Hann, eins og aðrir sem könnuðu þetta fyrir saksóknara, voru spurðir ítarlega um málið af verjendunum tveimur. Símon Sigvaldason héraðdómari stöðvaði spurningaflóð Þórðar Bogasonar, verjanda Guðmundar Hjaltasonar, í miðju kafi með þeim orðum að spurningarnar væru ómarkvissar og bað hann að stytta mál sitt. Þórði var síðan leyft að halda áfram. Það var samdóma mat þeirra sem könnuðu hæfi rannsakendanna tveggja, Jóns Óttars Ólafssonar og Guðmundar Hauks Gunnarssonar, að störf þeirra fyrir þrotabúið hefðu ekki spillt rannsókn Vafningsmálsins. Jón Óttar gaf skýrslu fyrir dómi á þriðjudag og gengu verjendur afskaplega hart að honum í langan tíma - of langan tíma að mati dómaranna. Guðmundur Haukur gefur skýrslu síðar í dag og hafa verjendur boðað að þeir muni spyrja hann með sama hætti. Vafningsmálið Dómsmál Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar Sjá meira
Verjendur Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar í Vafningsmálinu hafa kallað fjóra starfsmenn sérstaks saksóknara fyrir dóminn sem vitni í morgun og þráspurt þá um rannsókn málsins, augljóslega í því skyni að finna á henni höggstað. Á meðal þeirra sem hafa komið fyrir dóminn er Björn L. Bergsson, sem um tíma gegndi stöðu setts ríkissaksóknara í málum sem heyrðu undir sérstakan saksóknara, eftir að Valtýr Sigurðsson, þáverandi ríkissaksóknari, lýsti sig vanhæfan í málum tengdum bankahruninu. Björn kom að athugun á vegum sérstaks saksóknara á því hvort störf tveggja aðalrannsakenda Vafningsmálsins fyrir þrotabú Milestone hefðu spillt sakamálinu. Hann, eins og aðrir sem könnuðu þetta fyrir saksóknara, voru spurðir ítarlega um málið af verjendunum tveimur. Símon Sigvaldason héraðdómari stöðvaði spurningaflóð Þórðar Bogasonar, verjanda Guðmundar Hjaltasonar, í miðju kafi með þeim orðum að spurningarnar væru ómarkvissar og bað hann að stytta mál sitt. Þórði var síðan leyft að halda áfram. Það var samdóma mat þeirra sem könnuðu hæfi rannsakendanna tveggja, Jóns Óttars Ólafssonar og Guðmundar Hauks Gunnarssonar, að störf þeirra fyrir þrotabúið hefðu ekki spillt rannsókn Vafningsmálsins. Jón Óttar gaf skýrslu fyrir dómi á þriðjudag og gengu verjendur afskaplega hart að honum í langan tíma - of langan tíma að mati dómaranna. Guðmundur Haukur gefur skýrslu síðar í dag og hafa verjendur boðað að þeir muni spyrja hann með sama hætti.
Vafningsmálið Dómsmál Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar Sjá meira