Val á Íþróttamanni ársins Magnús Árni Magnússon skrifar 10. janúar 2012 06:00 Í fyrstu viku hvers árs er vaninn að Samtök íþróttafréttamanna á Íslandi kynni val sitt á Íþróttamanni ársins sem liðið er í beinni útsendingu ljósvakamiðla, en samtökin hafa staðið að þessu vali allt frá árinu 1956. Þetta er hátíðleg og glæsileg stund eins og vera ber og þeir sem hnossið hljóta eru að vanda hrærðir og glaðir og sumir íþróttamenn líta jafnvel á þessa viðurkenningu sem þá stærstu sem þeir hljóta á ferlinum. Þessi verðlaun eru í hugum margra ígildi þess að íslenska þjóðin heiðri sinn fremsta afreksmann hverju sinni. Í ár varð knattspyrnumaðurinn Heiðar Helguson fyrir valinu og er hann vel að verðlaununum kominn eftir langan og glæstan feril sem virðist vera að springa út öllum að óvörum um þessar mundir. Hamingjuóskir til hans. Nú ku hafa verið óvenju spennandi kosning um íþróttamann ársins og margir nýir kallaðir, sem munu án efa hljóta hnossið einhver næstu ár. Þessar spennandi kosningar draga athyglina að því hverjir það eru sem fara með atkvæðisréttinn í þessu mikilvæga vali og þegar það er skoðað á vefsíðu samtakanna má segja að hrollur hríslist niður bakið. Samkvæmt reglugerð um kjör á Íþróttamanni ársins sem finna má á vefsíðu samtakanna eru það fullgildir meðlimir í samtökunum sem eru atkvæðisbærir í þessu kjöri. Samkvæmt vefsíðu samtakanna eru þeir 22. Þeir eru allir karlar. Ég endurtek, ef upplýsingarnar á vefsíðunni eru réttar er hver einn og einasti þeirra sem kjósa um íþróttamann ársins karlkyns. Nú spyr maður er ekki árið 2012, en ekki 1912? Nú verður það að segjast að Samtök íþróttafréttamanna eru að sönnu afar lítil samtök og kannski myndu einhverjir segja að athyglin sem þessi verðlaun fá sé út úr öllu korti miðað við að félagarnir í samtökunum eru samkvæmt áðurnefndri vefsíðu einungis þessir 22 karlar. En verðlaunin hafa sannarlega unnið sér sess í hjörtum þjóðarinnar og vekja athygli á okkar fremsta afreksfólki á hverjum tíma og skapa með því jákvæðar fyrirmyndir í íþróttastarfi. Hafi samtökin þökk fyrir það. Hins vegar er það auðvitað svo að í þeim glæsilega hópi sem hefur hlotið verðlaunin frá árinu 1956 er hægt að telja konurnar á fingrum annarar handar (ýkjulaust). Maður spyr sig hvort það standi í sambandi við það að afrekskonurnar okkar séu svona miklu lélegri í íþróttum en karlarnir, eða hvort þessi fáránlega einsleiti hópur sem atkvæði greiðir í vali á Íþróttamanni ársins ráði þar einhverju um. Eða hvort það sé eitthvað annað og ef svo er þá dettur mér ekkert í hug. Maður getur ímyndað sér að þátttaka í vali á Íþróttamanni ársins sé hápunktur starfsins hjá þessum 22 félagsmönnum í Samtökum íþróttafréttamanna á Íslandi og að þeim sé því sárt um að breyta þeim aðferðum sem beitt er við valið svo það endurspegli einnig sjónarmið hins kynsins á íþróttirnar (hver veit, kannski er það annað!). Það mætti t.a.m. leyfa almenningi að taka þátt með símakosningu, gera skoðanakönnun, eða gera átak í því að fá þær glæsilegu konur sem fjalla oftsinnis um íþróttir í fjölmiðlum til að skrá sig í félagið. Eitt er víst. Svona getur þetta ekki haldið áfram, því þessi stórundarlegi kynjahalli (ef halla skyldi kalla) kastar óþarfri rýrð á þessi virtu verðlaun, sem eru fyrir löngu orðin e.k. þjóðareign. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í fyrstu viku hvers árs er vaninn að Samtök íþróttafréttamanna á Íslandi kynni val sitt á Íþróttamanni ársins sem liðið er í beinni útsendingu ljósvakamiðla, en samtökin hafa staðið að þessu vali allt frá árinu 1956. Þetta er hátíðleg og glæsileg stund eins og vera ber og þeir sem hnossið hljóta eru að vanda hrærðir og glaðir og sumir íþróttamenn líta jafnvel á þessa viðurkenningu sem þá stærstu sem þeir hljóta á ferlinum. Þessi verðlaun eru í hugum margra ígildi þess að íslenska þjóðin heiðri sinn fremsta afreksmann hverju sinni. Í ár varð knattspyrnumaðurinn Heiðar Helguson fyrir valinu og er hann vel að verðlaununum kominn eftir langan og glæstan feril sem virðist vera að springa út öllum að óvörum um þessar mundir. Hamingjuóskir til hans. Nú ku hafa verið óvenju spennandi kosning um íþróttamann ársins og margir nýir kallaðir, sem munu án efa hljóta hnossið einhver næstu ár. Þessar spennandi kosningar draga athyglina að því hverjir það eru sem fara með atkvæðisréttinn í þessu mikilvæga vali og þegar það er skoðað á vefsíðu samtakanna má segja að hrollur hríslist niður bakið. Samkvæmt reglugerð um kjör á Íþróttamanni ársins sem finna má á vefsíðu samtakanna eru það fullgildir meðlimir í samtökunum sem eru atkvæðisbærir í þessu kjöri. Samkvæmt vefsíðu samtakanna eru þeir 22. Þeir eru allir karlar. Ég endurtek, ef upplýsingarnar á vefsíðunni eru réttar er hver einn og einasti þeirra sem kjósa um íþróttamann ársins karlkyns. Nú spyr maður er ekki árið 2012, en ekki 1912? Nú verður það að segjast að Samtök íþróttafréttamanna eru að sönnu afar lítil samtök og kannski myndu einhverjir segja að athyglin sem þessi verðlaun fá sé út úr öllu korti miðað við að félagarnir í samtökunum eru samkvæmt áðurnefndri vefsíðu einungis þessir 22 karlar. En verðlaunin hafa sannarlega unnið sér sess í hjörtum þjóðarinnar og vekja athygli á okkar fremsta afreksfólki á hverjum tíma og skapa með því jákvæðar fyrirmyndir í íþróttastarfi. Hafi samtökin þökk fyrir það. Hins vegar er það auðvitað svo að í þeim glæsilega hópi sem hefur hlotið verðlaunin frá árinu 1956 er hægt að telja konurnar á fingrum annarar handar (ýkjulaust). Maður spyr sig hvort það standi í sambandi við það að afrekskonurnar okkar séu svona miklu lélegri í íþróttum en karlarnir, eða hvort þessi fáránlega einsleiti hópur sem atkvæði greiðir í vali á Íþróttamanni ársins ráði þar einhverju um. Eða hvort það sé eitthvað annað og ef svo er þá dettur mér ekkert í hug. Maður getur ímyndað sér að þátttaka í vali á Íþróttamanni ársins sé hápunktur starfsins hjá þessum 22 félagsmönnum í Samtökum íþróttafréttamanna á Íslandi og að þeim sé því sárt um að breyta þeim aðferðum sem beitt er við valið svo það endurspegli einnig sjónarmið hins kynsins á íþróttirnar (hver veit, kannski er það annað!). Það mætti t.a.m. leyfa almenningi að taka þátt með símakosningu, gera skoðanakönnun, eða gera átak í því að fá þær glæsilegu konur sem fjalla oftsinnis um íþróttir í fjölmiðlum til að skrá sig í félagið. Eitt er víst. Svona getur þetta ekki haldið áfram, því þessi stórundarlegi kynjahalli (ef halla skyldi kalla) kastar óþarfri rýrð á þessi virtu verðlaun, sem eru fyrir löngu orðin e.k. þjóðareign.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar