Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 27. nóvember 2025 12:31 Nokkurs misskilnings virðist gæta í umræðu um skyldur sveitarfélaga til að fjármagna þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, þ.m.t. notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Miðað við yfirlýsingar sveitarstjórnarmanna og fulltrúa hagsmunasamtaka sveitarfélaga undanfarið mætti ætla að þessar skyldur séu í besta falli óljósar og auk þess nýtilkomnar í kjölfar nýafstaðinnar lögfestingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hvort tveggja er rangt. Lögfesting í kjölfar innleiðingar – ekki öfugt Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk markar áfanga í mjög löngu ferli sem staðið hefur yfir allt frá því að Ísland gerðist aðili að samningnum árið 2007. Þegar við yfirfærslu málaflokksins til sveitarfélaga árið 2011 var lögfest svohljóðandi ákvæði í lögum nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks: „Við framkvæmd laga þessara skal tekið mið af þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.“ Í skýringum við þessa breytingu var tekið fram að vinna við undirbúning fyrir fullgildingu samningsins stæði yfir og að stefnt væri að því að leggja til við Alþingi að samningurinn yrði lögfestur. Eftir margra ára undirbúning var samningurinn fullgiltur af Íslands hálfu árið 2016. Tveimur árum síðar, 1. október 2018, tóku gildi ný lög nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Eins og fram kemur í skýringum við þau voru lögin einkum sett til að uppfylla skyldur Íslands samkvæmt samningnum og innleiða tiltekin réttindi hans, þ. á m. réttinn til NPA. Lög nr. 38/2018 eru ótvíræð um að þau byggja á og er ætlað að framfylgja þeim réttindum sem tryggð eru í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, en í 3. mgr. 1. gr. þeirra segir orðrétt: „Við framkvæmd laga þessara skal framfylgt þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.“ Samkvæmt framansögðu er nýafstaðin lögfesting samningsins sjálfs ekki upphafið heldur endirinn á löngu ferli sem staðið hefur yfir allt frá árinu 2007 til að innleiða ákvæði samningsins í íslenskan rétt og tryggja fötluðu fólki raunhæf og virk réttindi í samræmi við efni samningsins. Eitt mikilvægasta skrefið á þeirri vegferð var stigið 1. október 2018 við gildisstöku laga nr. 38/2018 sem sett voru gagngert til að lögfesta ýmis mikilsverð réttindi í samningnum, þ.m.t. réttinn til NPA. Samkvæmt framansögðu geta sveitarfélög geta ekki haldið því fram að þau séu fyrst nú, við lögfestingu samningsins árið 2025, að fá í hendur ný og ofyrirséð verkefni á sviði NPA. Fyrir liggur að nú eru meira en sjö ár liðin frá því að réttur til slíkrar aðstoðar var lögfestur gagngert í því skyni að innleiða samning Sameinuðu þjóðanna að þessu leyti. Réttindi fatlaðs fólks skýr við yfirfærslu málaflokksins og síðari samningaviðræður Skyldur Íslands samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks lágu fyrir þegar málaflokkurinn var fluttur til sveitarfélaga árið 2011. Sú tilfærsla átti sér stað á grundvelli samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga sem gert var árið 2010. Eitt meginmarkmið með yfirfærslunni var „að tryggja að fagleg og fjárhagsleg ábyrgð yrði samþætt á hendi eins aðila“, eins og fram kemur í skýrslu verkefnisstjórnar frá 2015 um faglegt og fjárhagslegt endurmat tilfærslu á þjónustu fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga. Í skýrslunni kemur fram að markmiðið hafi einnig verið að styrkja sveitarstjórnarstigið og einfalda verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og að lögð hafi verið áhersla á heildstæða yfirfærslu verkefna samhliða breytingu á tekjustofnum til að mæta auknum útgjöldum sveitarfélaga. Með samkomulaginu árið 2010 voru fluttir tekjustofnar frá ríki til sveitarfélaga til að standa undir kostnaði við þjónustuna. Þannig var tekjuskattsprósenta lækkuð um 1,2% og útsvarshlutfall sveitarfélaga hækkað sem því nemur. Við breytinguna hækkaði hámarksútsvar sveitarfélaga úr 13,28% í 14,48%. Í kjölfar framangreindrar skýrslu 2015 var gert nýtt samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga 2016 þar sem útsvarshlutfall var hækkað í 14,52% og tekjuskattsprósenta ríkisins lækkuð sem því nemur. Samtímis var framlag ríkissjóðs í jöfnunarsjóð sveitarfélaga hækkað úr 2,12% af innheimtum skatttekjum ríkissjóðs í 2,355%. Árið 2022 var enn gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga vegna aukinna útgjalda til málaflokksins í kjölfar gildistöku laga nr. 38/2018. Með því samkomulagi var hámarksútsvarshlutfall hækkað úr 14,52% í 14,74% og tekjuskattur lækkaður sem því nemur. Loks var gert samkomulag í desember 2023. Með því var útsvarhlutfall enn hækkað úr 14,74% í 14,97% og tekjuskattur lækkaður sem því nemur. Samkvæmt framansögðu hafa ríki og sveitarfélög átt í stöðugum samskiptum um fjármögnun þjónustu við fatlað fólk allt frá yfirfærslu málaflokksins árið 2011 og ítrekað verið samið um aukin framlög ríkisins til málaflokksins. Á þessum tíma hafa tekjustofnar ítrekað verið fluttir frá ríki til sveitarfélaga til að standa undir kostnaði við veitingu þjónustunnar. Þessir samningar hafa verið gerðir á grundvelli ítarlegra greininga á kostnaði við veitingu þjónustunnar og allar upplýsingar um skyldur sveitarfélaga í þeim efnum hafa legið fyrir við samningsgerðina. Sveitarfélögin geta því ekki haldið því fram að kostnaður við veitingu þjónustu við fatlað fólk hafi ekki verið fjármagnaður eða að skyldur þeirra í þessum málaflokki séu nýjar af nálinni. Þær hafa legið fyrir lengi og margsinnis verið samið um kostnað vegna þeirra milli ríkis og sveitarfélaga. Skyldur sveitarfélaga skýrar og ótvíræðar Í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 er verkefnum sveitarfélaga skipt í skyldubundin og valkvæð. Samkvæmt lögunum er sveitarfélögum skylt að sinna skyldubundnum verkefnum sínum, en þeirra á meðal er þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir samkvæmt lögum nr. 38/2018. Í lögunum kemur skýrt fram að sveitarfélög beri ábyrgð á skipulagi, framkvæmd og fjármögnun þjónustunnar. Í 38. gr. laganna segir orðrétt: „Sveitarfélög skulu fjármagna þjónustu við fatlað fólk og annan rekstrarkostnað samkvæmt lögum þessum að því leyti sem annað er ekki tekið fram eða leiðir af öðrum lögum.“ Skýrara gæti það ekki verið. Sá málflutningur sveitarfélaga að fjármögnun þjónustunnar sé með einhverjum hætti valkvæð eða háð frekari framlögum úr ríkissjóði en þegar hefur verið samið um á sér því enga stoð í lögum. Þvert á móti liggur það skýrt fyrir að þetta er þjónusta sem sveitarfélögunum er skylt að fjármagna. Ef sveitarfélögin hafa athugasemdir við lög frá Alþingi eða þá samninga sem þau hafa sjálf gert við ríkið verða þau að eiga það við fulltrúa ríkisins. Gagnvart fötluðum íbúum sveitarfélaga er réttarstaðan hins vegar alveg skýr og ljóst að sveitarfélögin eru að brjóta lög ef þau virða ekki skyldu sína til að fjármagna lögbundna þjónustu við fatlað fólk. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Opnari staða Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Kaflaskil Jón Kaldal Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Nokkurs misskilnings virðist gæta í umræðu um skyldur sveitarfélaga til að fjármagna þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, þ.m.t. notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Miðað við yfirlýsingar sveitarstjórnarmanna og fulltrúa hagsmunasamtaka sveitarfélaga undanfarið mætti ætla að þessar skyldur séu í besta falli óljósar og auk þess nýtilkomnar í kjölfar nýafstaðinnar lögfestingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hvort tveggja er rangt. Lögfesting í kjölfar innleiðingar – ekki öfugt Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk markar áfanga í mjög löngu ferli sem staðið hefur yfir allt frá því að Ísland gerðist aðili að samningnum árið 2007. Þegar við yfirfærslu málaflokksins til sveitarfélaga árið 2011 var lögfest svohljóðandi ákvæði í lögum nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks: „Við framkvæmd laga þessara skal tekið mið af þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.“ Í skýringum við þessa breytingu var tekið fram að vinna við undirbúning fyrir fullgildingu samningsins stæði yfir og að stefnt væri að því að leggja til við Alþingi að samningurinn yrði lögfestur. Eftir margra ára undirbúning var samningurinn fullgiltur af Íslands hálfu árið 2016. Tveimur árum síðar, 1. október 2018, tóku gildi ný lög nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Eins og fram kemur í skýringum við þau voru lögin einkum sett til að uppfylla skyldur Íslands samkvæmt samningnum og innleiða tiltekin réttindi hans, þ. á m. réttinn til NPA. Lög nr. 38/2018 eru ótvíræð um að þau byggja á og er ætlað að framfylgja þeim réttindum sem tryggð eru í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, en í 3. mgr. 1. gr. þeirra segir orðrétt: „Við framkvæmd laga þessara skal framfylgt þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.“ Samkvæmt framansögðu er nýafstaðin lögfesting samningsins sjálfs ekki upphafið heldur endirinn á löngu ferli sem staðið hefur yfir allt frá árinu 2007 til að innleiða ákvæði samningsins í íslenskan rétt og tryggja fötluðu fólki raunhæf og virk réttindi í samræmi við efni samningsins. Eitt mikilvægasta skrefið á þeirri vegferð var stigið 1. október 2018 við gildisstöku laga nr. 38/2018 sem sett voru gagngert til að lögfesta ýmis mikilsverð réttindi í samningnum, þ.m.t. réttinn til NPA. Samkvæmt framansögðu geta sveitarfélög geta ekki haldið því fram að þau séu fyrst nú, við lögfestingu samningsins árið 2025, að fá í hendur ný og ofyrirséð verkefni á sviði NPA. Fyrir liggur að nú eru meira en sjö ár liðin frá því að réttur til slíkrar aðstoðar var lögfestur gagngert í því skyni að innleiða samning Sameinuðu þjóðanna að þessu leyti. Réttindi fatlaðs fólks skýr við yfirfærslu málaflokksins og síðari samningaviðræður Skyldur Íslands samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks lágu fyrir þegar málaflokkurinn var fluttur til sveitarfélaga árið 2011. Sú tilfærsla átti sér stað á grundvelli samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga sem gert var árið 2010. Eitt meginmarkmið með yfirfærslunni var „að tryggja að fagleg og fjárhagsleg ábyrgð yrði samþætt á hendi eins aðila“, eins og fram kemur í skýrslu verkefnisstjórnar frá 2015 um faglegt og fjárhagslegt endurmat tilfærslu á þjónustu fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga. Í skýrslunni kemur fram að markmiðið hafi einnig verið að styrkja sveitarstjórnarstigið og einfalda verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og að lögð hafi verið áhersla á heildstæða yfirfærslu verkefna samhliða breytingu á tekjustofnum til að mæta auknum útgjöldum sveitarfélaga. Með samkomulaginu árið 2010 voru fluttir tekjustofnar frá ríki til sveitarfélaga til að standa undir kostnaði við þjónustuna. Þannig var tekjuskattsprósenta lækkuð um 1,2% og útsvarshlutfall sveitarfélaga hækkað sem því nemur. Við breytinguna hækkaði hámarksútsvar sveitarfélaga úr 13,28% í 14,48%. Í kjölfar framangreindrar skýrslu 2015 var gert nýtt samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga 2016 þar sem útsvarshlutfall var hækkað í 14,52% og tekjuskattsprósenta ríkisins lækkuð sem því nemur. Samtímis var framlag ríkissjóðs í jöfnunarsjóð sveitarfélaga hækkað úr 2,12% af innheimtum skatttekjum ríkissjóðs í 2,355%. Árið 2022 var enn gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga vegna aukinna útgjalda til málaflokksins í kjölfar gildistöku laga nr. 38/2018. Með því samkomulagi var hámarksútsvarshlutfall hækkað úr 14,52% í 14,74% og tekjuskattur lækkaður sem því nemur. Loks var gert samkomulag í desember 2023. Með því var útsvarhlutfall enn hækkað úr 14,74% í 14,97% og tekjuskattur lækkaður sem því nemur. Samkvæmt framansögðu hafa ríki og sveitarfélög átt í stöðugum samskiptum um fjármögnun þjónustu við fatlað fólk allt frá yfirfærslu málaflokksins árið 2011 og ítrekað verið samið um aukin framlög ríkisins til málaflokksins. Á þessum tíma hafa tekjustofnar ítrekað verið fluttir frá ríki til sveitarfélaga til að standa undir kostnaði við veitingu þjónustunnar. Þessir samningar hafa verið gerðir á grundvelli ítarlegra greininga á kostnaði við veitingu þjónustunnar og allar upplýsingar um skyldur sveitarfélaga í þeim efnum hafa legið fyrir við samningsgerðina. Sveitarfélögin geta því ekki haldið því fram að kostnaður við veitingu þjónustu við fatlað fólk hafi ekki verið fjármagnaður eða að skyldur þeirra í þessum málaflokki séu nýjar af nálinni. Þær hafa legið fyrir lengi og margsinnis verið samið um kostnað vegna þeirra milli ríkis og sveitarfélaga. Skyldur sveitarfélaga skýrar og ótvíræðar Í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 er verkefnum sveitarfélaga skipt í skyldubundin og valkvæð. Samkvæmt lögunum er sveitarfélögum skylt að sinna skyldubundnum verkefnum sínum, en þeirra á meðal er þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir samkvæmt lögum nr. 38/2018. Í lögunum kemur skýrt fram að sveitarfélög beri ábyrgð á skipulagi, framkvæmd og fjármögnun þjónustunnar. Í 38. gr. laganna segir orðrétt: „Sveitarfélög skulu fjármagna þjónustu við fatlað fólk og annan rekstrarkostnað samkvæmt lögum þessum að því leyti sem annað er ekki tekið fram eða leiðir af öðrum lögum.“ Skýrara gæti það ekki verið. Sá málflutningur sveitarfélaga að fjármögnun þjónustunnar sé með einhverjum hætti valkvæð eða háð frekari framlögum úr ríkissjóði en þegar hefur verið samið um á sér því enga stoð í lögum. Þvert á móti liggur það skýrt fyrir að þetta er þjónusta sem sveitarfélögunum er skylt að fjármagna. Ef sveitarfélögin hafa athugasemdir við lög frá Alþingi eða þá samninga sem þau hafa sjálf gert við ríkið verða þau að eiga það við fulltrúa ríkisins. Gagnvart fötluðum íbúum sveitarfélaga er réttarstaðan hins vegar alveg skýr og ljóst að sveitarfélögin eru að brjóta lög ef þau virða ekki skyldu sína til að fjármagna lögbundna þjónustu við fatlað fólk. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar