Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 28. nóvember 2025 07:31 Börnum sem ekki hafa íslensku að móðurmáli hefur fjölgað verulega síðustu ár. Í fjórum skólum í borginni eru yfir 55% nemenda með annað móðurmál en íslensku og í níu þeirra eru yfir þriðjungur nemenda með erlent móðurmál. Þetta kallar á markvissar aðgerðir til að tryggja að öll börn fái þann stuðning sem þau þurfa til að ná góðum árangri og finna sig í skólasamfélaginu. Ein af þeim leiðum sem hafa reynst áhrifaríkar við að kenna börnum nýtt tungumál eru móttökudeildir í skólum sem einblína á tungumálakennslu barna áður en að þau hefja nám í almennum bekk. Góð grunnfærni í íslensku byggir upp traustan grunn fyrir framtíðar námsframvindu og samfélagsleg tengsl. Því leggjum við í Framsókn til að móttökudeildir verði opnaðar í öllum grunnskólum Reykjavíkurborgar. Mjúk lending í íslenskt skólakerfi Móttökudeildir eru hugsaðar sem fyrsti viðkomustaður nemenda sem nýlega hafa flutt til Íslands. Þar er lögð áhersla á að skapa öruggt og stuðningsríkt umhverfi þar sem börn fá tíma og rými til að kynnast nýju skólakerfi, nýju tungumáli og nýju samfélagi. Markmiðið er lendingin sé eins mjúk og farsæl og hægt er. Markviss kennsla í íslensku Það er mjög krefjandi fyrir börn sem eru ný flutt til landsins að hefja nám í almennum bekk þar sem öll kennsla fer fram á íslensku samhliða því að fóta sig í nýrri menningu. Þetta getur ýtt undir óöryggi og gert þeim erfitt fyrir að taka virkan þátt í náminu. Kennarar hafa bent á þá miklu áskorun sem felst í því að kenna bekk þar sem hluti nemenda skilur ekki tungumálið. Með því að gefa börnum tíma til að byggja upp grunnfærni í íslensku áður en þau hefja nám í bekk, má draga úr álagi barna og kennara og skapa betra vinnuumhverfi fyrir bæði nemendur og starfsfólk. Samhliða þarf þó að að styrkja starfsumhverfi grunnskólanna með auknum stuðningi og verkfærum til að mæta þörfum fjölbreyttra nemendahópa. Í móttökudeildum er megináhersla lögð á markvissa íslenskukennslu. Nemendur fá kennslu sem tekur mið af færni þeirra, fyrri menntun og einstaklingsbundnum þörfum. Með því að byggja upp sterkari tungumálafærni fyrstu mánuðina á Íslandi aukast líkur á því að börnin geti síðar tekið virkari þátt í almennri kennslu, en að jafnaði er gert ráð fyrir því að barn sé ekki lengur í móttökudeild en í 3-6 mánuði. Ákvörðun um það byggir þó alltaf á einstaklingsbundnu mati. Fræðsla fyrir börn og foreldra Til þess að tilheyra samfélagi er ekki nóg að kunna tungumálið. Það þarf líka að skilja menningu og siði samfélagsins. Móttökudeildum er því ætlað að leggja áherslu á að kynna íslenska menningu og samfélag fyrir börnum og foreldra þeirra. Foreldrar gegna lykilhlutverki í skólagöngu barna og inngildingu þeirra í nýtt samfélag. Móttökudeildum er því jafnframt ætlað að stuðla að betra samstarfi heimilis og skóla og fyrirbyggja menningarárekstra. Margir foreldrar af erlendum uppruna telja að takmörkuð íslenskukunnátta sé hindrun í þátttöku þeirra í skólastarfi barna sinna. Því leggur Framsókn einnig til að foreldrum sem ekki tala íslensku verði boðin gjaldfrjáls íslenskukennsla með sérstakri áherslu á orðaforða sem tengist skóla- og námsumhverfi barna þeirra. Markmið tillögunnar er að auðvelda foreldrum að læra íslensku og draga úr þörf fyrir túlkaþjónustu til lengri tíma. Innleiðing í skrefum Með því að hafa móttökudeildir í öllum skólum er tryggt að öll börn fá tækifæri til þess að kynnast sínum hverfisskóla og taka þátt í öðru skólastarfi með jafnöldrum sínum. Móttökudeildir eiga því ekki að einangra börn sem tala ekki íslensku eins og sérstakir móttökuskólar gera heldur efla og flýta fyrir raunverulegri þátttöku þeirra í skólastarfi þannig að þau geti tekið virkan þátt í íslensku samfélagi til framtíðar. Tillaga Framsóknar gerir ráð fyrir því að móttökudeildir verði innleiddar í skrefum í grunnskóla Reykjavíkurborgar. Þörfin fyrir móttökudeildir er ólík eftir skólum og tekur umfang þeirra mið af því. Gert er ráð fyrir að starfsfólk geti færst á milli móttökudeilda innan skólahverfa til að mæta þörfum skólanna hverju sinni. Lengi býr að fyrstu gerð Okkar hlutverk er að tryggja öllum börnum góð tækifæri til að þroska hæfileika sína og færni, og um leið skapa jákvæð náms- og vinnuskilyrði fyrir nemendur og kennara. Lengi býr að fyrstu gerð og þar verða áherslur okkar að liggja. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Framsóknarflokkurinn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Skóla- og menntamál Borgarstjórn Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Börnum sem ekki hafa íslensku að móðurmáli hefur fjölgað verulega síðustu ár. Í fjórum skólum í borginni eru yfir 55% nemenda með annað móðurmál en íslensku og í níu þeirra eru yfir þriðjungur nemenda með erlent móðurmál. Þetta kallar á markvissar aðgerðir til að tryggja að öll börn fái þann stuðning sem þau þurfa til að ná góðum árangri og finna sig í skólasamfélaginu. Ein af þeim leiðum sem hafa reynst áhrifaríkar við að kenna börnum nýtt tungumál eru móttökudeildir í skólum sem einblína á tungumálakennslu barna áður en að þau hefja nám í almennum bekk. Góð grunnfærni í íslensku byggir upp traustan grunn fyrir framtíðar námsframvindu og samfélagsleg tengsl. Því leggjum við í Framsókn til að móttökudeildir verði opnaðar í öllum grunnskólum Reykjavíkurborgar. Mjúk lending í íslenskt skólakerfi Móttökudeildir eru hugsaðar sem fyrsti viðkomustaður nemenda sem nýlega hafa flutt til Íslands. Þar er lögð áhersla á að skapa öruggt og stuðningsríkt umhverfi þar sem börn fá tíma og rými til að kynnast nýju skólakerfi, nýju tungumáli og nýju samfélagi. Markmiðið er lendingin sé eins mjúk og farsæl og hægt er. Markviss kennsla í íslensku Það er mjög krefjandi fyrir börn sem eru ný flutt til landsins að hefja nám í almennum bekk þar sem öll kennsla fer fram á íslensku samhliða því að fóta sig í nýrri menningu. Þetta getur ýtt undir óöryggi og gert þeim erfitt fyrir að taka virkan þátt í náminu. Kennarar hafa bent á þá miklu áskorun sem felst í því að kenna bekk þar sem hluti nemenda skilur ekki tungumálið. Með því að gefa börnum tíma til að byggja upp grunnfærni í íslensku áður en þau hefja nám í bekk, má draga úr álagi barna og kennara og skapa betra vinnuumhverfi fyrir bæði nemendur og starfsfólk. Samhliða þarf þó að að styrkja starfsumhverfi grunnskólanna með auknum stuðningi og verkfærum til að mæta þörfum fjölbreyttra nemendahópa. Í móttökudeildum er megináhersla lögð á markvissa íslenskukennslu. Nemendur fá kennslu sem tekur mið af færni þeirra, fyrri menntun og einstaklingsbundnum þörfum. Með því að byggja upp sterkari tungumálafærni fyrstu mánuðina á Íslandi aukast líkur á því að börnin geti síðar tekið virkari þátt í almennri kennslu, en að jafnaði er gert ráð fyrir því að barn sé ekki lengur í móttökudeild en í 3-6 mánuði. Ákvörðun um það byggir þó alltaf á einstaklingsbundnu mati. Fræðsla fyrir börn og foreldra Til þess að tilheyra samfélagi er ekki nóg að kunna tungumálið. Það þarf líka að skilja menningu og siði samfélagsins. Móttökudeildum er því ætlað að leggja áherslu á að kynna íslenska menningu og samfélag fyrir börnum og foreldra þeirra. Foreldrar gegna lykilhlutverki í skólagöngu barna og inngildingu þeirra í nýtt samfélag. Móttökudeildum er því jafnframt ætlað að stuðla að betra samstarfi heimilis og skóla og fyrirbyggja menningarárekstra. Margir foreldrar af erlendum uppruna telja að takmörkuð íslenskukunnátta sé hindrun í þátttöku þeirra í skólastarfi barna sinna. Því leggur Framsókn einnig til að foreldrum sem ekki tala íslensku verði boðin gjaldfrjáls íslenskukennsla með sérstakri áherslu á orðaforða sem tengist skóla- og námsumhverfi barna þeirra. Markmið tillögunnar er að auðvelda foreldrum að læra íslensku og draga úr þörf fyrir túlkaþjónustu til lengri tíma. Innleiðing í skrefum Með því að hafa móttökudeildir í öllum skólum er tryggt að öll börn fá tækifæri til þess að kynnast sínum hverfisskóla og taka þátt í öðru skólastarfi með jafnöldrum sínum. Móttökudeildir eiga því ekki að einangra börn sem tala ekki íslensku eins og sérstakir móttökuskólar gera heldur efla og flýta fyrir raunverulegri þátttöku þeirra í skólastarfi þannig að þau geti tekið virkan þátt í íslensku samfélagi til framtíðar. Tillaga Framsóknar gerir ráð fyrir því að móttökudeildir verði innleiddar í skrefum í grunnskóla Reykjavíkurborgar. Þörfin fyrir móttökudeildir er ólík eftir skólum og tekur umfang þeirra mið af því. Gert er ráð fyrir að starfsfólk geti færst á milli móttökudeilda innan skólahverfa til að mæta þörfum skólanna hverju sinni. Lengi býr að fyrstu gerð Okkar hlutverk er að tryggja öllum börnum góð tækifæri til að þroska hæfileika sína og færni, og um leið skapa jákvæð náms- og vinnuskilyrði fyrir nemendur og kennara. Lengi býr að fyrstu gerð og þar verða áherslur okkar að liggja. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar