Byggðaþróun og samgöngustefna Hjálmar Sveinsson skrifar 11. janúar 2012 06:00 Guðjón Baldursson læknir skrifaði tvær greinar milli jóla og nýárs í Fréttblaðið þar sem hann kallaði fyrirhugaða byggingu nýs spítala á Landspítalalóðinni við Hringbraut „stórslys 21. aldarinnar“. Það er ekki mitt að skipta mér af stílbrögðum annarra. En ég sé ekki betur en að Guðjón gefi sér forsendur, hvað varðar byggðaþróun og samgöngustefnu, sem ekki eiga sér stoð í veruleikanum og dragi af þeim stóryrtar ályktanir. Guðjón er ekki hrifinn af staðarvalinu, og hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða samgöngustefnu nýja spítalans. Sú stefna gerir kröfu um að þeim starfsmönnum spítalans sem koma gangandi, hjólandi eða með almenningssamgöngum fari fjölgandi en þeim sem koma einir á einkabílum fækki. Umhverfis- og samgönguráð og skipulagsráð borgarinnar hafa lagt áherslu á að þessi stóri vinnustaður taki upp vistvæna samgöngustefnu. Guðjón spyr vantrúaður hvort vænta megi „byltingar í ferðamáta Íslendinga“ og hvort menn muni fara hér „hjólandi í öllum veðrum“? Guðjón fullyrðir að vegalengd milli heimilis og vinnustaðar muni aukast á næstum árum sem þýði að starfsfólk spítalans muni búa æ dreifðar í borginni. Byggðaþróunin, segir Guðjón, leiðir „augljóslega“ til að þess að borgin byggist í austur og norður. Það muni á endanum leiða til þess að Hringbrautin verði jaðarsvæði. Fullyrðing Guðjóns kann að vera nærtæk ef horft er til byggðaþróunar síðustu áratuga en hún er engu að síður röng. Í drögum að endurskoðuðu aðalskipulagi borgarinnar, sú endurskoðun hófst fyrir nokkrum misserum, er gert ráð fyrir að borgin hætti að þenjast út og vaxi þess í stað öll inn á við. Gert er ráð fyrir byggingu 14.500 íbúða til ársins 2030, þar af tæplega 12 þúsund í Vatnsmýri, við Mýrargötusvæði og í miðborg og inn við Elliðaárósa. Með öðrum orðum sagt: Það verða engin ný úthverfi skipulögð eða byggð í Reykjavík næstu áratugina. Við eigum nú þegar mikið af ágætum úthverfum. En síhækkandi bensínverð og gríðarlegur samfélagslegur kostnaður sem hlýst af dreifðri og gisinni byggð er þegar farinn að skapa mikla eftirspurn eftir íbúðum sem eru miðsvæðis í þéttri byggð. Byggðaþróunin verður sú að fjarlægðin milli heimilis og vinnustaðar minnkar frá því sem nú er. Hringbrautin er og verður þungamiðja í borginni. Raunar er það svo nú þegar að helmingurinn af starfsfólki Landspítalans býr í hjólafjarlægð (innan við 14 mínútur á hjóli) frá Landspítalanum og fjórðungur er innan við 14 mínútur á tveimur jafnfljótum. Því yrði ekki til að dreifa ef spítalinn yrði byggður í Keldnaholti eða við Vífilsstaði. Þangað þyrfti næstum hver einasti starfsmaður að koma á bíl. Starfsmennirnir munu vera um 4.500 Samkvæmt ítarlegri ferðavenjukönnun meðal starfsmanna Landspítalans sem gerð var í október og nóvember síðastliðnum finnst 87% starfsfólksins auðvelt að komast til og frá vinnu. 73% starfsmanna koma ein á bíl en þeir voru um 80% árið 2008. Um 60% starfsmanna geta hugsað sér að nota annan samgöngumáta, svo sem hjól, strætó eða vera fótgangandi. Þetta eru merkilegar tölur. Ég tel að sú samgöngustefna sem er verið að móta fyrir nýja Landspítalann svari kalli tímans og komi til móts við óskir 60% starfsmanna sem geta hugsað sér aðra samgöngumáta en að vera alltaf á sínum einkabíl. Ef borgaryfirvöld nýta ekki þetta tækifæri til að setja fram kröfur um vistvæna samgöngustefnu, verða öll orð um vistvænt skipulag i Reykjavík hjómið eitt. Ég minni líka á, að gefnu tilefni, að æ fleiri sérfræðingar á sviði lýðheilsu vekja athygli á því að vel skipulagt borgarumhverfi, aukin hreyfing og vistvænn ferðamáti bæta lýðheilsu. Það er því til mikils að vinna þegar samgöngustefna stærsta fyrirtækisins í borginni er mótuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Guðjón Baldursson læknir skrifaði tvær greinar milli jóla og nýárs í Fréttblaðið þar sem hann kallaði fyrirhugaða byggingu nýs spítala á Landspítalalóðinni við Hringbraut „stórslys 21. aldarinnar“. Það er ekki mitt að skipta mér af stílbrögðum annarra. En ég sé ekki betur en að Guðjón gefi sér forsendur, hvað varðar byggðaþróun og samgöngustefnu, sem ekki eiga sér stoð í veruleikanum og dragi af þeim stóryrtar ályktanir. Guðjón er ekki hrifinn af staðarvalinu, og hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða samgöngustefnu nýja spítalans. Sú stefna gerir kröfu um að þeim starfsmönnum spítalans sem koma gangandi, hjólandi eða með almenningssamgöngum fari fjölgandi en þeim sem koma einir á einkabílum fækki. Umhverfis- og samgönguráð og skipulagsráð borgarinnar hafa lagt áherslu á að þessi stóri vinnustaður taki upp vistvæna samgöngustefnu. Guðjón spyr vantrúaður hvort vænta megi „byltingar í ferðamáta Íslendinga“ og hvort menn muni fara hér „hjólandi í öllum veðrum“? Guðjón fullyrðir að vegalengd milli heimilis og vinnustaðar muni aukast á næstum árum sem þýði að starfsfólk spítalans muni búa æ dreifðar í borginni. Byggðaþróunin, segir Guðjón, leiðir „augljóslega“ til að þess að borgin byggist í austur og norður. Það muni á endanum leiða til þess að Hringbrautin verði jaðarsvæði. Fullyrðing Guðjóns kann að vera nærtæk ef horft er til byggðaþróunar síðustu áratuga en hún er engu að síður röng. Í drögum að endurskoðuðu aðalskipulagi borgarinnar, sú endurskoðun hófst fyrir nokkrum misserum, er gert ráð fyrir að borgin hætti að þenjast út og vaxi þess í stað öll inn á við. Gert er ráð fyrir byggingu 14.500 íbúða til ársins 2030, þar af tæplega 12 þúsund í Vatnsmýri, við Mýrargötusvæði og í miðborg og inn við Elliðaárósa. Með öðrum orðum sagt: Það verða engin ný úthverfi skipulögð eða byggð í Reykjavík næstu áratugina. Við eigum nú þegar mikið af ágætum úthverfum. En síhækkandi bensínverð og gríðarlegur samfélagslegur kostnaður sem hlýst af dreifðri og gisinni byggð er þegar farinn að skapa mikla eftirspurn eftir íbúðum sem eru miðsvæðis í þéttri byggð. Byggðaþróunin verður sú að fjarlægðin milli heimilis og vinnustaðar minnkar frá því sem nú er. Hringbrautin er og verður þungamiðja í borginni. Raunar er það svo nú þegar að helmingurinn af starfsfólki Landspítalans býr í hjólafjarlægð (innan við 14 mínútur á hjóli) frá Landspítalanum og fjórðungur er innan við 14 mínútur á tveimur jafnfljótum. Því yrði ekki til að dreifa ef spítalinn yrði byggður í Keldnaholti eða við Vífilsstaði. Þangað þyrfti næstum hver einasti starfsmaður að koma á bíl. Starfsmennirnir munu vera um 4.500 Samkvæmt ítarlegri ferðavenjukönnun meðal starfsmanna Landspítalans sem gerð var í október og nóvember síðastliðnum finnst 87% starfsfólksins auðvelt að komast til og frá vinnu. 73% starfsmanna koma ein á bíl en þeir voru um 80% árið 2008. Um 60% starfsmanna geta hugsað sér að nota annan samgöngumáta, svo sem hjól, strætó eða vera fótgangandi. Þetta eru merkilegar tölur. Ég tel að sú samgöngustefna sem er verið að móta fyrir nýja Landspítalann svari kalli tímans og komi til móts við óskir 60% starfsmanna sem geta hugsað sér aðra samgöngumáta en að vera alltaf á sínum einkabíl. Ef borgaryfirvöld nýta ekki þetta tækifæri til að setja fram kröfur um vistvæna samgöngustefnu, verða öll orð um vistvænt skipulag i Reykjavík hjómið eitt. Ég minni líka á, að gefnu tilefni, að æ fleiri sérfræðingar á sviði lýðheilsu vekja athygli á því að vel skipulagt borgarumhverfi, aukin hreyfing og vistvænn ferðamáti bæta lýðheilsu. Það er því til mikils að vinna þegar samgöngustefna stærsta fyrirtækisins í borginni er mótuð.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun