
Of langt gengið
Nýbirt skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá júní 2010 skýrir stöðuna í knöppu máli. Fjárhagsstaða ríkissjóðs er afar þröng og því verður ekki hægt að ráðast í ýmis brýn og ábatasöm verkefni í næstu framtíð. Stjórnvöld geta ekki tekið á sig frekari skuldbindingar.
Forsenda Vaðlaheiðarganga er að það gangi eftir. Fyrrverandi samgönguráðherra sagði ítrekað í viðtali við Rás 2 þann 2. nóvember 2011, að alltaf hefði verið miðað við að ekki kæmi króna frá ríkinu til verksins og að það tefði ekki aðrar framkvæmdir.
En skýrsla IFS sýnir annað. Ætlunin er að ríkissjóður leggi út fyrir öllum framkvæmdunum og fjármagnskostnaði. Þegar göngin hafa verið í rekstri í þrjú ár verður látið á það reyna hvort fyrirtækið um göngin geti aflað sér lánsfjár til þess að endurgreiða ríkinu. Ríkið tekur áhættuna af umframkostnaði, verðbólgu, umferð og veitir félaginu auk þess ábyrgð fyrir láninu. Þetta er orðið að venjulegri ríkisframkvæmd.
Ástæða viðsnúningsins er einföld. Umferðin mun ekki standa undir stofnkostnaði nema að hluta til. Það átti ekki að koma neinum á óvart. Vorið 2008 samþykkti Alþingi, að tillögu Kristjáns L. Möllers, að ráðist yrði í Vaðlaheiðargöng sem einkaframkvæmd og að ríkið myndi fjármagna þau að hálfu. Þá sagði Steingrímur J. Sigfússon í ræðu á Alþingi þann 17. apríl að hann hefði reiknað út að göngin ættu að geta séð um 45-60% af kostnaðinum. Fullyrðingar ári síðar um að ríkið þyrfti ekkert að greiða voru alltaf reistar á sandi.
Það er of langt gengið að knýja fram Vaðlaheiðargöng, á röngum forsendum, en eiga ekki fyrir Vestmannaeyjaferju sem hæfir nýrri höfn og fresta Dýrafjarðargöngum um átta ár. Það þarf öruggar heilsárssamgöngur alls staðar.
Skoðun

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar