Mismunun unga fólksins 26. janúar 2012 06:00 Á góðærisárunum fram til 2008 var ungt fólk hvatt til að kaupa sér húsnæði í stað þess að taka það á leigu. Bankar og aðrar fjármálastofnanir börðust um hylli fólks og buðu ungu fólki, sem var að kaupa sína fyrstu eign, lán sem í mörgum tilvikum dugðu fyrir öllum kaupunum. Fólki var sagt að það væri ekkert áhyggjuefni þó að fjármögnunin væri 100% lánsfé því að fasteignin stæði alltaf undir lánunum. Hins vegar velta ýmsir því fyrir sér um þessar mundir hvort 90 til 100% lán til íbúðarkaupa sé ein af ástæðunum fyrir þeim vanda sem margt ungt fólk stendur nú frammi fyrir vegna íbúðakaupa. Þessu erum við ekki sammála því að flest ungt fólk hefur alltaf þurft að taka 90 til 100% lán til fyrstu íbúðarkaupa. Það hefur bara verið spurning hvort það hafi fengið allt lánið á einum stað og hvort það hefur mátt veðsetja viðkomandi eign sem því nemur. Hér áður fyrr fór fólk, sem var að kaupa sína fyrstu eign, milli lánastofnana og kríaði út það sem hægt var á hverjum stað, jafnvel út á nafn foreldra og annarra ættingja. Ef foreldrarnir voru aflögufærir lögðu þeir unga fólkinu lið með lánum eða veðum og síðan var allnokkur hluti fenginn að láni hjá seljandanum til tiltekins árafjölda. Þegar fór að hilla undir lok góðærisins kom upp svipuð staða þegar lánastofnanir vildu ekki lengur lána með allt að 100% veði í fasteigninni sjálfri og unga fólkið þurfti aftur að leita á náðir foreldra og annarra til að brúa bilið með því að fá lánað veð í fasteign þeirra. Ekki leikur nokkur vafi á að lánveitendum var að fullu ljóst að verið væri að lána 90 til 100% af kaupverði tiltekinnar eignar en þeir settu það skilyrði að útvega þyrfti traustara veð en fólst í viðkomandi eign einni saman. 110% reglan.Nú hafa veður skipast í lofti og aðstæður allt aðrar en þegar margir þeirra sem nú eru í vandræðum skuldbundu sig til lífstíðar með kaupum á nýrri íbúð. Íbúðaverð hefur lækkað, eftirstöðvar lána hafa hækkað, bilið milli launa og afborgana breikkað og greiðslubyrðin orðin miklu þyngri en svörtustu spár gerðu ráð fyrir. Fjármálastofnanir hafa brugðist við með því að gefa fólki kost á afskriftum lána niður í 110% af verðmæti eigna. En ekki sitja allir við sama borð því að nú eru þeir, sem stóð til boða að taka 90 til 100% lán með veðsetningu í viðkomandi eign, lánsamari en hinir sem neyddust til að fara gömlu leiðina og fá lánuð veð hjá ættingjum og vinum til að eiga sömu möguleika á að koma sér þaki yfir höfuðið. Nú er verið að afskrifa lánin á forsendum veðanna sem hvíla á viðkomandi fasteign en ekki út frá forsendum skuldarinnar sem hvílir á viðkomandi lántaka vegna íbúðakaupanna. Skuld unga parsins, sem var sannanlega tekin til íbúðakaupanna og hvílir sem veð á fasteign foreldranna, fæst ekki tekin með í uppgjörið. Hver eru rökin fyrir þessari ósanngjörnu og óskynsamlegu mismunun? Hún er óréttlát og henni þarf að eyða. Þar sem sannanlega er hægt að sýna fram á að lán með veðum hjá foreldrum eða öðrum ættingjum hafi verið notuð til íbúðakaupa á að taka öll lán inn í 110% regluna til að allir sitji við sama borð. Mismununin á enn eftir að aukast.Allar líkur eru á að mismununin eigi eftir að aukast þegar fasteignaverð hækkar. Tökum gróft dæmi til skýringar. Aðili A, sem nýtur góðs af 110% reglunni, á fasteign sem metin er á 20 milljónir króna en á henni hvílir 29 milljóna króna skuld. Hann fær niðurfellingu samkvæmt 110% reglunni að hámarki 7 milljónir en eftir situr skuld sem nemur 22 miljónum króna. Nú hækkar fasteignaverð og hann selur eignina á 25 milljónir króna og á þá þrjár milljónir í vasa. Ef sama dæmi er yfirfært á aðila B, sem þurfti að fá veð að láni er niðurstaðan allt önnur. Hann situr uppi með sömu skuld og áður og ennþá neikvæða eignamyndun. Mismunurinn nemur 8 milljónum króna. Má ekki öllum vera ljóst (líka þeim sem hvöttu lántakendur og komu þeim í þetta klandur) að þetta er bæði ósanngjarnt og óskynsamlegt og þarf að leiðrétta án tafar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Á góðærisárunum fram til 2008 var ungt fólk hvatt til að kaupa sér húsnæði í stað þess að taka það á leigu. Bankar og aðrar fjármálastofnanir börðust um hylli fólks og buðu ungu fólki, sem var að kaupa sína fyrstu eign, lán sem í mörgum tilvikum dugðu fyrir öllum kaupunum. Fólki var sagt að það væri ekkert áhyggjuefni þó að fjármögnunin væri 100% lánsfé því að fasteignin stæði alltaf undir lánunum. Hins vegar velta ýmsir því fyrir sér um þessar mundir hvort 90 til 100% lán til íbúðarkaupa sé ein af ástæðunum fyrir þeim vanda sem margt ungt fólk stendur nú frammi fyrir vegna íbúðakaupa. Þessu erum við ekki sammála því að flest ungt fólk hefur alltaf þurft að taka 90 til 100% lán til fyrstu íbúðarkaupa. Það hefur bara verið spurning hvort það hafi fengið allt lánið á einum stað og hvort það hefur mátt veðsetja viðkomandi eign sem því nemur. Hér áður fyrr fór fólk, sem var að kaupa sína fyrstu eign, milli lánastofnana og kríaði út það sem hægt var á hverjum stað, jafnvel út á nafn foreldra og annarra ættingja. Ef foreldrarnir voru aflögufærir lögðu þeir unga fólkinu lið með lánum eða veðum og síðan var allnokkur hluti fenginn að láni hjá seljandanum til tiltekins árafjölda. Þegar fór að hilla undir lok góðærisins kom upp svipuð staða þegar lánastofnanir vildu ekki lengur lána með allt að 100% veði í fasteigninni sjálfri og unga fólkið þurfti aftur að leita á náðir foreldra og annarra til að brúa bilið með því að fá lánað veð í fasteign þeirra. Ekki leikur nokkur vafi á að lánveitendum var að fullu ljóst að verið væri að lána 90 til 100% af kaupverði tiltekinnar eignar en þeir settu það skilyrði að útvega þyrfti traustara veð en fólst í viðkomandi eign einni saman. 110% reglan.Nú hafa veður skipast í lofti og aðstæður allt aðrar en þegar margir þeirra sem nú eru í vandræðum skuldbundu sig til lífstíðar með kaupum á nýrri íbúð. Íbúðaverð hefur lækkað, eftirstöðvar lána hafa hækkað, bilið milli launa og afborgana breikkað og greiðslubyrðin orðin miklu þyngri en svörtustu spár gerðu ráð fyrir. Fjármálastofnanir hafa brugðist við með því að gefa fólki kost á afskriftum lána niður í 110% af verðmæti eigna. En ekki sitja allir við sama borð því að nú eru þeir, sem stóð til boða að taka 90 til 100% lán með veðsetningu í viðkomandi eign, lánsamari en hinir sem neyddust til að fara gömlu leiðina og fá lánuð veð hjá ættingjum og vinum til að eiga sömu möguleika á að koma sér þaki yfir höfuðið. Nú er verið að afskrifa lánin á forsendum veðanna sem hvíla á viðkomandi fasteign en ekki út frá forsendum skuldarinnar sem hvílir á viðkomandi lántaka vegna íbúðakaupanna. Skuld unga parsins, sem var sannanlega tekin til íbúðakaupanna og hvílir sem veð á fasteign foreldranna, fæst ekki tekin með í uppgjörið. Hver eru rökin fyrir þessari ósanngjörnu og óskynsamlegu mismunun? Hún er óréttlát og henni þarf að eyða. Þar sem sannanlega er hægt að sýna fram á að lán með veðum hjá foreldrum eða öðrum ættingjum hafi verið notuð til íbúðakaupa á að taka öll lán inn í 110% regluna til að allir sitji við sama borð. Mismununin á enn eftir að aukast.Allar líkur eru á að mismununin eigi eftir að aukast þegar fasteignaverð hækkar. Tökum gróft dæmi til skýringar. Aðili A, sem nýtur góðs af 110% reglunni, á fasteign sem metin er á 20 milljónir króna en á henni hvílir 29 milljóna króna skuld. Hann fær niðurfellingu samkvæmt 110% reglunni að hámarki 7 milljónir en eftir situr skuld sem nemur 22 miljónum króna. Nú hækkar fasteignaverð og hann selur eignina á 25 milljónir króna og á þá þrjár milljónir í vasa. Ef sama dæmi er yfirfært á aðila B, sem þurfti að fá veð að láni er niðurstaðan allt önnur. Hann situr uppi með sömu skuld og áður og ennþá neikvæða eignamyndun. Mismunurinn nemur 8 milljónum króna. Má ekki öllum vera ljóst (líka þeim sem hvöttu lántakendur og komu þeim í þetta klandur) að þetta er bæði ósanngjarnt og óskynsamlegt og þarf að leiðrétta án tafar.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar