Spornum við útbreiðslu krabbameina 4. febrúar 2012 00:01 Alþjóðlegur dagur baráttu gegn krabbameinum er í dag, 4. febrúar, haldinn ár hvert samkvæmt ákvörðun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Sú ákvörðun er ekki að ástæðulausu því krabbamein er eitt algengasta dánarmeinið í veröldinni og hefur verið áætlað að á árunum 2005-2015 felli það um 84 milljónir manna í valinn. Sameinuðu þjóðirnar beina sjónum í vaxandi mæli að svokölluðum ósmitnæmum sjúkdómum sem vaxandi heilsufarsvanda vegna þess hve mjög þeir eru í sókn og herja á þjóðir heims eins og faraldur. Reykingar og önnur tóbaksnotkun á ríkan þátt í útbreiðslu þessara sjúkdóma en helstir þeirra eru hjarta- og æðasjúkdómar, lungna- og öndunarfærasjúkdómar og krabbamein. Á fundi Sameinuðu þjóðanna síðastliðið haust var samþykkt yfirlýsing um aðgerðir í baráttunni gegn langvinnum sjúkdómum sem felur í sér mikilvæga áminningu, aðvörun og leiðbeiningar til þjóða heims um að berjast gegn þessu risavaxna vandamáli. Árangursríkar forvarnirVið eigum mörg vopn í baráttunni gegn krabbameinum og eigum að beita þeim öllum á markvissan hátt, því sókn er besta vörnin. Forvarnir skipta miklu máli sem sést gleggst á því hvað dregið hefur úr nýgengi lungnakrabbameins og dánartíðni lækkað samhliða hröðu undanhaldi reykinga. Lungnakrabbamein er annað algengasta krabbameinið hér á landi, bæði hjá konum og körlum en talið er að um 90% lungnakrabbameina megi rekja til reykinga. Staðreyndirnar sýna svo ekki verður um villst að lungnakrabbamein hefur sterk tengsl við lífshætti fólks og einfaldasta og skilvirkasta vörnin gegn því er að nota ekki tóbak. Sortuæxli er annað krabbamein sem hefur sterk tengsl við lífsstíl og sótti mjög á þegar ljósabekkjanotkun varð snar þáttur í lífi margra landsmanna á síðustu áratugum liðinnar aldar. Árið 2004 var ráðist í átakið Hættan er ljós en þá voru sortuæxli algengasta krabbameinið hjá ungum konum og næstalgengast hjá ungum karlmönnum. Fræðsla og aukin vitund fólks um skaðsemi ljósabekkja hefur skilað árangri og eins má geta þess að árið 2010 var lagt bann við notkun þeirra fyrir börn yngri en 18 ára. Nýjustu tölur úr Krabbameinsskrá sýna að verulega hefur dregið úr nýgengi sortuæxlis og er það rakið til minni notkunar ljósabekkja og ábyrgari hegðunar fólks í sólinni. Bólusetning gegn leghálskrabbameiniSíðastliðið haust hófust bólusetningar stúlkna gegn HPV veirunni sem getur valdið leghálskrabbameini og verða 12 ára stúlkur framvegis bólusettar árlega. Talið er að með almennri bólusetningu megi koma í veg fyrir um 60-70% leghálskrabbameins og um 40% alvarlega forstigsbreytinga þess. Ávinningurinn er mikill þótt hann komi ekki strax í ljós þar sem leghálskrabbamein myndast um 20-30 árum eftir HPV sýkingu. Því er mikilvægt að konur fylgi áfram þeim tilmælum sem nú eru í gildi um krabbameinsleit og mæti til skoðunar hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands sem konur eru boðaðar í reglulega. Þar fer einnig fram skimun fyrir brjóstakrabbameini sem er ekki síður mikilvægur þáttur þjónustunnar sem Krabbameinsfélagið veitir og konur eru hvattar til að nýta sér. Framfarir í krabbameinslækningumAlmennt gildir um krabbamein að því fyrr sem meinið finnst þeim mun betri eru batahorfur fólks. Miklar framfarir hafa orðið í krabbameinslækningum á liðnum árum og áratugum og sífellt vinnast nýir sigrar á því sviði. Hér á landi stöndum við vel að vígi, árangur í krabbameinslækningum er almennt mjög góður í samanburði við aðrar þjóðir, þökk sé traustu heilbrigðiskerfi og framúrskarandi fagfólki sem vinnur störf sín af metnaði og einbeittum vilja til þess að gera sífellt betur. Í liðinni viku urðu þau tímamót á Landspítala að þar var framkvæmd í fyrsta skipti hér á landi, aðgerð vegna meðferðar við blöðruhálskirtilskrabbameini með svokallaðri innri geislun. Hingað til hefur þurft að senda sjúklinga til Svíþjóðar í slíka meðferð og það er því afar kærkomið að nú sé hægt að sinna þeim hópi sjúklinga sem í hlut eiga hér heima. Alþjóðlegur samanburðurNýjasta skýrsla OECD um heilbrigðismál, OECD Health at a Glance, sýnir að Ísland stendur á flestum sviðum vel í samanburði við þau 34 lönd sem aðild eiga að stofnuninni. Þetta á ekki síst við um forvarnir og meðferð vegna krabbameina þar sem við erum í fremstu röð. Við getum verið stolt af þeim árangri en þurfum áfram að vaka á verðinum og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að sporna við útbreiðslu krabbameina með því að sækja fram ótrauð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur baráttu gegn krabbameinum er í dag, 4. febrúar, haldinn ár hvert samkvæmt ákvörðun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Sú ákvörðun er ekki að ástæðulausu því krabbamein er eitt algengasta dánarmeinið í veröldinni og hefur verið áætlað að á árunum 2005-2015 felli það um 84 milljónir manna í valinn. Sameinuðu þjóðirnar beina sjónum í vaxandi mæli að svokölluðum ósmitnæmum sjúkdómum sem vaxandi heilsufarsvanda vegna þess hve mjög þeir eru í sókn og herja á þjóðir heims eins og faraldur. Reykingar og önnur tóbaksnotkun á ríkan þátt í útbreiðslu þessara sjúkdóma en helstir þeirra eru hjarta- og æðasjúkdómar, lungna- og öndunarfærasjúkdómar og krabbamein. Á fundi Sameinuðu þjóðanna síðastliðið haust var samþykkt yfirlýsing um aðgerðir í baráttunni gegn langvinnum sjúkdómum sem felur í sér mikilvæga áminningu, aðvörun og leiðbeiningar til þjóða heims um að berjast gegn þessu risavaxna vandamáli. Árangursríkar forvarnirVið eigum mörg vopn í baráttunni gegn krabbameinum og eigum að beita þeim öllum á markvissan hátt, því sókn er besta vörnin. Forvarnir skipta miklu máli sem sést gleggst á því hvað dregið hefur úr nýgengi lungnakrabbameins og dánartíðni lækkað samhliða hröðu undanhaldi reykinga. Lungnakrabbamein er annað algengasta krabbameinið hér á landi, bæði hjá konum og körlum en talið er að um 90% lungnakrabbameina megi rekja til reykinga. Staðreyndirnar sýna svo ekki verður um villst að lungnakrabbamein hefur sterk tengsl við lífshætti fólks og einfaldasta og skilvirkasta vörnin gegn því er að nota ekki tóbak. Sortuæxli er annað krabbamein sem hefur sterk tengsl við lífsstíl og sótti mjög á þegar ljósabekkjanotkun varð snar þáttur í lífi margra landsmanna á síðustu áratugum liðinnar aldar. Árið 2004 var ráðist í átakið Hættan er ljós en þá voru sortuæxli algengasta krabbameinið hjá ungum konum og næstalgengast hjá ungum karlmönnum. Fræðsla og aukin vitund fólks um skaðsemi ljósabekkja hefur skilað árangri og eins má geta þess að árið 2010 var lagt bann við notkun þeirra fyrir börn yngri en 18 ára. Nýjustu tölur úr Krabbameinsskrá sýna að verulega hefur dregið úr nýgengi sortuæxlis og er það rakið til minni notkunar ljósabekkja og ábyrgari hegðunar fólks í sólinni. Bólusetning gegn leghálskrabbameiniSíðastliðið haust hófust bólusetningar stúlkna gegn HPV veirunni sem getur valdið leghálskrabbameini og verða 12 ára stúlkur framvegis bólusettar árlega. Talið er að með almennri bólusetningu megi koma í veg fyrir um 60-70% leghálskrabbameins og um 40% alvarlega forstigsbreytinga þess. Ávinningurinn er mikill þótt hann komi ekki strax í ljós þar sem leghálskrabbamein myndast um 20-30 árum eftir HPV sýkingu. Því er mikilvægt að konur fylgi áfram þeim tilmælum sem nú eru í gildi um krabbameinsleit og mæti til skoðunar hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands sem konur eru boðaðar í reglulega. Þar fer einnig fram skimun fyrir brjóstakrabbameini sem er ekki síður mikilvægur þáttur þjónustunnar sem Krabbameinsfélagið veitir og konur eru hvattar til að nýta sér. Framfarir í krabbameinslækningumAlmennt gildir um krabbamein að því fyrr sem meinið finnst þeim mun betri eru batahorfur fólks. Miklar framfarir hafa orðið í krabbameinslækningum á liðnum árum og áratugum og sífellt vinnast nýir sigrar á því sviði. Hér á landi stöndum við vel að vígi, árangur í krabbameinslækningum er almennt mjög góður í samanburði við aðrar þjóðir, þökk sé traustu heilbrigðiskerfi og framúrskarandi fagfólki sem vinnur störf sín af metnaði og einbeittum vilja til þess að gera sífellt betur. Í liðinni viku urðu þau tímamót á Landspítala að þar var framkvæmd í fyrsta skipti hér á landi, aðgerð vegna meðferðar við blöðruhálskirtilskrabbameini með svokallaðri innri geislun. Hingað til hefur þurft að senda sjúklinga til Svíþjóðar í slíka meðferð og það er því afar kærkomið að nú sé hægt að sinna þeim hópi sjúklinga sem í hlut eiga hér heima. Alþjóðlegur samanburðurNýjasta skýrsla OECD um heilbrigðismál, OECD Health at a Glance, sýnir að Ísland stendur á flestum sviðum vel í samanburði við þau 34 lönd sem aðild eiga að stofnuninni. Þetta á ekki síst við um forvarnir og meðferð vegna krabbameina þar sem við erum í fremstu röð. Við getum verið stolt af þeim árangri en þurfum áfram að vaka á verðinum og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að sporna við útbreiðslu krabbameina með því að sækja fram ótrauð.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun