Guðríður nýtur mikils trausts 21. febrúar 2012 06:00 Fróðlegt hefur verið að fylgjast með atburðarás og pólitískri umræðu síðan meirihlutinn í Kópavogi sprakk á dögunum. Og ekki síst hvernig menn matreiða ástæður upphlaups síns þegar í óefni er komið. Nokkur atriði standa upp úr. Í fyrsta lagi hversu kvik smáframboðin eru þegar á reynir. Framboð sem urðu til í því skyni að fella sjálfstæðismeirihlutann í Kópavogi vildu frekar hlaupa í fangið á honum en standa við ákvarðanir sínar þegar þær urðu óþægilegar. Í öðru lagi að meirihluti bæjarstjórnar á aldrei að snúast um bæjarstjórann. Meirihluti verður til um verkefni og framtíðarsýn. Enginn embættismaður á að koma framar því að árangur náist í stefnumálum. Verkefnin eru á ábyrgð pólitískt kjörinna fulltrúa og náist ekki árangur með embættismanni verður að taka á því. Í þriðja lagi hvernig umfjöllunin er um konur og völd. Pólitískur bæjarstjóriVið í Samfylkingunni í Kópavogi töldum flest að árangursríkast væri að hafa pólitískan bæjarstjóra í nýjum meirihluta eftir síðustu kosningar. Niðurstaðan varð hins vegar að ráða bæjarstjóra. Margir voru þó efins um að ráða embættismann sem verið hafði hluti af stjórnkerfi bæjarins en það varð að ráði. Ég hef verið í aðstöðu til að fylgjast náið með framvindu mála í Kópavogi frá kosningum og hvaða vandamál hafa komið upp. Við Guðríður Arnardóttir sátum saman sl. sumar og ræddum stöðuna, m.a. þá skoðun sem oft kom upp innan Samfylkingar að við værum að taka afleiðingum þess að vera ekki með pólitískan bæjarstjóra. Hún sagði þá; „Ég stend með bæjarstjóranum og ætla að bakka hana upp eins og þarf. Ég mun þess vegna taka mér frí frá kennslu í vetur, vinna með henni og styrkja hana." Síðan meirihlutinn sprakk hefur því verið haldið fram að Guðríður hafi farið í þá vegferð til að grafa undan bæjarstjóranum. Það er lúaleg staðhæfing og þeir sem unnið hafa með Guðríði í meirihluta vita betur. Nú er Y-listinn sem varð til sem andsvar við fyrrverandi meirihluta kominn í eina sæng með honum og oddamaður er sá sami Gunnar Birgisson og þau veittust sem mest að. Bæjarstjórinn er pólitískur karl – oddviti Sjálfstæðisflokksins sem átti að koma frá völdum. Grafið undan sterkum konumÉg minnist umfjöllunar um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þegar hún var formaður Samfylkingar. Henni voru gerðar upp skoðanir og síðan veist harkalega að henni vegna þeirra. Menn óttuðust hana sem andstæðing og þá voru öll meðul notuð. Sama aðferð er nú notuð á Guðríði. Staðreyndir eru skrumskældar og teknar úr samhengi. Auðvitað treystir hún sér til að vera bæjarstjóri og teflir þeim möguleika fram við meirihlutamyndun. Hún er sterkur stjórnmálamaður. Eðlilega hlustar hún á sitt bakland. En þegar Guðríður hefur tekið ákvörðun stendur hún með henni. Þeir sem segja hana hafa viljað Guðrúnu Pálsdóttur frá til að koma sjálfri sér að vita svo miklu, miklu betur. Það er hinsvegar umhugsunarefni hvaða umfjöllun konur í stjórnmálaforystu fá samanborið við karlana, sérstaklega þegar kemur að völdum eða peningum. Munum að Steinunn Valdís var hrakin til að segja af sér meðan karlar sem þáðu sömu styrki og hún sitja sem fastast í sínum hlutverkum. Guðríður Arnardóttir er fyrirliði Samfylkingar í Kópavogi og það sem mestu máli skiptir núna er hvað hún nýtur mikils trausts samflokksmanna sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Fróðlegt hefur verið að fylgjast með atburðarás og pólitískri umræðu síðan meirihlutinn í Kópavogi sprakk á dögunum. Og ekki síst hvernig menn matreiða ástæður upphlaups síns þegar í óefni er komið. Nokkur atriði standa upp úr. Í fyrsta lagi hversu kvik smáframboðin eru þegar á reynir. Framboð sem urðu til í því skyni að fella sjálfstæðismeirihlutann í Kópavogi vildu frekar hlaupa í fangið á honum en standa við ákvarðanir sínar þegar þær urðu óþægilegar. Í öðru lagi að meirihluti bæjarstjórnar á aldrei að snúast um bæjarstjórann. Meirihluti verður til um verkefni og framtíðarsýn. Enginn embættismaður á að koma framar því að árangur náist í stefnumálum. Verkefnin eru á ábyrgð pólitískt kjörinna fulltrúa og náist ekki árangur með embættismanni verður að taka á því. Í þriðja lagi hvernig umfjöllunin er um konur og völd. Pólitískur bæjarstjóriVið í Samfylkingunni í Kópavogi töldum flest að árangursríkast væri að hafa pólitískan bæjarstjóra í nýjum meirihluta eftir síðustu kosningar. Niðurstaðan varð hins vegar að ráða bæjarstjóra. Margir voru þó efins um að ráða embættismann sem verið hafði hluti af stjórnkerfi bæjarins en það varð að ráði. Ég hef verið í aðstöðu til að fylgjast náið með framvindu mála í Kópavogi frá kosningum og hvaða vandamál hafa komið upp. Við Guðríður Arnardóttir sátum saman sl. sumar og ræddum stöðuna, m.a. þá skoðun sem oft kom upp innan Samfylkingar að við værum að taka afleiðingum þess að vera ekki með pólitískan bæjarstjóra. Hún sagði þá; „Ég stend með bæjarstjóranum og ætla að bakka hana upp eins og þarf. Ég mun þess vegna taka mér frí frá kennslu í vetur, vinna með henni og styrkja hana." Síðan meirihlutinn sprakk hefur því verið haldið fram að Guðríður hafi farið í þá vegferð til að grafa undan bæjarstjóranum. Það er lúaleg staðhæfing og þeir sem unnið hafa með Guðríði í meirihluta vita betur. Nú er Y-listinn sem varð til sem andsvar við fyrrverandi meirihluta kominn í eina sæng með honum og oddamaður er sá sami Gunnar Birgisson og þau veittust sem mest að. Bæjarstjórinn er pólitískur karl – oddviti Sjálfstæðisflokksins sem átti að koma frá völdum. Grafið undan sterkum konumÉg minnist umfjöllunar um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þegar hún var formaður Samfylkingar. Henni voru gerðar upp skoðanir og síðan veist harkalega að henni vegna þeirra. Menn óttuðust hana sem andstæðing og þá voru öll meðul notuð. Sama aðferð er nú notuð á Guðríði. Staðreyndir eru skrumskældar og teknar úr samhengi. Auðvitað treystir hún sér til að vera bæjarstjóri og teflir þeim möguleika fram við meirihlutamyndun. Hún er sterkur stjórnmálamaður. Eðlilega hlustar hún á sitt bakland. En þegar Guðríður hefur tekið ákvörðun stendur hún með henni. Þeir sem segja hana hafa viljað Guðrúnu Pálsdóttur frá til að koma sjálfri sér að vita svo miklu, miklu betur. Það er hinsvegar umhugsunarefni hvaða umfjöllun konur í stjórnmálaforystu fá samanborið við karlana, sérstaklega þegar kemur að völdum eða peningum. Munum að Steinunn Valdís var hrakin til að segja af sér meðan karlar sem þáðu sömu styrki og hún sitja sem fastast í sínum hlutverkum. Guðríður Arnardóttir er fyrirliði Samfylkingar í Kópavogi og það sem mestu máli skiptir núna er hvað hún nýtur mikils trausts samflokksmanna sinna.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar