Dagur hinna slæmu "túrverkja“ Silja Ástþórsdóttir skrifar 23. febrúar 2012 06:00 Ég vakna upp við skerandi sársauka. Ég teygi mig eftir verkjatöflunum og skelli í mig tveimur parkódín forte og tveimur íbúfen. Ég veit að lyfin slá ekki á verkina en þau sljóvga mig aðeins sem er skárra en ekkert. Ég hnippi í manninn minn sem fer svefndrukkinn á fætur og kemur til baka með tvo hitapoka sem veita mér svolitla líkn. Fram eftir morgni græt ég og styn af kvölum. Ég dreg það eins lengi og ég get að fara á salernið en loks get ég ekki dregið það lengur og maðurinn minn styður mig fram. Það er stingandi sárt að pissa og það kemur yfir mig gríðarleg þörf til að hafa hægðir en það er jafnframt svo sárt. Ég finn að ég er að detta út og læt mig síga niður á gólfið. Þegar ég ranka úr yfirliðinu er líðanin óbærileg. Ég ligg á hliðinni á köldu flísalögðu gólfinu og kasta upp. Þegar það alversta er liðið hjá, ber maðurinn minn mig inn í rúm. Í vanmætti sínum reynir hann að hugga mig með því að strjúka mér en mér finnst öll snerting óþægileg. Sama hvað læknirinn sagði, þá getur þetta ekki verið eðlilegt. Við ákveðum að hringja í lækni sem kemur og tvístígur yfir mér og afræður loks að senda mig með sjúkrabíl á spítala. Þegar þangað er komið ganga hlutirnir hægt. Blóðþrýstingurinn er mældur, blóðprufa tekin og mér gefin aumingjaleg panodyl. Reyndar eru verkirnir aðeins farnir að hjaðna þegar þarna er komið sögu enda langt liðið á daginn. Ég er dauðuppgefin og dorma þar sem ég ligg á bekknum. Loks er okkur tjáð að ekkert finnist að mér og okkur bent á að fara niður á kvennadeild Landspítalans. Þar er ég skoðuð í sónar sem sýnir að ekkert sé að frekar en fyrri daginn og við erum send heim án nokkurra frekari ráðlegginga. Í næsta verkjakasti ætla ég að vera heima og ekki eyða orkunni í tilgangslausa spítalaferð. Stundum vildi ég bara fá að deyja. Ekki af því að ég sé í grunninn þunglynd eða áhugalaus um lífið. Þessir stöðugu verkir og allt sem þeim fylgir er einfaldlega það slæmt að það er óbærilegt að lifa með því. Vika endómetríósu á ÍslandiÁ morgun hefst vika endómetríósu á Íslandi. Henni lýkur 1. mars með alþjóðlega gulu-bola-deginum en á þeim degi er fólk hvatt til að sýna samhug og klæðast einhverju gulu sem er litur endómetríósu. Endómetríósa/legslímuflakk er krónískur móðurlífssjúkdómur. Talið er að um 5% kvenna séu með sjúkdóminn. Meðalgreiningartími sjúkdómsins er sjö ár víðast um heim og er engin ástæða til að ætla að greiningartíminn sé styttri hér á landi. Algengt er að endó-konur fari lækna á milli í mörg ár í leit að sjúkdómsgreiningu og hjálp áður en greining fæst. Á meðan grasserar sjúkdómurinn og versnar og líðanin eftir því sömuleiðis. Sjúkdómurinn á sér margar birtingarmyndir. Í vægum tilfellum finna konur engin einkenni hans meðan aðrar búa við krónískar kvalir með mikilli skerðingu lífsgæða. Sjúkdómurinn getur leitt til örorku og í einstaka tilvikum hafa fylgikvillar sjúkdómsins leitt til dauða. Um 30% af ófrjósemi og vanfrjósemi kvenna er talið mega rekja til endómetríósu. Merki um endómetríósu geta meðal annars verið eitt eða fleiri af eftirfarandi einkennum: Miklir verkir við blæðingar, sársauki við þvaglát og/eða hægðir, sársauki við kynlíf og síþreyta. Sjúkdómurinn er aðallega meðhöndlaður með skurðaðgerðum og hormónagjöf sem geta gefið góða raun. Kvensjúkdómalæknar, skólahjúkrunarfólk og heilbrigðisstarfsfólk, foreldrar, ættingjar, vinir og vinkonur, munið eftir sjúkdómnum endómetríósu og vísið konu með ofangreind einkenni til Samtaka um endómetríósu. Það gæti bjargað henni frá margra ára þrautagöngu. Fyrsta skrefið í átt að bata er að fá sjúkdómsgreiningu og þar með vita hvað er að. Heimasíða: endo.is. Netfang: endo@endo.is. Facebook: Samtök um endómetríósu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Ég vakna upp við skerandi sársauka. Ég teygi mig eftir verkjatöflunum og skelli í mig tveimur parkódín forte og tveimur íbúfen. Ég veit að lyfin slá ekki á verkina en þau sljóvga mig aðeins sem er skárra en ekkert. Ég hnippi í manninn minn sem fer svefndrukkinn á fætur og kemur til baka með tvo hitapoka sem veita mér svolitla líkn. Fram eftir morgni græt ég og styn af kvölum. Ég dreg það eins lengi og ég get að fara á salernið en loks get ég ekki dregið það lengur og maðurinn minn styður mig fram. Það er stingandi sárt að pissa og það kemur yfir mig gríðarleg þörf til að hafa hægðir en það er jafnframt svo sárt. Ég finn að ég er að detta út og læt mig síga niður á gólfið. Þegar ég ranka úr yfirliðinu er líðanin óbærileg. Ég ligg á hliðinni á köldu flísalögðu gólfinu og kasta upp. Þegar það alversta er liðið hjá, ber maðurinn minn mig inn í rúm. Í vanmætti sínum reynir hann að hugga mig með því að strjúka mér en mér finnst öll snerting óþægileg. Sama hvað læknirinn sagði, þá getur þetta ekki verið eðlilegt. Við ákveðum að hringja í lækni sem kemur og tvístígur yfir mér og afræður loks að senda mig með sjúkrabíl á spítala. Þegar þangað er komið ganga hlutirnir hægt. Blóðþrýstingurinn er mældur, blóðprufa tekin og mér gefin aumingjaleg panodyl. Reyndar eru verkirnir aðeins farnir að hjaðna þegar þarna er komið sögu enda langt liðið á daginn. Ég er dauðuppgefin og dorma þar sem ég ligg á bekknum. Loks er okkur tjáð að ekkert finnist að mér og okkur bent á að fara niður á kvennadeild Landspítalans. Þar er ég skoðuð í sónar sem sýnir að ekkert sé að frekar en fyrri daginn og við erum send heim án nokkurra frekari ráðlegginga. Í næsta verkjakasti ætla ég að vera heima og ekki eyða orkunni í tilgangslausa spítalaferð. Stundum vildi ég bara fá að deyja. Ekki af því að ég sé í grunninn þunglynd eða áhugalaus um lífið. Þessir stöðugu verkir og allt sem þeim fylgir er einfaldlega það slæmt að það er óbærilegt að lifa með því. Vika endómetríósu á ÍslandiÁ morgun hefst vika endómetríósu á Íslandi. Henni lýkur 1. mars með alþjóðlega gulu-bola-deginum en á þeim degi er fólk hvatt til að sýna samhug og klæðast einhverju gulu sem er litur endómetríósu. Endómetríósa/legslímuflakk er krónískur móðurlífssjúkdómur. Talið er að um 5% kvenna séu með sjúkdóminn. Meðalgreiningartími sjúkdómsins er sjö ár víðast um heim og er engin ástæða til að ætla að greiningartíminn sé styttri hér á landi. Algengt er að endó-konur fari lækna á milli í mörg ár í leit að sjúkdómsgreiningu og hjálp áður en greining fæst. Á meðan grasserar sjúkdómurinn og versnar og líðanin eftir því sömuleiðis. Sjúkdómurinn á sér margar birtingarmyndir. Í vægum tilfellum finna konur engin einkenni hans meðan aðrar búa við krónískar kvalir með mikilli skerðingu lífsgæða. Sjúkdómurinn getur leitt til örorku og í einstaka tilvikum hafa fylgikvillar sjúkdómsins leitt til dauða. Um 30% af ófrjósemi og vanfrjósemi kvenna er talið mega rekja til endómetríósu. Merki um endómetríósu geta meðal annars verið eitt eða fleiri af eftirfarandi einkennum: Miklir verkir við blæðingar, sársauki við þvaglát og/eða hægðir, sársauki við kynlíf og síþreyta. Sjúkdómurinn er aðallega meðhöndlaður með skurðaðgerðum og hormónagjöf sem geta gefið góða raun. Kvensjúkdómalæknar, skólahjúkrunarfólk og heilbrigðisstarfsfólk, foreldrar, ættingjar, vinir og vinkonur, munið eftir sjúkdómnum endómetríósu og vísið konu með ofangreind einkenni til Samtaka um endómetríósu. Það gæti bjargað henni frá margra ára þrautagöngu. Fyrsta skrefið í átt að bata er að fá sjúkdómsgreiningu og þar með vita hvað er að. Heimasíða: endo.is. Netfang: endo@endo.is. Facebook: Samtök um endómetríósu.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar