Af vondum pólitíkusum og venjulegu fólki Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 24. febrúar 2012 06:00 Ég er þriggja barna móðir, amma og stjúpmóðir úr Kópavoginum. Ég hef varið megin hluta starfsævinnar í að kenna börnum við grunnskóla í Kópavogi. Núna starfa ég sem verkefnastjóri við samtök sem vinna að mannréttindum barna. Vorið 2010 ákvað ég að bjóða mig fram í bæjarstjórnarkosningum fyrir Samfylkinguna í Kópavogi. Ég hafði starfað með flokknum í bænum um nokkurra ára skeið en aldrei verið á neinum framboðslista. Ég taldi mig eiga brýnt erindi og vildi beita mér fyrir breytingum í mínu bæjarfélagi. Við nýttum nótt sem nýtan dag við að útbúa metnaðarfulla og raunhæfa stefnu með höfuðáherslu á hagsmuni bæjarbúa og heiðarleika. Jafnframt vildum við minnka skuldir bæjarins, en þær höfðu aukist um tugi milljarða á nokkrum árum hjá þeim meirihluta sem var búinn að vera við völd um 20 ára skeið. Nú var kominn tími til að breyta.Ný framboð Korteri fyrir kosningar vorið 2010 spruttu svo upp tvö ný framboð í bænum. Annað þeirra kenndi sig við venjulegt fólk, fólkið í bænum og tók sér bókstafinn Y. Þau voru ekki pólitíkusar enda var það skammaryrði. Reyndar voru margir á þessum listum með ýmis pólitísk störf á ferilskránni sinni þegar vel var að gáð. Voru þetta kannski pólitíkusar í feluleik? Þetta fólk vildi hreinsa til í bænum og sópa burtu þessum spilltu pólitíkusum. Það setti á sig gúmmíhanska og stóð á tröppum bæjarskrifstofanna vopnað kústum og skrúbbum. Gefum þessum gömlu pólitíkusum frí var viðkvæðið. Allir voru settir á sama bás, hvort sem þeir höfðu verið við völd í bænum eða ekki. Ég var þarna hætt að vera venjuleg kona, móðir og kennari í Kópavogi og komin í hópinn vonda sem nefnist „pótitíkusar". Þau stilltu sér víða upp í bænum, hreingerningarfólkið. Eitt sinn er ég var stödd fyrir utan Bónus ásamt félaga mínum að dreifa stefnu Samfylkingarinnar í Kópavogi, ruddist einn þeirra að okkur, Eiríkur Ólafsson, með boðskapinn. Rannveig Ásgeirsdóttir, oddviti hreingerningarmanna, bættist við. Við reyndum að eiga við Eirík orðastað og benda honum á að við hefðum aldrei verið við völd í bænum, við í Samfylkingunni. Lítt var hlustað á það, við tilheyrðum flokki.Nýir tímar Svo komu kosningar og meirihlutinn gamli, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur féll. Samfylkingin, listi Vinstri Grænna ásamt nýju framboðunum tveimur, hreingerningarfólkinu og Næst besta flokknum tóku við stjórntaumunum í Kópavogi undir forystu Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í Kópavogi. Helsta krafa hreingerningarmanna um ópólitískan bæjarstjóra var virt. Þessi meirihluti undir forystu Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar, hefur lyft grettistaki á 20 mánuðum við að minnka skuldir bæjarins og breyta stjórnsýslunni án þess að það hafi bitnað á þeim sem síst skyldi. Hugmyndafræði jafnaðarmanna var höfð að leiðarljósi og mikil sátt hefur verið meðal íbúa í bænum og lítið um óánægjuraddir eins og oft áður. Nýir tímar voru komnir í Kópavogi!Gamlir tímar? Nú bregður svo við að hreingerningarmeistararnir eru búnir að taka af sér hanskana og pakka saman. Eiríkur og Rannveig eru komin í eina sæng með þeim sem þau vildu sópa í burtu vorið 2010, gamla meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Sumir liðsmenn þeirra standa hnípnir eftir og hafa sagt sig af listanum, þeim er misboðið. Ég hef hitt ýmsa kjósendur þeirra Eiríks og Rannveigar. Þeir telja sig illa svikna. Nú skipta loforðin engu máli um að gefa gamla meirihlutanum frí og hafa ópólitískan bæjarstjóra. Það var greinilega bara Guðríður sem ekki mátti vera bæjarstjóri því hún er svo frek! Nú er Rannveig sæl og glöð, búin að fá stól Guðríðar, orðin formaður bæjarráðs og ætlar að kenna Gunnari Birgissyni og félögum siðbót að eigin sögn. Voru það sem sagt ekki málefnin og hagsmunir bæjarbúa sem skiptu máli? Var það sem sagt staða og stóll? Guðriður Arnardóttir hefur ávallt látið hagsmuni bæjarbúa og heiðarleika vera í fyrirrúmi við allar ákvarðanatökur. Hún hefur staðið sem klettur í öllu því ölduróti og aðförum sem á hana hafa dunið undanfarið. Það hefur verið sárt að horfa upp á það. Hún mun vonandi halda áfram að starfa fyrir Kópavosbúa af þeirri elju og dugnaði sem hún hefur gert til þessa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Ég er þriggja barna móðir, amma og stjúpmóðir úr Kópavoginum. Ég hef varið megin hluta starfsævinnar í að kenna börnum við grunnskóla í Kópavogi. Núna starfa ég sem verkefnastjóri við samtök sem vinna að mannréttindum barna. Vorið 2010 ákvað ég að bjóða mig fram í bæjarstjórnarkosningum fyrir Samfylkinguna í Kópavogi. Ég hafði starfað með flokknum í bænum um nokkurra ára skeið en aldrei verið á neinum framboðslista. Ég taldi mig eiga brýnt erindi og vildi beita mér fyrir breytingum í mínu bæjarfélagi. Við nýttum nótt sem nýtan dag við að útbúa metnaðarfulla og raunhæfa stefnu með höfuðáherslu á hagsmuni bæjarbúa og heiðarleika. Jafnframt vildum við minnka skuldir bæjarins, en þær höfðu aukist um tugi milljarða á nokkrum árum hjá þeim meirihluta sem var búinn að vera við völd um 20 ára skeið. Nú var kominn tími til að breyta.Ný framboð Korteri fyrir kosningar vorið 2010 spruttu svo upp tvö ný framboð í bænum. Annað þeirra kenndi sig við venjulegt fólk, fólkið í bænum og tók sér bókstafinn Y. Þau voru ekki pólitíkusar enda var það skammaryrði. Reyndar voru margir á þessum listum með ýmis pólitísk störf á ferilskránni sinni þegar vel var að gáð. Voru þetta kannski pólitíkusar í feluleik? Þetta fólk vildi hreinsa til í bænum og sópa burtu þessum spilltu pólitíkusum. Það setti á sig gúmmíhanska og stóð á tröppum bæjarskrifstofanna vopnað kústum og skrúbbum. Gefum þessum gömlu pólitíkusum frí var viðkvæðið. Allir voru settir á sama bás, hvort sem þeir höfðu verið við völd í bænum eða ekki. Ég var þarna hætt að vera venjuleg kona, móðir og kennari í Kópavogi og komin í hópinn vonda sem nefnist „pótitíkusar". Þau stilltu sér víða upp í bænum, hreingerningarfólkið. Eitt sinn er ég var stödd fyrir utan Bónus ásamt félaga mínum að dreifa stefnu Samfylkingarinnar í Kópavogi, ruddist einn þeirra að okkur, Eiríkur Ólafsson, með boðskapinn. Rannveig Ásgeirsdóttir, oddviti hreingerningarmanna, bættist við. Við reyndum að eiga við Eirík orðastað og benda honum á að við hefðum aldrei verið við völd í bænum, við í Samfylkingunni. Lítt var hlustað á það, við tilheyrðum flokki.Nýir tímar Svo komu kosningar og meirihlutinn gamli, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur féll. Samfylkingin, listi Vinstri Grænna ásamt nýju framboðunum tveimur, hreingerningarfólkinu og Næst besta flokknum tóku við stjórntaumunum í Kópavogi undir forystu Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í Kópavogi. Helsta krafa hreingerningarmanna um ópólitískan bæjarstjóra var virt. Þessi meirihluti undir forystu Guðríðar Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar, hefur lyft grettistaki á 20 mánuðum við að minnka skuldir bæjarins og breyta stjórnsýslunni án þess að það hafi bitnað á þeim sem síst skyldi. Hugmyndafræði jafnaðarmanna var höfð að leiðarljósi og mikil sátt hefur verið meðal íbúa í bænum og lítið um óánægjuraddir eins og oft áður. Nýir tímar voru komnir í Kópavogi!Gamlir tímar? Nú bregður svo við að hreingerningarmeistararnir eru búnir að taka af sér hanskana og pakka saman. Eiríkur og Rannveig eru komin í eina sæng með þeim sem þau vildu sópa í burtu vorið 2010, gamla meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Sumir liðsmenn þeirra standa hnípnir eftir og hafa sagt sig af listanum, þeim er misboðið. Ég hef hitt ýmsa kjósendur þeirra Eiríks og Rannveigar. Þeir telja sig illa svikna. Nú skipta loforðin engu máli um að gefa gamla meirihlutanum frí og hafa ópólitískan bæjarstjóra. Það var greinilega bara Guðríður sem ekki mátti vera bæjarstjóri því hún er svo frek! Nú er Rannveig sæl og glöð, búin að fá stól Guðríðar, orðin formaður bæjarráðs og ætlar að kenna Gunnari Birgissyni og félögum siðbót að eigin sögn. Voru það sem sagt ekki málefnin og hagsmunir bæjarbúa sem skiptu máli? Var það sem sagt staða og stóll? Guðriður Arnardóttir hefur ávallt látið hagsmuni bæjarbúa og heiðarleika vera í fyrirrúmi við allar ákvarðanatökur. Hún hefur staðið sem klettur í öllu því ölduróti og aðförum sem á hana hafa dunið undanfarið. Það hefur verið sárt að horfa upp á það. Hún mun vonandi halda áfram að starfa fyrir Kópavosbúa af þeirri elju og dugnaði sem hún hefur gert til þessa.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar