Tækifæri í hjólaferðamennsku á Íslandi, fyrir alla um allt land, alls staðar; umhverfisvæn og sjálfbær 24. febrúar 2012 06:00 Nú er lag að hefja merkingu hjólaleiða á Íslandi. Bæði samræmist það stefnu opinberra yfirvalda um grænar áherslur til framtíðar og fellur vel að eflingu ferðaþjónustu á Íslandi. Hjólreiðaferðamenn skilja meira fé eftir á ferðum sínum en þeir sem ferðast fyrir innfluttri olíu á bílum eða öðrum vélknúnum ökutækjum. Í hinum vestræna heimi kyrrsetunnar eru fríin gjarna notuð til að tengjast náttúrunni og virkja eigin orku. Í Evrópu hefur orðið til öflugt net hjólaleiða, Euro-Velo, sem nær nú til allra stærstu landa álfunnar – nema Íslands og Færeyja. Það er mikill áhugi fyrir því í Evrópu hjá ECF – European Cyclist Federation að sjá Ísland með á Evrópukortinu. Daninn Jens Erik Larssen hefur nýlokið skýrslu vegna EuroVelo leiðar um Möltu. Hann hefur áralanga reynslu að málefnum hjólaferðamennsku og verður einn aðal fyrirlesari málþingsins Tækifæri í hjólaferðamennsku á Íslandi 24. febrúar 2012. Á Íslandi hefur hjólatengdri ferðaþjónustu lítið verið sinnt. Fyrir tveimur árum kom breskur hjólaferðamálasérfræðingur með erindi á fund Íslandsstofu; Tom Burnham og sagði frá hjólaleiðinni Coast to coast og hvernig uppbygging dreifðrar byggðar í kringum leiðina hefði þróast ánægjulega við merkingu hennar. Síðan þá hefur hann stutt áfram hjólatengd verkefni á Íslandi og verður einnig með erindi á málþinginu. Í mörg ár hafa fjölmargir vegfarendur lagt leið sína um landið á hjólum. Engir ferðalangar njóta jafn mikillar virðingar í mínum huga og þeir sem ferðast þannig um landið. Og við vitum svo sáralítið um þá. Sigrún Kapitóla í námi við ferðamáladeildina í Háskólanum á Hólum, hefur rannsakað hverjir þetta eru. Hennar niðurstöður segja okkur að þetta séu vel menntaðir og ágætlega efnaðir ferðamenn sem njóta náttúrunnar og samveru vina sinna með því að ferðast á þennan umhverfisvæna hátt um landið. Þetta eru ferðamenn sem öllu jafna stoppa lengur en aðrir og eru dyggir kaupendur í nærsamfélaginu sem þeir ferðast um. Þeir eru sammála um að þó víða sé gaman að uppgötva hvað Ísland er frábært hjólaland þá er margt til að bæta, laga og kynna hérlendis og erlendis. Til dæmis þarf að bæta hjólaleiðir til og frá Reykjavík. Merkingum utan Reykjavíkur er ábótavant, viðgerðaþjónusta við hjól sömuleiðis og helst vildu menn hjóla í nágrenni við þjóðveg nr. 1 en ekki á honum. Sigrún Kapitóla mun kynna niðurstöður sínar betur á þinginu. Fjölmargir aðrir áhugaverðir fyrirlestrar og málstofa verða á þinginu og þátttaka öllum opin. Hjólaleiðir á Íslandi er samvinnuverkefni fjölmargra aðila sem á einn eða annan hátt vilja koma að uppbyggingu og skipulagi hjólaleiða á Íslandi. Málþingið er fyrsti formlegi þátturinn í starfi verkefnisins. Markmið þess er að skipuleggja og byggja upp heildrænt hjólaleiðanet um Ísland, með upplýsingum um þjónustu við hjólreiðamenn. Um er að ræða: 1. Skilgreina landsnet hjólaleiða. Kortlagningu á einni stofnleið sem hægt verður að koma inn í Evrópska hljólanetið Euro Velo og kortlagningu á auka leiðum innan svæða/sveitarfélaga eða "loops". 2. Heildræna og samræmda merkingu hjólaleiða á Íslandi. Með kortlagningu hjólaleiða á Íslandi er verið að koma til móts við aukna hjólreiðanotkun Íslendinga og um leið byggja upp sterkari þjónustu við hjólreiðaferðamennsku á Íslandi. HAGSMUNAAÐILAR Þeir aðilar sem koma að þessu verkefni á einn eða annan hátt eru aðilar eins og Ferðamálastofa, Landsamtök hjólreiðamanna, Íslandsstofa, Vegagerðin, einkaaðilar, ferðaþjónustuaðilar, Hjólafærni á Íslandi, Vatnajökulsþjóðgarður, VSÓ, Samband íslenskra sveitarfélaga, EFLA og markaðsstofur um allt land. VERKEFNI FRAMUNDAN Verkefnið Hjólaleiðir á Íslandi skiptist í þrjá áfanga til þriggja ára. Verkefnaskipting áfanga er á þessa leið: Áfangi 1 1. Málþing um verkefnið um miðjan febrúar 2012. 2. Skilgreina hvaða kröfur hjólaleiðir þurfa að uppfylla. 3. Tengingu hjólaleiða á Íslandi við evrópska hjólanetið Euro Velo. - verklok í fyrsta lagi 2015. 4. Skilgreina landsnet hjólaleiða. 5. Rýni og þarfagreining á móttöku hjólandi ferðamanna til landsins. 6. Skilgreining, söfnun og framsetning á þjónustuaðilum, sem geta mætt þörfum hjólandi og uppbygging gagnagrunns því tengdu. Áfangi 2 - Unnið árið 2013 7. Kynning og framsetning landsnets hjólaleiða, upplýsingar til ferðamanna. 8. Kynning á sérstöðu hjólandi í umferðinni á Íslandi. 9. Gerð leiðbeininga fyrir aðila í ferðaþjónustu um allt land til að þeir geti óskað vottunar á að vera viðurkenndir hjólaþjónustuaðilar samanber verkefni sem unnin hafa verið annars staðar í Evrópu með góðum árangri (Bett und Bike frá Þýskalandi og Bicycle friendly í Bretlandi). 10. Áætlun um kynningu á íslenskri hjólaferðaþjónustu unnin og reynt að meta eftirspurnina eftir efldri hjólaþjónustu um landið. Áfangi 3 - Unnið árið 2014 11. Merking hjólaleiða. Í undirbúningsvinnu verkefnisins hefur verið frábært að finna hvað margir eru tilbúnir að koma að framvindu þess. Verkefnastjórn hefur tekið til starfa og tengslanet hefur þegar myndast um allt land sem og víða um álfu Evrópu. Þetta er framtíðarverkefni sem sannarlega er tímabært að hefja vinnu við á Íslandi. Við bjóðum áhugasama velkomna á málþingið Tækifæri í hjólaferðamennsku á Íslandi 24. febrúar 2012 í sal Eflu, Höfðabakka 9. Skráning og dagskrárkynning er á heimasíðu Landssamtaka hjólreiðamanna www.lhm.is. Ráðstefnan er einnig send út á Netinu og erindi hennar verða áfram aðgengileg á vef Landssamtaka hjólreiðamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Nú er lag að hefja merkingu hjólaleiða á Íslandi. Bæði samræmist það stefnu opinberra yfirvalda um grænar áherslur til framtíðar og fellur vel að eflingu ferðaþjónustu á Íslandi. Hjólreiðaferðamenn skilja meira fé eftir á ferðum sínum en þeir sem ferðast fyrir innfluttri olíu á bílum eða öðrum vélknúnum ökutækjum. Í hinum vestræna heimi kyrrsetunnar eru fríin gjarna notuð til að tengjast náttúrunni og virkja eigin orku. Í Evrópu hefur orðið til öflugt net hjólaleiða, Euro-Velo, sem nær nú til allra stærstu landa álfunnar – nema Íslands og Færeyja. Það er mikill áhugi fyrir því í Evrópu hjá ECF – European Cyclist Federation að sjá Ísland með á Evrópukortinu. Daninn Jens Erik Larssen hefur nýlokið skýrslu vegna EuroVelo leiðar um Möltu. Hann hefur áralanga reynslu að málefnum hjólaferðamennsku og verður einn aðal fyrirlesari málþingsins Tækifæri í hjólaferðamennsku á Íslandi 24. febrúar 2012. Á Íslandi hefur hjólatengdri ferðaþjónustu lítið verið sinnt. Fyrir tveimur árum kom breskur hjólaferðamálasérfræðingur með erindi á fund Íslandsstofu; Tom Burnham og sagði frá hjólaleiðinni Coast to coast og hvernig uppbygging dreifðrar byggðar í kringum leiðina hefði þróast ánægjulega við merkingu hennar. Síðan þá hefur hann stutt áfram hjólatengd verkefni á Íslandi og verður einnig með erindi á málþinginu. Í mörg ár hafa fjölmargir vegfarendur lagt leið sína um landið á hjólum. Engir ferðalangar njóta jafn mikillar virðingar í mínum huga og þeir sem ferðast þannig um landið. Og við vitum svo sáralítið um þá. Sigrún Kapitóla í námi við ferðamáladeildina í Háskólanum á Hólum, hefur rannsakað hverjir þetta eru. Hennar niðurstöður segja okkur að þetta séu vel menntaðir og ágætlega efnaðir ferðamenn sem njóta náttúrunnar og samveru vina sinna með því að ferðast á þennan umhverfisvæna hátt um landið. Þetta eru ferðamenn sem öllu jafna stoppa lengur en aðrir og eru dyggir kaupendur í nærsamfélaginu sem þeir ferðast um. Þeir eru sammála um að þó víða sé gaman að uppgötva hvað Ísland er frábært hjólaland þá er margt til að bæta, laga og kynna hérlendis og erlendis. Til dæmis þarf að bæta hjólaleiðir til og frá Reykjavík. Merkingum utan Reykjavíkur er ábótavant, viðgerðaþjónusta við hjól sömuleiðis og helst vildu menn hjóla í nágrenni við þjóðveg nr. 1 en ekki á honum. Sigrún Kapitóla mun kynna niðurstöður sínar betur á þinginu. Fjölmargir aðrir áhugaverðir fyrirlestrar og málstofa verða á þinginu og þátttaka öllum opin. Hjólaleiðir á Íslandi er samvinnuverkefni fjölmargra aðila sem á einn eða annan hátt vilja koma að uppbyggingu og skipulagi hjólaleiða á Íslandi. Málþingið er fyrsti formlegi þátturinn í starfi verkefnisins. Markmið þess er að skipuleggja og byggja upp heildrænt hjólaleiðanet um Ísland, með upplýsingum um þjónustu við hjólreiðamenn. Um er að ræða: 1. Skilgreina landsnet hjólaleiða. Kortlagningu á einni stofnleið sem hægt verður að koma inn í Evrópska hljólanetið Euro Velo og kortlagningu á auka leiðum innan svæða/sveitarfélaga eða "loops". 2. Heildræna og samræmda merkingu hjólaleiða á Íslandi. Með kortlagningu hjólaleiða á Íslandi er verið að koma til móts við aukna hjólreiðanotkun Íslendinga og um leið byggja upp sterkari þjónustu við hjólreiðaferðamennsku á Íslandi. HAGSMUNAAÐILAR Þeir aðilar sem koma að þessu verkefni á einn eða annan hátt eru aðilar eins og Ferðamálastofa, Landsamtök hjólreiðamanna, Íslandsstofa, Vegagerðin, einkaaðilar, ferðaþjónustuaðilar, Hjólafærni á Íslandi, Vatnajökulsþjóðgarður, VSÓ, Samband íslenskra sveitarfélaga, EFLA og markaðsstofur um allt land. VERKEFNI FRAMUNDAN Verkefnið Hjólaleiðir á Íslandi skiptist í þrjá áfanga til þriggja ára. Verkefnaskipting áfanga er á þessa leið: Áfangi 1 1. Málþing um verkefnið um miðjan febrúar 2012. 2. Skilgreina hvaða kröfur hjólaleiðir þurfa að uppfylla. 3. Tengingu hjólaleiða á Íslandi við evrópska hjólanetið Euro Velo. - verklok í fyrsta lagi 2015. 4. Skilgreina landsnet hjólaleiða. 5. Rýni og þarfagreining á móttöku hjólandi ferðamanna til landsins. 6. Skilgreining, söfnun og framsetning á þjónustuaðilum, sem geta mætt þörfum hjólandi og uppbygging gagnagrunns því tengdu. Áfangi 2 - Unnið árið 2013 7. Kynning og framsetning landsnets hjólaleiða, upplýsingar til ferðamanna. 8. Kynning á sérstöðu hjólandi í umferðinni á Íslandi. 9. Gerð leiðbeininga fyrir aðila í ferðaþjónustu um allt land til að þeir geti óskað vottunar á að vera viðurkenndir hjólaþjónustuaðilar samanber verkefni sem unnin hafa verið annars staðar í Evrópu með góðum árangri (Bett und Bike frá Þýskalandi og Bicycle friendly í Bretlandi). 10. Áætlun um kynningu á íslenskri hjólaferðaþjónustu unnin og reynt að meta eftirspurnina eftir efldri hjólaþjónustu um landið. Áfangi 3 - Unnið árið 2014 11. Merking hjólaleiða. Í undirbúningsvinnu verkefnisins hefur verið frábært að finna hvað margir eru tilbúnir að koma að framvindu þess. Verkefnastjórn hefur tekið til starfa og tengslanet hefur þegar myndast um allt land sem og víða um álfu Evrópu. Þetta er framtíðarverkefni sem sannarlega er tímabært að hefja vinnu við á Íslandi. Við bjóðum áhugasama velkomna á málþingið Tækifæri í hjólaferðamennsku á Íslandi 24. febrúar 2012 í sal Eflu, Höfðabakka 9. Skráning og dagskrárkynning er á heimasíðu Landssamtaka hjólreiðamanna www.lhm.is. Ráðstefnan er einnig send út á Netinu og erindi hennar verða áfram aðgengileg á vef Landssamtaka hjólreiðamanna.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar