Baráttan við refsileysi skilar árangri 25. febrúar 2012 06:00 Kynferðislegt ofbeldi í hernaði er alvarlegt mein sem bitnar á milljónum manna um allan heim. Eitt stærsta viðfangsefnið í mannréttindabaráttu í heiminum er að binda enda á skipulagða beitingu kynferðislegs ofbeldis í styrjaldarátökum. Skýrsla framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til Öryggisráðsins 23. febrúar markar tímamót því þar eru í fyrsta skipti nafngreindir einstaklingar sem gerst hafa sekir um kynferðislegt ofbeldi í hernaði. Birting lista yfir þessa einstaklinga, er nýjasta vopn Öryggisráðsins til að vinna bug á refsileysi og kröftug yfirlýsing þess efnis að þeir sem láti kynferðislegt ofbeldi líðast, brjóti með því alþjóðalög. Drengjum nauðgað í fangelsumSum einstök dæmi, sem nefnd eru í skýrslunni, eru átakanleg. Frásagnir hafa borist frá Sýrlandi frá körlum sem segjast hafa verið misnotaðir kynferðislega og orðið sjálfir vitni að því að unglingspiltum hafi verið nauðgað. Og í Líbíu var konum rænt á heimilum sínum, í bifreiðum eða á götum úti og þær fluttar á ókunna staði þar sem þeim var nauðgað. Körlum var nauðgað í endaþarm í fangelsum í því skyni að knýja þá til sagna. Það er í senn jákvætt og hvetjandi að Öryggisáðið láti, hér eftir sem hingað til, kynferðislegt ofbeldi í hernaði til sín taka. Engu að síður hef ég enn sem fyrr þungar áhyggjur af látlausum mannréttindabrotum um allan heim, þar á meðal tíðni nauðgana í tengslum við átök. Sérstaklega er áhyggjuefni að í mörgum tilfellum eru það öryggissveitir ríkja sem gera sig sekar um kynferðislegt ofbeldi, og höggva þar þeir sem síst skyldi, því hlutverk þeirra er að vernda borgarana. Einkennisbúningurinn á að vera tákn öryggis, aga og almannaþjónustu en er á allt of mörgum stöðum táknmynd nauðgana, rána og gripdeilda; ógnar og skelfingar. Annað dæmi er beiting kynferðislegs ofbeldis eða hótana um slíkt, sem kúgunartækis í kosningabaráttu eða til að brjóta borgaralegt andóf á bak aftur. Við þekkjum einnig dæmi þess að kynferðislegu ofbeldi sé beitt í fangelsum og á landamærum þar sem átök geisa. Stjórnmála- og herforingjar á átakasvæðum nota kynferðisglæpi til að ná fram pólitískum, hernaðarlegum og efnahagslegum markmiðum með því að rekja upp þann vef sem hnýtir samfélagið saman í eina heild. Beiting þessa þögla, ódýra og áhrifaríka vopns hefur í för með sér alvarlegar og langvarandi afleiðingar fyrir þolandann og dregur úr von um að hægt sé að koma á varanlegum friði. Það er lífseig þjóðsaga að nauðganir séu óumflýjanlegar á stríðstímum. En ef hægt er að skipuleggja kynferðislegt ofbeldi, þá er einnig hægt að refsa gerendum; ef hægt er að fyrirskipa það, þá er hægt að fordæma það. Barátta við refsileysi skilar árangriRefsileysi er þýðingarmikið mál í mörgum ríkjum. Þess vegna hef ég skorið upp herör gegn refsileysi við kynferðislegum glæpum. Við sjáum þess nú merki að þetta er farið að skila árangri, til dæmis í Lýðveldinu Kongó (DRC): Á innan við ári hafa með fulltingi Sameinuðu þjóðanna verið haldin 250 réttarhöld yfir liðsmönnum öryggissveita ríkisins. Í kjölfarið hafa meira en 150 einstaklingar verið dæmdir fyrir nauðgun og annars konar kynferðislega glæpi. Enn er margt ógert í baráttunni við nauðganir sem vopn í hernaði. Ég mun halda áfram með aðstoð Öryggisáðsins að berjast fyrir því að refsileysi heyri sögunni til og tryggja að gerendur verði dregnir fyrir dóm. Í þessari baráttu treysti ég á vilja Öryggisráðsins til að grípa til allra tiltækra ráða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Kynferðislegt ofbeldi í hernaði er alvarlegt mein sem bitnar á milljónum manna um allan heim. Eitt stærsta viðfangsefnið í mannréttindabaráttu í heiminum er að binda enda á skipulagða beitingu kynferðislegs ofbeldis í styrjaldarátökum. Skýrsla framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til Öryggisráðsins 23. febrúar markar tímamót því þar eru í fyrsta skipti nafngreindir einstaklingar sem gerst hafa sekir um kynferðislegt ofbeldi í hernaði. Birting lista yfir þessa einstaklinga, er nýjasta vopn Öryggisráðsins til að vinna bug á refsileysi og kröftug yfirlýsing þess efnis að þeir sem láti kynferðislegt ofbeldi líðast, brjóti með því alþjóðalög. Drengjum nauðgað í fangelsumSum einstök dæmi, sem nefnd eru í skýrslunni, eru átakanleg. Frásagnir hafa borist frá Sýrlandi frá körlum sem segjast hafa verið misnotaðir kynferðislega og orðið sjálfir vitni að því að unglingspiltum hafi verið nauðgað. Og í Líbíu var konum rænt á heimilum sínum, í bifreiðum eða á götum úti og þær fluttar á ókunna staði þar sem þeim var nauðgað. Körlum var nauðgað í endaþarm í fangelsum í því skyni að knýja þá til sagna. Það er í senn jákvætt og hvetjandi að Öryggisáðið láti, hér eftir sem hingað til, kynferðislegt ofbeldi í hernaði til sín taka. Engu að síður hef ég enn sem fyrr þungar áhyggjur af látlausum mannréttindabrotum um allan heim, þar á meðal tíðni nauðgana í tengslum við átök. Sérstaklega er áhyggjuefni að í mörgum tilfellum eru það öryggissveitir ríkja sem gera sig sekar um kynferðislegt ofbeldi, og höggva þar þeir sem síst skyldi, því hlutverk þeirra er að vernda borgarana. Einkennisbúningurinn á að vera tákn öryggis, aga og almannaþjónustu en er á allt of mörgum stöðum táknmynd nauðgana, rána og gripdeilda; ógnar og skelfingar. Annað dæmi er beiting kynferðislegs ofbeldis eða hótana um slíkt, sem kúgunartækis í kosningabaráttu eða til að brjóta borgaralegt andóf á bak aftur. Við þekkjum einnig dæmi þess að kynferðislegu ofbeldi sé beitt í fangelsum og á landamærum þar sem átök geisa. Stjórnmála- og herforingjar á átakasvæðum nota kynferðisglæpi til að ná fram pólitískum, hernaðarlegum og efnahagslegum markmiðum með því að rekja upp þann vef sem hnýtir samfélagið saman í eina heild. Beiting þessa þögla, ódýra og áhrifaríka vopns hefur í för með sér alvarlegar og langvarandi afleiðingar fyrir þolandann og dregur úr von um að hægt sé að koma á varanlegum friði. Það er lífseig þjóðsaga að nauðganir séu óumflýjanlegar á stríðstímum. En ef hægt er að skipuleggja kynferðislegt ofbeldi, þá er einnig hægt að refsa gerendum; ef hægt er að fyrirskipa það, þá er hægt að fordæma það. Barátta við refsileysi skilar árangriRefsileysi er þýðingarmikið mál í mörgum ríkjum. Þess vegna hef ég skorið upp herör gegn refsileysi við kynferðislegum glæpum. Við sjáum þess nú merki að þetta er farið að skila árangri, til dæmis í Lýðveldinu Kongó (DRC): Á innan við ári hafa með fulltingi Sameinuðu þjóðanna verið haldin 250 réttarhöld yfir liðsmönnum öryggissveita ríkisins. Í kjölfarið hafa meira en 150 einstaklingar verið dæmdir fyrir nauðgun og annars konar kynferðislega glæpi. Enn er margt ógert í baráttunni við nauðganir sem vopn í hernaði. Ég mun halda áfram með aðstoð Öryggisáðsins að berjast fyrir því að refsileysi heyri sögunni til og tryggja að gerendur verði dregnir fyrir dóm. Í þessari baráttu treysti ég á vilja Öryggisráðsins til að grípa til allra tiltækra ráða.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun