Opið bréf til borgarstjóra: Mosku í Reykjavík - mál allra Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 14. mars 2012 06:00 Talsvert er enn óunnið í baráttunni gegn kynþáttafordómum á Íslandi." Þetta er niðurstaða Kynþáttafordómanefndar Evrópuráðsins og hún rataði á forsíðu Fréttablaðsins sem aðalfrétt þriðjudagsins 21. febrúar 2012. Og hvaða ásteytingarsteinar eru efst á baugi hjá nefndinni? „Í fyrsta lagi skuli múslímar á Íslandi fá land og leyfi til að reisa þar moskur." Það eru á 13. ár síðan undirritaður gekk á fund þáverandi borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, með þáverandi formanni Félags múslíma á Íslandi, Salmanni Tamimi, sem lagði þá fram umsókn um lóð undir mosku. Nú að liðnum meira en 12 árum hafa múslímar enn ekki fengið land undir mosku. Ýmsar skýringar og aðallega ekki-skýringar hafa verið á sveimi. Ljóst er að kynþáttafordómar ýmissa kjörinna fulltrúa og embættismanna hafa staðið í vegi fyrir framgangi málsins og tafið eðlilega afgreiðslu þess. Þetta er orðin sagan endalausa og er höfuðborginni og þjóðinni til háborinnar skammar. Í áliti Kynþáttafordómanefndar eru íslensk stjórnvöld í öðru lagi hvött til að ljúka lagasetningu um bann við mismunun vegna kynþáttar og misréttis. Árin hafa liðið og umsókn Félags múslíma á Íslandi velkst um í borgarkerfinu, og margir hafa orðið til að afvegaleiða eðlilega umræðu og afgreiðslu málsins. Á meðan hafa önnur trúfélög fengið sínar umsóknir afgreiddar. Þar má nefna Rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna, búddista, Votta Jehóva og Ásatrúarfélagið. En múslímar, sem telja nú þegar um 750 manns, sitja á hakanum. Kynþáttafordómar, íslamófóbía (hræðsla við trúarbrögðin Íslam) og rasismi af einum og öðrum toga, eiga sér víða vaxtarreit. Það eru misvel leyndir fordómar hjá borgarfulltrúum, embættismönnum og starfsliði borgarinnar sem tafið hafa afgreiðslu þessa máls á óeðlilegan hátt. Nú er svo komið að þessi mismunun hefur vakið athygli þeirra sem fara með mannréttindamál í Evrópu, það er Evrópuráðsins. Kynþáttafordómanefndin hefur sent frá sér álit sem er rautt spjald, ekki bara fyrir borgaryfirvöld heldur fyrir þjóðina alla. Okkar allra er skömmin á meðan þetta mál hefur ekki fengið farsælan endi. Ég treysti því að borgarstjóri og skipulagsyfirvöld afgreiði málið nú tafarlaust og verði við þeirri mannréttindakröfu sem borist hefur einnig frá Evrópuráðinu og verið sett í forgang af hálfu þess. Krafan er að Félag múslíma á Íslandi fái land og leyfi til að reisa hér mosku þar sem þeir geti iðkað trú sína, í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu. Krafan um mosku í Reykjavík er mál okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Talsvert er enn óunnið í baráttunni gegn kynþáttafordómum á Íslandi." Þetta er niðurstaða Kynþáttafordómanefndar Evrópuráðsins og hún rataði á forsíðu Fréttablaðsins sem aðalfrétt þriðjudagsins 21. febrúar 2012. Og hvaða ásteytingarsteinar eru efst á baugi hjá nefndinni? „Í fyrsta lagi skuli múslímar á Íslandi fá land og leyfi til að reisa þar moskur." Það eru á 13. ár síðan undirritaður gekk á fund þáverandi borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, með þáverandi formanni Félags múslíma á Íslandi, Salmanni Tamimi, sem lagði þá fram umsókn um lóð undir mosku. Nú að liðnum meira en 12 árum hafa múslímar enn ekki fengið land undir mosku. Ýmsar skýringar og aðallega ekki-skýringar hafa verið á sveimi. Ljóst er að kynþáttafordómar ýmissa kjörinna fulltrúa og embættismanna hafa staðið í vegi fyrir framgangi málsins og tafið eðlilega afgreiðslu þess. Þetta er orðin sagan endalausa og er höfuðborginni og þjóðinni til háborinnar skammar. Í áliti Kynþáttafordómanefndar eru íslensk stjórnvöld í öðru lagi hvött til að ljúka lagasetningu um bann við mismunun vegna kynþáttar og misréttis. Árin hafa liðið og umsókn Félags múslíma á Íslandi velkst um í borgarkerfinu, og margir hafa orðið til að afvegaleiða eðlilega umræðu og afgreiðslu málsins. Á meðan hafa önnur trúfélög fengið sínar umsóknir afgreiddar. Þar má nefna Rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna, búddista, Votta Jehóva og Ásatrúarfélagið. En múslímar, sem telja nú þegar um 750 manns, sitja á hakanum. Kynþáttafordómar, íslamófóbía (hræðsla við trúarbrögðin Íslam) og rasismi af einum og öðrum toga, eiga sér víða vaxtarreit. Það eru misvel leyndir fordómar hjá borgarfulltrúum, embættismönnum og starfsliði borgarinnar sem tafið hafa afgreiðslu þessa máls á óeðlilegan hátt. Nú er svo komið að þessi mismunun hefur vakið athygli þeirra sem fara með mannréttindamál í Evrópu, það er Evrópuráðsins. Kynþáttafordómanefndin hefur sent frá sér álit sem er rautt spjald, ekki bara fyrir borgaryfirvöld heldur fyrir þjóðina alla. Okkar allra er skömmin á meðan þetta mál hefur ekki fengið farsælan endi. Ég treysti því að borgarstjóri og skipulagsyfirvöld afgreiði málið nú tafarlaust og verði við þeirri mannréttindakröfu sem borist hefur einnig frá Evrópuráðinu og verið sett í forgang af hálfu þess. Krafan er að Félag múslíma á Íslandi fái land og leyfi til að reisa hér mosku þar sem þeir geti iðkað trú sína, í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu. Krafan um mosku í Reykjavík er mál okkar allra.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun