Fréttir DV Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Á undanförnum árum hefur málssóknum vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs fjölgað umtalsvert á Íslandi. Ástæðan fyrir þessari aukningu er tvíþætt að mati höfundar. Annars vegar er fólk meðvitaðra um rétt sinn. Hins vegar óvönduð vinnubrögð blaðamanna og ritstjóra hjá tilteknum útgefendum. Tveir útgefendur eru í algjörum sérflokki hvað varðar fjölda málssókna. Það eru Birtíngur útgáfufélag og DV. Umfjöllunin hér á eftir er takmörkuð við þann síðarnefnda. Tjáningarfrelsið felur í sér mikilsverð réttindi, en því fylgja líka skyldur. DV hefur á undanförnum árum fullnýtt sér tjáningarfrelsið, en virðist vera algjörlega fyrirmunað að skilja þær skyldur sem því fylgja. Afleiðingin af þessu heilkenni DV eru ítrekaðar málssóknir vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs. Það er raunar sérstakt rannsóknarefni að DV skuli finnast tíma sínum betur varið í réttarsölum á Lækjartorgi og við Arnarhól en að segja fréttir. Til einföldunar fyrir DV má draga skyldurnar saman í þrjár reglur sem flestum hafa verið innrættar frá blautu barnsbeini. Í fyrsta lagi að sannleikurinn sé sagna bestur. Í öðru lagi að menn eigi að koma fram við náungann eins og þeir vilja að sé komið fram við sig. Í þriðja lagi að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Nýlega var forsíðufrétt í DV sem braut gegn öllum þremur framangreindum reglum, en þar var fjallað um Birki Kristinsson, fyrrverandi knattspyrnumann og starfsmann Glitnis/Íslandsbanka. Á forsíðu DV í umrætt skipti var mynd af Birki ásamt eftirfarandi fyrirsögn: YFIRHEYRÐUR. Birkir Kristinsson flæktur í meinta markaðsmisnotkun. Forsíðunni var augljóslega ætlað að skapa þau hughrif að Birkir sætti rannsókn yfirvalda og væri með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar lögreglu á meintri markaðsmisnotkun. Til þess að komast að því að svo væri ekki var nauðsynlegt að lesa fréttina sjálfa á innsíðum blaðsins, en þar kom fram að Birkir væri vitni í málinu. Hér ber að hafa í huga að forsíða DV fer víða og er stillt upp með áberandi hætti á útsölustöðum blaðsins og kemur þannig fyrir sjónir tugþúsunda. Öðru máli gegnir um fréttina sjálfa á innsíðum blaðsins sem margfalt færri sjá. Með forsíðufréttinni er því dróttað að æru Birkis sem er refsiverð og skaðabótaskyld háttsemi sem DV og ritstjórar blaðsins bera ábyrgð á að lögum. Í þessu sambandi má velta því upp hvort ritstjórum DV þætti eftirfarandi fyrirsögn ásamt myndbirtingu á forsíðu víðlesins dagblaðs viðeigandi og réttlát ef þannig háttaði til að ritstjórarnir væru vitni í sakamáli. Yfirheyrðir. Ritstjórar DV flæktir í meint kynferðisbrotamál. Á haustmánuðum 2011 var forsíðufrétt í DV sem var sama marki brennd, en á forsíðunni var mynd af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, sem þakti 3/4 hluta forsíðunnar. Yfir forsíðuna var skrifað með stríðsletri BJARNI BEN YFIRHEYRÐUR, en yfirfyrirsögn forsíðunnar var Ákærur yfirvofandi í Sjóvár-málinu. Í undirfyrirsögn á forsíðu kom síðan fram að formaður Sjálfstæðisflokksins væri vitni í málinu. Hér er forsíðunni augljóslega ætlað að skapa þau hughrif hjá lesendum að Bjarni Benediktsson sé með réttarstöðu sakbornings vegna lögreglurannsóknar á svokölluðu Sjóvár- eða Vafningsmáli og að hann verði senn ákærður. Ef tilgangur DV var annar þá hefði hin risavaxna mynd að sjálfsögðu verið af þeim aðilum sem eru með réttarstöðu sakbornings í málinu og verða hugsanlega ákærðir. Það er því augljóst að annarleg sjónarmið réðu framsetningu fréttarinnar á forsíðu DV í umrætt skipti eins og virðist reyndar vera með allan fréttaflutning DV af málinu, en blaðið virðist ekki þreytast á því að endurbirta í sífellu sömu fréttina af málinu, alltaf með Bjarna Benediktsson í forgrunni, sem er sérkennilegt þar sem hann er vitni í málinu en ekki sakborningur. Það er mál að linni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Vafningsmálið Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur málssóknum vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs fjölgað umtalsvert á Íslandi. Ástæðan fyrir þessari aukningu er tvíþætt að mati höfundar. Annars vegar er fólk meðvitaðra um rétt sinn. Hins vegar óvönduð vinnubrögð blaðamanna og ritstjóra hjá tilteknum útgefendum. Tveir útgefendur eru í algjörum sérflokki hvað varðar fjölda málssókna. Það eru Birtíngur útgáfufélag og DV. Umfjöllunin hér á eftir er takmörkuð við þann síðarnefnda. Tjáningarfrelsið felur í sér mikilsverð réttindi, en því fylgja líka skyldur. DV hefur á undanförnum árum fullnýtt sér tjáningarfrelsið, en virðist vera algjörlega fyrirmunað að skilja þær skyldur sem því fylgja. Afleiðingin af þessu heilkenni DV eru ítrekaðar málssóknir vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs. Það er raunar sérstakt rannsóknarefni að DV skuli finnast tíma sínum betur varið í réttarsölum á Lækjartorgi og við Arnarhól en að segja fréttir. Til einföldunar fyrir DV má draga skyldurnar saman í þrjár reglur sem flestum hafa verið innrættar frá blautu barnsbeini. Í fyrsta lagi að sannleikurinn sé sagna bestur. Í öðru lagi að menn eigi að koma fram við náungann eins og þeir vilja að sé komið fram við sig. Í þriðja lagi að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Nýlega var forsíðufrétt í DV sem braut gegn öllum þremur framangreindum reglum, en þar var fjallað um Birki Kristinsson, fyrrverandi knattspyrnumann og starfsmann Glitnis/Íslandsbanka. Á forsíðu DV í umrætt skipti var mynd af Birki ásamt eftirfarandi fyrirsögn: YFIRHEYRÐUR. Birkir Kristinsson flæktur í meinta markaðsmisnotkun. Forsíðunni var augljóslega ætlað að skapa þau hughrif að Birkir sætti rannsókn yfirvalda og væri með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar lögreglu á meintri markaðsmisnotkun. Til þess að komast að því að svo væri ekki var nauðsynlegt að lesa fréttina sjálfa á innsíðum blaðsins, en þar kom fram að Birkir væri vitni í málinu. Hér ber að hafa í huga að forsíða DV fer víða og er stillt upp með áberandi hætti á útsölustöðum blaðsins og kemur þannig fyrir sjónir tugþúsunda. Öðru máli gegnir um fréttina sjálfa á innsíðum blaðsins sem margfalt færri sjá. Með forsíðufréttinni er því dróttað að æru Birkis sem er refsiverð og skaðabótaskyld háttsemi sem DV og ritstjórar blaðsins bera ábyrgð á að lögum. Í þessu sambandi má velta því upp hvort ritstjórum DV þætti eftirfarandi fyrirsögn ásamt myndbirtingu á forsíðu víðlesins dagblaðs viðeigandi og réttlát ef þannig háttaði til að ritstjórarnir væru vitni í sakamáli. Yfirheyrðir. Ritstjórar DV flæktir í meint kynferðisbrotamál. Á haustmánuðum 2011 var forsíðufrétt í DV sem var sama marki brennd, en á forsíðunni var mynd af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, sem þakti 3/4 hluta forsíðunnar. Yfir forsíðuna var skrifað með stríðsletri BJARNI BEN YFIRHEYRÐUR, en yfirfyrirsögn forsíðunnar var Ákærur yfirvofandi í Sjóvár-málinu. Í undirfyrirsögn á forsíðu kom síðan fram að formaður Sjálfstæðisflokksins væri vitni í málinu. Hér er forsíðunni augljóslega ætlað að skapa þau hughrif hjá lesendum að Bjarni Benediktsson sé með réttarstöðu sakbornings vegna lögreglurannsóknar á svokölluðu Sjóvár- eða Vafningsmáli og að hann verði senn ákærður. Ef tilgangur DV var annar þá hefði hin risavaxna mynd að sjálfsögðu verið af þeim aðilum sem eru með réttarstöðu sakbornings í málinu og verða hugsanlega ákærðir. Það er því augljóst að annarleg sjónarmið réðu framsetningu fréttarinnar á forsíðu DV í umrætt skipti eins og virðist reyndar vera með allan fréttaflutning DV af málinu, en blaðið virðist ekki þreytast á því að endurbirta í sífellu sömu fréttina af málinu, alltaf með Bjarna Benediktsson í forgrunni, sem er sérkennilegt þar sem hann er vitni í málinu en ekki sakborningur. Það er mál að linni.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun