
Fleira fólk – færri bílar
Talningar sem gerðar voru í júlí og ágúst 2009 leiddu í ljós að 80 % vegfarenda um Laugaveg yfir sumarið eru gangandi fólk. Samt taka bílarnir meira en helming göturýmisins. Það kom einnig í ljós að aðeins 40% hinna akandi ætluðu að sækja verslun eða þjónustu við Laugaveginn.
Í gegnum tíðina hefur oft verið rætt um loka að Laugavegi tímabundið fyrir bílaumferð en alltaf verið horfið frá því. Einmitt þess vegna var nauðsynlegt að taka af skarið. Nú vita borgarbúar og rekstraraðilar við Laugaveginn hvernig hann virkar bíllaus yfir hásumarið. Þeir vita að Laugavegurinn getur verið einstaklega aðlaðandi göngugata. Um það þarf ekki að deila lengur.
Um miðjan ágúst 2011 lýsti stjórn Íbúasamtaka miðborgar yfir sérstakri ánægju með lokunina og hvatti til þess að áfram verði haldið á sömu braut. Samt voru íbúasamtökin tvístígandi þegar áformin voru kynnt síðastliðið vor. Þau óttuðust meðal annars að þarna yrði aukinn skarkali á nóttinni. Sá ótti reyndist ástæðulaus. Næturskarkalinn minnkaði verulega. Allt varð rólegra og afslappaðra.
Helgarumferðin um kvöld og nætur á neðri hluta Laugavegs virðist magna upp stress og hávaða.
Samvinna borgarinnar við samtökin „Miðborgin okkar", hagsmunasamtök rekstraraðila í miðborg Reykjavíkur, tókst vel. Að tillögu samtakanna var ákveðið að Laugavegurinn skyldi fyrst í stað helgaður „gangandi umferð og mannlífi" í tvær vikur frá 1. til 15. júlí en hægt væri að framlengja ef vel tækist til. Sátt var um að halda verkefninu áfram út júlímánuð. Svo vel tókst til að kaupmenn og eigendur veitingahúsa við Skólavörðustíg óskuðu eftir því að götunni, neðan Bergstaðastrætis, yrði lokað fyrir bílaumferð frá 2. til 15. ágúst. Einnig var farið fram á það að Laugavegslokunin yrði framlengd þannig að hún teygði sig yfir fyrstu vikuna í ágúst.
Mikilvægt var fylgjast með því sem gerðist á þessum hluta Laugavegsins frá degi til dags svo hægt væri að meta með tölum hvort tilraunin hefði tekist vel eða illa. Heildarfjöldi vegfarenda var talinn, fyrir, eftir og á meðan Laugavegur var göngugata. Það er skemmst frá því að segja að gangandi vegfarendum fjölgaði umtalsvert þegar bílarnir viku en fækkaði eftir að bílaumferð var hleypt aftur í gegn. Fjöldi hjólreiðafólks tvöfaldaðist.
Til þess að meta áhrif lokunarinnar á verslun við Laugaveginn var ráðið fólk sem taldi innstig í verslanir á göngugötusvæðinu nokkra daga í hverri viku. Niðurstaðan var sú að verslanir löðuðu að sér mun fleiri viðskiptavini á þeim tíma sem Laugavegurinn var göngugata. Veltutölur sýna að heildarvelta rekstaraaðila við Laugaveginn jókst milli ára.
Laugavegurinn er sameign borgarbúa. Laugavegurinn er þar að auki vinsælasti ferðamannastaður Reykjavíkur. 76% allra ferðamanna í Reykjavík koma á Laugaveginn. Þeir eru yfirleitt hrifnir af Reykjavík en gera helst athugasemdir við of mikla bílaumferð í miðbænum. Í dag koma um 550.000 ferðamenn til Íslands, talið er að þeir verði milljón eftir 10 ár. Þeir koma nær allir til Reykjavíkur. Framtíð verslunar við Laugaveginn ætti að vera björt.
Niðurstaða Laugavegstilraunarinnar er fagnaðarefni fyrir gesti og gangandi. Við teljum rétt að halda áfram á sömu braut næsta sumar og ganga örlítið lengra.
Það er liður í að gera miðborgina í Reykjavík meira aðlaðandi. Nú styttist í sumarlokun vestari hluta Austurstrætis, Pósthússtrætis og Hafnarstrætis. Þessar sumarlokanir hafa heppnast afar vel. Þær hafa verið óumdeildar. Síðasta sumar leiddi líka í ljós að Skólavörðustígur getur verið falleg og skemmtileg göngugata.
Skoðun

Töfrakista tækifæranna
Hrefna Óskarsdóttir skrifar

Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Frelsið er yndislegt þegar það hentar
Jens Garðar Helgason skrifar

Borgaralegt og hernaðarlegt
Bjarni Már Magnússon skrifar

Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum
Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar

Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana?
Micah Garen skrifar

Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum
Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar

Grafið undan grunngildum
Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar

Samúð
Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar

Allskonar núansar
Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar

Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir?
Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar

Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands
Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar

Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025
Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar

Byggjum meira á Kjalarnesi
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis
Heimir Már Pétursson skrifar

Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Hugleiðingar um listamannalaun V
Þórhallur Guðmundsson skrifar

Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!!
Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar

Olíunotkun er þjóðaröryggismál
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Mokum ofan í skotgrafirnar
Teitur Atlason skrifar

Kennarastarfið óheillandi... því miður
Guðrún Kjartansdóttir skrifar

Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023
Pétur Óskarsson skrifar

Kynskiptur vinnumarkaður
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Við kjósum Magnús Karl
Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar

Harka af sér og halda áfram
Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar

Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda
Ólafur Stephensen skrifar

Gulur, rauður, blár og B+
Jón Pétur Zimsen skrifar

Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra
Einar Mikael Sverrisson skrifar