Fleira fólk – færri bílar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 21. mars 2012 11:00 Yfirlýstur tilgangur með lokun á hluta Laugavegs fyrir bílaumferð síðasta sumar var að efla mannlíf og verslun við götuna. Óhætt er að segja að það hafi tekist vonum framar. Stemningin á Laugaveginum milli Vatnsstígs og Skólavörðustígs í júlí var í einu orði sagt frábær. Borgarbúar og ferðamenn beinlínis flykktust á Laugaveginn. Margir höfðu á orði að kliðurinn í öllu fólkinu léti svo miklu betur í eyrum en niðurinn af stöðugri bílaumferð. Í stuttu máli: Þessi gamla verslunargata iðaði af lífi næstum alla daga – og samt var þessi júlímánuður heldur svalari og rigningarsamari en í meðalári. Talningar sem gerðar voru í júlí og ágúst 2009 leiddu í ljós að 80 % vegfarenda um Laugaveg yfir sumarið eru gangandi fólk. Samt taka bílarnir meira en helming göturýmisins. Það kom einnig í ljós að aðeins 40% hinna akandi ætluðu að sækja verslun eða þjónustu við Laugaveginn. Í gegnum tíðina hefur oft verið rætt um loka að Laugavegi tímabundið fyrir bílaumferð en alltaf verið horfið frá því. Einmitt þess vegna var nauðsynlegt að taka af skarið. Nú vita borgarbúar og rekstraraðilar við Laugaveginn hvernig hann virkar bíllaus yfir hásumarið. Þeir vita að Laugavegurinn getur verið einstaklega aðlaðandi göngugata. Um það þarf ekki að deila lengur. Um miðjan ágúst 2011 lýsti stjórn Íbúasamtaka miðborgar yfir sérstakri ánægju með lokunina og hvatti til þess að áfram verði haldið á sömu braut. Samt voru íbúasamtökin tvístígandi þegar áformin voru kynnt síðastliðið vor. Þau óttuðust meðal annars að þarna yrði aukinn skarkali á nóttinni. Sá ótti reyndist ástæðulaus. Næturskarkalinn minnkaði verulega. Allt varð rólegra og afslappaðra. Helgarumferðin um kvöld og nætur á neðri hluta Laugavegs virðist magna upp stress og hávaða. Samvinna borgarinnar við samtökin „Miðborgin okkar", hagsmunasamtök rekstraraðila í miðborg Reykjavíkur, tókst vel. Að tillögu samtakanna var ákveðið að Laugavegurinn skyldi fyrst í stað helgaður „gangandi umferð og mannlífi" í tvær vikur frá 1. til 15. júlí en hægt væri að framlengja ef vel tækist til. Sátt var um að halda verkefninu áfram út júlímánuð. Svo vel tókst til að kaupmenn og eigendur veitingahúsa við Skólavörðustíg óskuðu eftir því að götunni, neðan Bergstaðastrætis, yrði lokað fyrir bílaumferð frá 2. til 15. ágúst. Einnig var farið fram á það að Laugavegslokunin yrði framlengd þannig að hún teygði sig yfir fyrstu vikuna í ágúst. Mikilvægt var fylgjast með því sem gerðist á þessum hluta Laugavegsins frá degi til dags svo hægt væri að meta með tölum hvort tilraunin hefði tekist vel eða illa. Heildarfjöldi vegfarenda var talinn, fyrir, eftir og á meðan Laugavegur var göngugata. Það er skemmst frá því að segja að gangandi vegfarendum fjölgaði umtalsvert þegar bílarnir viku en fækkaði eftir að bílaumferð var hleypt aftur í gegn. Fjöldi hjólreiðafólks tvöfaldaðist. Til þess að meta áhrif lokunarinnar á verslun við Laugaveginn var ráðið fólk sem taldi innstig í verslanir á göngugötusvæðinu nokkra daga í hverri viku. Niðurstaðan var sú að verslanir löðuðu að sér mun fleiri viðskiptavini á þeim tíma sem Laugavegurinn var göngugata. Veltutölur sýna að heildarvelta rekstaraaðila við Laugaveginn jókst milli ára. Laugavegurinn er sameign borgarbúa. Laugavegurinn er þar að auki vinsælasti ferðamannastaður Reykjavíkur. 76% allra ferðamanna í Reykjavík koma á Laugaveginn. Þeir eru yfirleitt hrifnir af Reykjavík en gera helst athugasemdir við of mikla bílaumferð í miðbænum. Í dag koma um 550.000 ferðamenn til Íslands, talið er að þeir verði milljón eftir 10 ár. Þeir koma nær allir til Reykjavíkur. Framtíð verslunar við Laugaveginn ætti að vera björt. Niðurstaða Laugavegstilraunarinnar er fagnaðarefni fyrir gesti og gangandi. Við teljum rétt að halda áfram á sömu braut næsta sumar og ganga örlítið lengra. Það er liður í að gera miðborgina í Reykjavík meira aðlaðandi. Nú styttist í sumarlokun vestari hluta Austurstrætis, Pósthússtrætis og Hafnarstrætis. Þessar sumarlokanir hafa heppnast afar vel. Þær hafa verið óumdeildar. Síðasta sumar leiddi líka í ljós að Skólavörðustígur getur verið falleg og skemmtileg göngugata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðanir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Yfirlýstur tilgangur með lokun á hluta Laugavegs fyrir bílaumferð síðasta sumar var að efla mannlíf og verslun við götuna. Óhætt er að segja að það hafi tekist vonum framar. Stemningin á Laugaveginum milli Vatnsstígs og Skólavörðustígs í júlí var í einu orði sagt frábær. Borgarbúar og ferðamenn beinlínis flykktust á Laugaveginn. Margir höfðu á orði að kliðurinn í öllu fólkinu léti svo miklu betur í eyrum en niðurinn af stöðugri bílaumferð. Í stuttu máli: Þessi gamla verslunargata iðaði af lífi næstum alla daga – og samt var þessi júlímánuður heldur svalari og rigningarsamari en í meðalári. Talningar sem gerðar voru í júlí og ágúst 2009 leiddu í ljós að 80 % vegfarenda um Laugaveg yfir sumarið eru gangandi fólk. Samt taka bílarnir meira en helming göturýmisins. Það kom einnig í ljós að aðeins 40% hinna akandi ætluðu að sækja verslun eða þjónustu við Laugaveginn. Í gegnum tíðina hefur oft verið rætt um loka að Laugavegi tímabundið fyrir bílaumferð en alltaf verið horfið frá því. Einmitt þess vegna var nauðsynlegt að taka af skarið. Nú vita borgarbúar og rekstraraðilar við Laugaveginn hvernig hann virkar bíllaus yfir hásumarið. Þeir vita að Laugavegurinn getur verið einstaklega aðlaðandi göngugata. Um það þarf ekki að deila lengur. Um miðjan ágúst 2011 lýsti stjórn Íbúasamtaka miðborgar yfir sérstakri ánægju með lokunina og hvatti til þess að áfram verði haldið á sömu braut. Samt voru íbúasamtökin tvístígandi þegar áformin voru kynnt síðastliðið vor. Þau óttuðust meðal annars að þarna yrði aukinn skarkali á nóttinni. Sá ótti reyndist ástæðulaus. Næturskarkalinn minnkaði verulega. Allt varð rólegra og afslappaðra. Helgarumferðin um kvöld og nætur á neðri hluta Laugavegs virðist magna upp stress og hávaða. Samvinna borgarinnar við samtökin „Miðborgin okkar", hagsmunasamtök rekstraraðila í miðborg Reykjavíkur, tókst vel. Að tillögu samtakanna var ákveðið að Laugavegurinn skyldi fyrst í stað helgaður „gangandi umferð og mannlífi" í tvær vikur frá 1. til 15. júlí en hægt væri að framlengja ef vel tækist til. Sátt var um að halda verkefninu áfram út júlímánuð. Svo vel tókst til að kaupmenn og eigendur veitingahúsa við Skólavörðustíg óskuðu eftir því að götunni, neðan Bergstaðastrætis, yrði lokað fyrir bílaumferð frá 2. til 15. ágúst. Einnig var farið fram á það að Laugavegslokunin yrði framlengd þannig að hún teygði sig yfir fyrstu vikuna í ágúst. Mikilvægt var fylgjast með því sem gerðist á þessum hluta Laugavegsins frá degi til dags svo hægt væri að meta með tölum hvort tilraunin hefði tekist vel eða illa. Heildarfjöldi vegfarenda var talinn, fyrir, eftir og á meðan Laugavegur var göngugata. Það er skemmst frá því að segja að gangandi vegfarendum fjölgaði umtalsvert þegar bílarnir viku en fækkaði eftir að bílaumferð var hleypt aftur í gegn. Fjöldi hjólreiðafólks tvöfaldaðist. Til þess að meta áhrif lokunarinnar á verslun við Laugaveginn var ráðið fólk sem taldi innstig í verslanir á göngugötusvæðinu nokkra daga í hverri viku. Niðurstaðan var sú að verslanir löðuðu að sér mun fleiri viðskiptavini á þeim tíma sem Laugavegurinn var göngugata. Veltutölur sýna að heildarvelta rekstaraaðila við Laugaveginn jókst milli ára. Laugavegurinn er sameign borgarbúa. Laugavegurinn er þar að auki vinsælasti ferðamannastaður Reykjavíkur. 76% allra ferðamanna í Reykjavík koma á Laugaveginn. Þeir eru yfirleitt hrifnir af Reykjavík en gera helst athugasemdir við of mikla bílaumferð í miðbænum. Í dag koma um 550.000 ferðamenn til Íslands, talið er að þeir verði milljón eftir 10 ár. Þeir koma nær allir til Reykjavíkur. Framtíð verslunar við Laugaveginn ætti að vera björt. Niðurstaða Laugavegstilraunarinnar er fagnaðarefni fyrir gesti og gangandi. Við teljum rétt að halda áfram á sömu braut næsta sumar og ganga örlítið lengra. Það er liður í að gera miðborgina í Reykjavík meira aðlaðandi. Nú styttist í sumarlokun vestari hluta Austurstrætis, Pósthússtrætis og Hafnarstrætis. Þessar sumarlokanir hafa heppnast afar vel. Þær hafa verið óumdeildar. Síðasta sumar leiddi líka í ljós að Skólavörðustígur getur verið falleg og skemmtileg göngugata.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun