Öflugur stuðningur við atvinnuleitendur 24. mars 2012 06:00 Þegar allir leggjast á eitt er árangurinn vís var yfirskrift greinar í Fréttablaðinu 14. mars þar sem ég sagði frá átaksverkefnum sem ráðist hefur verið í til að sporna við atvinnuleysi og alvarlegum afleiðingum þess. Áhersla hefur verið lögð á fjölbreytt framboð verkefna og viðfangsefna þannig að atvinnuleitendur geti fundið eitthvað áhugavert við sitt hæfi sem styrkir stöðu þeirra og eykur líkur á starfi þegar aðstæður á vinnumarkaði lagast. Átakið Ungt fólk til athafna hófst í ársbyrjun 2010. Í árslok 2011 höfðu um 5.000 ungmenni tekið þátt í átakinu og af þeim hópi voru um 3.000 farin af atvinnuleysisskrá. Verkefnið ÞOR – Þekking og reynsla er ætlað fólki á aldrinum 30–70 ára og hófst í ágúst 2010. Um síðustu áramót höfðu 7.500 tekið þátt í verkefninu og var hátt í helmingur þeirra kominn með starf eða farinn í nám. Síðastliðið haust hófst verkefnið Nám er vinnandi vegur og hófu rúmlega 900 atvinnuleitendur nám í framhaldsskólum, frumgreinadeildum, háskólum og framhaldsfræðslu. Átaksverkefnið Vinnandi vegur er nýhafið, ætlað atvinnuleitendum sem verið hafa án vinnu í eitt ár eða lengur. Með góðri samvinnu atvinnurekenda, sveitarfélaga, stéttarfélaga og ríkisins standa vonir til að unnt verði að ráða um 1.500 manns af atvinnuleysisskrá í ný starfstengd vinnumarkaðsúrræði um allt land. Viðbrögð atvinnurekenda hafa verið afar góð og þegar þetta er skrifað hafa þegar orðið til um 1.000 ný starfstækifæri fyrir atvinnuleitendur á grundvelli þessa nýja átaks. Atvinnutorg er nýtt úrræði fyrir fólk á aldrinum 16–25 ára og voru fjögur slík opnuð nýlega í Reykjavík, Reykjanesbæ, Hafnarfirði og Kópavogi í samstarfi sveitarfélaganna, velferðarráðuneytisins og Vinnumálastofnunar. Markmiðið er að veita ungu fólki sem hvorki er á vinnumarkaði né í námi ráðgjöf og stuðning og finna því úrræði við hæfi sem geta falist í starfsþjálfun eða atvinnu, námi eða námstengdum úrræðum, áfengis- eða vímuefnameðferð eða starfsendurhæfingu. Úrræði standa til boða óháð rétti þessara einstaklinga innan atvinnuleysistryggingakerfisins og er það nýmæli. Reynslan sýnir að erfiðleikar á vinnumarkaði snerta fólk misjafnlega en bitna hvað harðast á ungu fólki, sérstaklega því með stutta skólagöngu að baki og litla reynslu á vinnumarkaði. Mikilvægur hluti af verkefnum atvinnutorganna felst í því að hafa uppi á þeim sem standa utan kerfisins, þ.e. ungmennum sem hvorki eru skráð með fjárhagsaðstoð né atvinnuleysisbætur og eru ekki í vinnu eða námi. Ég nefndi í fyrri grein minni að atvinnutengd vinnumarkaðsúrræði hafi reynst árangursrík. Á ársgrundvelli hafa um 63% þátttakenda fengið viðvarandi starf og horfið af atvinnuleysisskrá þremur mánuðum eftir að þátttöku lýkur. Af þeim sem taka þátt í úrræðum á borð við ýmis námskeið eða klúbbastarf er þetta hlutfall um 25–30%. Þetta þýðir þó ekki að þessi úrræði skili ekki góðum árangri. Kannanir meðal þátttakenda sýna almennt mjög jákvæð viðhorf og það mat að úrræðin styrki þá og séu góður undirbúningur fyrir atvinnuþátttöku síðar meir. Það segir sig hins vegar sjálft að bein tengsl við atvinnulífið með reynsluráðningum eða starfsþjálfun gefa atvinnuleitendum kost á að sanna getu sína á vettvangi sem hefur reynst mörgum happadrjúgt. Síðastliðin tvö sumur hafa stjórnvöld efnt til átaksverkefnis þar sem hátt í 900 námsmenn og atvinnuleitendur hafa átt kost á sumarstörfum hjá stofnunum ríkisins og sveitarfélögunum. Ákveðið hefur verið að endurtaka þetta í sumar enda reynslan afar góð og ánægja gagnkvæm hjá þeim sem lagt hafa til störf og þeim sem ráðnir hafa verið til starfa. Vinnumálastofnun hefur staðið við stjórnvölinn í öllum þeim átaksverkefnum sem ráðist hefur verið í, jafnframt því að annast hefðbundin vinnumarkaðsúrræði á vegum stofnunarinnar. Verkefnin eru að stærstum hluta fjármögnuð úr Atvinnuleysistryggingasjóði en ríkið hefur einnig lagt fram verulega fjármuni og það gera einnig sveitarfélög og aðrir atvinnurekendur sem leggja til störf og starfstengd úrræði. Þessum fjármunum er tvímælalaust vel varið þar sem markmiðið er að vinna gegn neikvæðum áhrifum atvinnuleysis með því að gefa fólki kost á að byggja sig upp til framtíðar með þátttöku í verðugum verkefnum eða námi. Ávinningurinn er ótvíræður, ekki aðeins fyrir þá sem taka þátt heldur samfélagið í heild sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Skoðanir Mest lesið Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Dýravernd - frumbyggjahættir Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson skrifar Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Sjá meira
Þegar allir leggjast á eitt er árangurinn vís var yfirskrift greinar í Fréttablaðinu 14. mars þar sem ég sagði frá átaksverkefnum sem ráðist hefur verið í til að sporna við atvinnuleysi og alvarlegum afleiðingum þess. Áhersla hefur verið lögð á fjölbreytt framboð verkefna og viðfangsefna þannig að atvinnuleitendur geti fundið eitthvað áhugavert við sitt hæfi sem styrkir stöðu þeirra og eykur líkur á starfi þegar aðstæður á vinnumarkaði lagast. Átakið Ungt fólk til athafna hófst í ársbyrjun 2010. Í árslok 2011 höfðu um 5.000 ungmenni tekið þátt í átakinu og af þeim hópi voru um 3.000 farin af atvinnuleysisskrá. Verkefnið ÞOR – Þekking og reynsla er ætlað fólki á aldrinum 30–70 ára og hófst í ágúst 2010. Um síðustu áramót höfðu 7.500 tekið þátt í verkefninu og var hátt í helmingur þeirra kominn með starf eða farinn í nám. Síðastliðið haust hófst verkefnið Nám er vinnandi vegur og hófu rúmlega 900 atvinnuleitendur nám í framhaldsskólum, frumgreinadeildum, háskólum og framhaldsfræðslu. Átaksverkefnið Vinnandi vegur er nýhafið, ætlað atvinnuleitendum sem verið hafa án vinnu í eitt ár eða lengur. Með góðri samvinnu atvinnurekenda, sveitarfélaga, stéttarfélaga og ríkisins standa vonir til að unnt verði að ráða um 1.500 manns af atvinnuleysisskrá í ný starfstengd vinnumarkaðsúrræði um allt land. Viðbrögð atvinnurekenda hafa verið afar góð og þegar þetta er skrifað hafa þegar orðið til um 1.000 ný starfstækifæri fyrir atvinnuleitendur á grundvelli þessa nýja átaks. Atvinnutorg er nýtt úrræði fyrir fólk á aldrinum 16–25 ára og voru fjögur slík opnuð nýlega í Reykjavík, Reykjanesbæ, Hafnarfirði og Kópavogi í samstarfi sveitarfélaganna, velferðarráðuneytisins og Vinnumálastofnunar. Markmiðið er að veita ungu fólki sem hvorki er á vinnumarkaði né í námi ráðgjöf og stuðning og finna því úrræði við hæfi sem geta falist í starfsþjálfun eða atvinnu, námi eða námstengdum úrræðum, áfengis- eða vímuefnameðferð eða starfsendurhæfingu. Úrræði standa til boða óháð rétti þessara einstaklinga innan atvinnuleysistryggingakerfisins og er það nýmæli. Reynslan sýnir að erfiðleikar á vinnumarkaði snerta fólk misjafnlega en bitna hvað harðast á ungu fólki, sérstaklega því með stutta skólagöngu að baki og litla reynslu á vinnumarkaði. Mikilvægur hluti af verkefnum atvinnutorganna felst í því að hafa uppi á þeim sem standa utan kerfisins, þ.e. ungmennum sem hvorki eru skráð með fjárhagsaðstoð né atvinnuleysisbætur og eru ekki í vinnu eða námi. Ég nefndi í fyrri grein minni að atvinnutengd vinnumarkaðsúrræði hafi reynst árangursrík. Á ársgrundvelli hafa um 63% þátttakenda fengið viðvarandi starf og horfið af atvinnuleysisskrá þremur mánuðum eftir að þátttöku lýkur. Af þeim sem taka þátt í úrræðum á borð við ýmis námskeið eða klúbbastarf er þetta hlutfall um 25–30%. Þetta þýðir þó ekki að þessi úrræði skili ekki góðum árangri. Kannanir meðal þátttakenda sýna almennt mjög jákvæð viðhorf og það mat að úrræðin styrki þá og séu góður undirbúningur fyrir atvinnuþátttöku síðar meir. Það segir sig hins vegar sjálft að bein tengsl við atvinnulífið með reynsluráðningum eða starfsþjálfun gefa atvinnuleitendum kost á að sanna getu sína á vettvangi sem hefur reynst mörgum happadrjúgt. Síðastliðin tvö sumur hafa stjórnvöld efnt til átaksverkefnis þar sem hátt í 900 námsmenn og atvinnuleitendur hafa átt kost á sumarstörfum hjá stofnunum ríkisins og sveitarfélögunum. Ákveðið hefur verið að endurtaka þetta í sumar enda reynslan afar góð og ánægja gagnkvæm hjá þeim sem lagt hafa til störf og þeim sem ráðnir hafa verið til starfa. Vinnumálastofnun hefur staðið við stjórnvölinn í öllum þeim átaksverkefnum sem ráðist hefur verið í, jafnframt því að annast hefðbundin vinnumarkaðsúrræði á vegum stofnunarinnar. Verkefnin eru að stærstum hluta fjármögnuð úr Atvinnuleysistryggingasjóði en ríkið hefur einnig lagt fram verulega fjármuni og það gera einnig sveitarfélög og aðrir atvinnurekendur sem leggja til störf og starfstengd úrræði. Þessum fjármunum er tvímælalaust vel varið þar sem markmiðið er að vinna gegn neikvæðum áhrifum atvinnuleysis með því að gefa fólki kost á að byggja sig upp til framtíðar með þátttöku í verðugum verkefnum eða námi. Ávinningurinn er ótvíræður, ekki aðeins fyrir þá sem taka þátt heldur samfélagið í heild sinni.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun