Öflugur stuðningur við atvinnuleitendur 24. mars 2012 06:00 Þegar allir leggjast á eitt er árangurinn vís var yfirskrift greinar í Fréttablaðinu 14. mars þar sem ég sagði frá átaksverkefnum sem ráðist hefur verið í til að sporna við atvinnuleysi og alvarlegum afleiðingum þess. Áhersla hefur verið lögð á fjölbreytt framboð verkefna og viðfangsefna þannig að atvinnuleitendur geti fundið eitthvað áhugavert við sitt hæfi sem styrkir stöðu þeirra og eykur líkur á starfi þegar aðstæður á vinnumarkaði lagast. Átakið Ungt fólk til athafna hófst í ársbyrjun 2010. Í árslok 2011 höfðu um 5.000 ungmenni tekið þátt í átakinu og af þeim hópi voru um 3.000 farin af atvinnuleysisskrá. Verkefnið ÞOR – Þekking og reynsla er ætlað fólki á aldrinum 30–70 ára og hófst í ágúst 2010. Um síðustu áramót höfðu 7.500 tekið þátt í verkefninu og var hátt í helmingur þeirra kominn með starf eða farinn í nám. Síðastliðið haust hófst verkefnið Nám er vinnandi vegur og hófu rúmlega 900 atvinnuleitendur nám í framhaldsskólum, frumgreinadeildum, háskólum og framhaldsfræðslu. Átaksverkefnið Vinnandi vegur er nýhafið, ætlað atvinnuleitendum sem verið hafa án vinnu í eitt ár eða lengur. Með góðri samvinnu atvinnurekenda, sveitarfélaga, stéttarfélaga og ríkisins standa vonir til að unnt verði að ráða um 1.500 manns af atvinnuleysisskrá í ný starfstengd vinnumarkaðsúrræði um allt land. Viðbrögð atvinnurekenda hafa verið afar góð og þegar þetta er skrifað hafa þegar orðið til um 1.000 ný starfstækifæri fyrir atvinnuleitendur á grundvelli þessa nýja átaks. Atvinnutorg er nýtt úrræði fyrir fólk á aldrinum 16–25 ára og voru fjögur slík opnuð nýlega í Reykjavík, Reykjanesbæ, Hafnarfirði og Kópavogi í samstarfi sveitarfélaganna, velferðarráðuneytisins og Vinnumálastofnunar. Markmiðið er að veita ungu fólki sem hvorki er á vinnumarkaði né í námi ráðgjöf og stuðning og finna því úrræði við hæfi sem geta falist í starfsþjálfun eða atvinnu, námi eða námstengdum úrræðum, áfengis- eða vímuefnameðferð eða starfsendurhæfingu. Úrræði standa til boða óháð rétti þessara einstaklinga innan atvinnuleysistryggingakerfisins og er það nýmæli. Reynslan sýnir að erfiðleikar á vinnumarkaði snerta fólk misjafnlega en bitna hvað harðast á ungu fólki, sérstaklega því með stutta skólagöngu að baki og litla reynslu á vinnumarkaði. Mikilvægur hluti af verkefnum atvinnutorganna felst í því að hafa uppi á þeim sem standa utan kerfisins, þ.e. ungmennum sem hvorki eru skráð með fjárhagsaðstoð né atvinnuleysisbætur og eru ekki í vinnu eða námi. Ég nefndi í fyrri grein minni að atvinnutengd vinnumarkaðsúrræði hafi reynst árangursrík. Á ársgrundvelli hafa um 63% þátttakenda fengið viðvarandi starf og horfið af atvinnuleysisskrá þremur mánuðum eftir að þátttöku lýkur. Af þeim sem taka þátt í úrræðum á borð við ýmis námskeið eða klúbbastarf er þetta hlutfall um 25–30%. Þetta þýðir þó ekki að þessi úrræði skili ekki góðum árangri. Kannanir meðal þátttakenda sýna almennt mjög jákvæð viðhorf og það mat að úrræðin styrki þá og séu góður undirbúningur fyrir atvinnuþátttöku síðar meir. Það segir sig hins vegar sjálft að bein tengsl við atvinnulífið með reynsluráðningum eða starfsþjálfun gefa atvinnuleitendum kost á að sanna getu sína á vettvangi sem hefur reynst mörgum happadrjúgt. Síðastliðin tvö sumur hafa stjórnvöld efnt til átaksverkefnis þar sem hátt í 900 námsmenn og atvinnuleitendur hafa átt kost á sumarstörfum hjá stofnunum ríkisins og sveitarfélögunum. Ákveðið hefur verið að endurtaka þetta í sumar enda reynslan afar góð og ánægja gagnkvæm hjá þeim sem lagt hafa til störf og þeim sem ráðnir hafa verið til starfa. Vinnumálastofnun hefur staðið við stjórnvölinn í öllum þeim átaksverkefnum sem ráðist hefur verið í, jafnframt því að annast hefðbundin vinnumarkaðsúrræði á vegum stofnunarinnar. Verkefnin eru að stærstum hluta fjármögnuð úr Atvinnuleysistryggingasjóði en ríkið hefur einnig lagt fram verulega fjármuni og það gera einnig sveitarfélög og aðrir atvinnurekendur sem leggja til störf og starfstengd úrræði. Þessum fjármunum er tvímælalaust vel varið þar sem markmiðið er að vinna gegn neikvæðum áhrifum atvinnuleysis með því að gefa fólki kost á að byggja sig upp til framtíðar með þátttöku í verðugum verkefnum eða námi. Ávinningurinn er ótvíræður, ekki aðeins fyrir þá sem taka þátt heldur samfélagið í heild sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Skoðanir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar allir leggjast á eitt er árangurinn vís var yfirskrift greinar í Fréttablaðinu 14. mars þar sem ég sagði frá átaksverkefnum sem ráðist hefur verið í til að sporna við atvinnuleysi og alvarlegum afleiðingum þess. Áhersla hefur verið lögð á fjölbreytt framboð verkefna og viðfangsefna þannig að atvinnuleitendur geti fundið eitthvað áhugavert við sitt hæfi sem styrkir stöðu þeirra og eykur líkur á starfi þegar aðstæður á vinnumarkaði lagast. Átakið Ungt fólk til athafna hófst í ársbyrjun 2010. Í árslok 2011 höfðu um 5.000 ungmenni tekið þátt í átakinu og af þeim hópi voru um 3.000 farin af atvinnuleysisskrá. Verkefnið ÞOR – Þekking og reynsla er ætlað fólki á aldrinum 30–70 ára og hófst í ágúst 2010. Um síðustu áramót höfðu 7.500 tekið þátt í verkefninu og var hátt í helmingur þeirra kominn með starf eða farinn í nám. Síðastliðið haust hófst verkefnið Nám er vinnandi vegur og hófu rúmlega 900 atvinnuleitendur nám í framhaldsskólum, frumgreinadeildum, háskólum og framhaldsfræðslu. Átaksverkefnið Vinnandi vegur er nýhafið, ætlað atvinnuleitendum sem verið hafa án vinnu í eitt ár eða lengur. Með góðri samvinnu atvinnurekenda, sveitarfélaga, stéttarfélaga og ríkisins standa vonir til að unnt verði að ráða um 1.500 manns af atvinnuleysisskrá í ný starfstengd vinnumarkaðsúrræði um allt land. Viðbrögð atvinnurekenda hafa verið afar góð og þegar þetta er skrifað hafa þegar orðið til um 1.000 ný starfstækifæri fyrir atvinnuleitendur á grundvelli þessa nýja átaks. Atvinnutorg er nýtt úrræði fyrir fólk á aldrinum 16–25 ára og voru fjögur slík opnuð nýlega í Reykjavík, Reykjanesbæ, Hafnarfirði og Kópavogi í samstarfi sveitarfélaganna, velferðarráðuneytisins og Vinnumálastofnunar. Markmiðið er að veita ungu fólki sem hvorki er á vinnumarkaði né í námi ráðgjöf og stuðning og finna því úrræði við hæfi sem geta falist í starfsþjálfun eða atvinnu, námi eða námstengdum úrræðum, áfengis- eða vímuefnameðferð eða starfsendurhæfingu. Úrræði standa til boða óháð rétti þessara einstaklinga innan atvinnuleysistryggingakerfisins og er það nýmæli. Reynslan sýnir að erfiðleikar á vinnumarkaði snerta fólk misjafnlega en bitna hvað harðast á ungu fólki, sérstaklega því með stutta skólagöngu að baki og litla reynslu á vinnumarkaði. Mikilvægur hluti af verkefnum atvinnutorganna felst í því að hafa uppi á þeim sem standa utan kerfisins, þ.e. ungmennum sem hvorki eru skráð með fjárhagsaðstoð né atvinnuleysisbætur og eru ekki í vinnu eða námi. Ég nefndi í fyrri grein minni að atvinnutengd vinnumarkaðsúrræði hafi reynst árangursrík. Á ársgrundvelli hafa um 63% þátttakenda fengið viðvarandi starf og horfið af atvinnuleysisskrá þremur mánuðum eftir að þátttöku lýkur. Af þeim sem taka þátt í úrræðum á borð við ýmis námskeið eða klúbbastarf er þetta hlutfall um 25–30%. Þetta þýðir þó ekki að þessi úrræði skili ekki góðum árangri. Kannanir meðal þátttakenda sýna almennt mjög jákvæð viðhorf og það mat að úrræðin styrki þá og séu góður undirbúningur fyrir atvinnuþátttöku síðar meir. Það segir sig hins vegar sjálft að bein tengsl við atvinnulífið með reynsluráðningum eða starfsþjálfun gefa atvinnuleitendum kost á að sanna getu sína á vettvangi sem hefur reynst mörgum happadrjúgt. Síðastliðin tvö sumur hafa stjórnvöld efnt til átaksverkefnis þar sem hátt í 900 námsmenn og atvinnuleitendur hafa átt kost á sumarstörfum hjá stofnunum ríkisins og sveitarfélögunum. Ákveðið hefur verið að endurtaka þetta í sumar enda reynslan afar góð og ánægja gagnkvæm hjá þeim sem lagt hafa til störf og þeim sem ráðnir hafa verið til starfa. Vinnumálastofnun hefur staðið við stjórnvölinn í öllum þeim átaksverkefnum sem ráðist hefur verið í, jafnframt því að annast hefðbundin vinnumarkaðsúrræði á vegum stofnunarinnar. Verkefnin eru að stærstum hluta fjármögnuð úr Atvinnuleysistryggingasjóði en ríkið hefur einnig lagt fram verulega fjármuni og það gera einnig sveitarfélög og aðrir atvinnurekendur sem leggja til störf og starfstengd úrræði. Þessum fjármunum er tvímælalaust vel varið þar sem markmiðið er að vinna gegn neikvæðum áhrifum atvinnuleysis með því að gefa fólki kost á að byggja sig upp til framtíðar með þátttöku í verðugum verkefnum eða námi. Ávinningurinn er ótvíræður, ekki aðeins fyrir þá sem taka þátt heldur samfélagið í heild sinni.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun