Katrín Jakobsdóttir verði forseti Íslands 29. mars 2012 06:00 Eftir þrjá mánuði ætlum við að kjósa okkur nýjan forseta. Ég skrifa þessa grein til að skora á Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra til að gefa kost á sér til embættisins. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt allt frá því hún var á framhaldsskólaaldri að hún er vel til forystu fallin. Skjótur frami hennar í pólitík er merki um mikla hæfileika. Menntamálaráðuneytið er eitt þyngsta og erfiðasta ráðuneyti ríkisstjórnarinnar. Hún hefur leyst forystuhlutverk sitt þar af hendi með mikilli lagni, þannig að friður er um embættið – sem er langt frá því að vera sjálfgefið – og hún hefur mælst vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar frá upphafi eins og fram kom í hádegisfréttum ríkisútvarpsins á sunnudag. Katrín Jakobsdóttir hefur einlægan áhuga á fólki. Hún leggur sig fram um að hlusta á fólk og skilja viðhorf þess. Hún sýnir samborgurum virðingu og er auðmjúk í framgöngu. Hún setur sig vel inn í mál og hefur víðtæka þekkingu og skilning á þeim málefnum sem undir hana heyra, kynnir sér sjónarmið aðila, ræðir hlutina og hefur hæfileika til að lenda málum þannig að sátt ríki. Mikilvægt einkenni á leiðtogafærni Katrínar Jakobsdóttur eru heilindi hennar. Menn geta treyst orðum hennar. Og ég er sannfærð um að hún mun aldrei setja eigin hagsmuni fram fyrir þá hagsmuni sem hún hefur skuldbundið sig til að sinna í þágu þjóðarinnar. Leiðtogunar er þörf víða um heim og mikið liggur við að sannir leiðtogar stígi fram og taki að sér forystu í þágu fólksins. Jafnframt þurfa þeir sem sjá sanna leiðtoga að ákveða að fylgja þeim. Von okkar liggur í því að sannir leiðtogar taki forystuna og gott fólk veiti þeim stuðning. Þess vegna hvet ég Íslendinga til að flykkjast um Katrínu Jakobsdóttur og fara þess á leit við hana að hún gefi kost á sér til forsetaframboðs. Forsetakosningarnar eru tækifæri til nýs upphafs á Íslandi. Forsetinn fær það táknræna hlutverk að sameina íslenska þjóð. Katrín Jakobsdóttir, ég bið þig að íhuga af alvöru að gefa kost á þér til embættis forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir þrjá mánuði ætlum við að kjósa okkur nýjan forseta. Ég skrifa þessa grein til að skora á Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra til að gefa kost á sér til embættisins. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt allt frá því hún var á framhaldsskólaaldri að hún er vel til forystu fallin. Skjótur frami hennar í pólitík er merki um mikla hæfileika. Menntamálaráðuneytið er eitt þyngsta og erfiðasta ráðuneyti ríkisstjórnarinnar. Hún hefur leyst forystuhlutverk sitt þar af hendi með mikilli lagni, þannig að friður er um embættið – sem er langt frá því að vera sjálfgefið – og hún hefur mælst vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar frá upphafi eins og fram kom í hádegisfréttum ríkisútvarpsins á sunnudag. Katrín Jakobsdóttir hefur einlægan áhuga á fólki. Hún leggur sig fram um að hlusta á fólk og skilja viðhorf þess. Hún sýnir samborgurum virðingu og er auðmjúk í framgöngu. Hún setur sig vel inn í mál og hefur víðtæka þekkingu og skilning á þeim málefnum sem undir hana heyra, kynnir sér sjónarmið aðila, ræðir hlutina og hefur hæfileika til að lenda málum þannig að sátt ríki. Mikilvægt einkenni á leiðtogafærni Katrínar Jakobsdóttur eru heilindi hennar. Menn geta treyst orðum hennar. Og ég er sannfærð um að hún mun aldrei setja eigin hagsmuni fram fyrir þá hagsmuni sem hún hefur skuldbundið sig til að sinna í þágu þjóðarinnar. Leiðtogunar er þörf víða um heim og mikið liggur við að sannir leiðtogar stígi fram og taki að sér forystu í þágu fólksins. Jafnframt þurfa þeir sem sjá sanna leiðtoga að ákveða að fylgja þeim. Von okkar liggur í því að sannir leiðtogar taki forystuna og gott fólk veiti þeim stuðning. Þess vegna hvet ég Íslendinga til að flykkjast um Katrínu Jakobsdóttur og fara þess á leit við hana að hún gefi kost á sér til forsetaframboðs. Forsetakosningarnar eru tækifæri til nýs upphafs á Íslandi. Forsetinn fær það táknræna hlutverk að sameina íslenska þjóð. Katrín Jakobsdóttir, ég bið þig að íhuga af alvöru að gefa kost á þér til embættis forseta Íslands.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun