Ekki drekkja þeim í andlausri setninga iðu Ísak Rúnarsson og Rúnar Helgi Vignisson skrifar 24. apríl 2012 06:00 Það er kvartað undan því víða í samfélaginu að fólk búi ekki yfir nægri færni í meðferð íslensks máls. Háskólakennarar fórna gjarnan höndum og sumir tala um að allir háskólanemar þurfi á ritunarkennslu að halda. Einnig þykir mörgum sem talsvert sé um ambögur í netmiðlum og þá ekki síður í ljósvakamiðlum. Sumum þykir jafnvel sem kennararnir sjálfir séu ekki nógu vel að sér og í skýrslu um íslenskukennslu í átta framhaldsskólum, sem menntamálaráðuneytið lét gera og birt var í fyrra, er vitnað í forráðamann sem hefur þetta eftir einum kennaranum: „Mér hlakkar svo til að kenna börnum ykkar íslensku í vetur." Það er óþarfi að fordæma skóginn þótt finnist nokkur fölnuð laufblöð, en í rauninni er ekkert skrýtið að fólki skuli vera mislagðar hendur að þessu leyti vegna þess að þjálfunin sem það fær í grunn- og framhaldsskólum er í mýflugumynd. Og það er ekki langt síðan ritlist varð að fullgildri námsgrein á háskólastigi. Líklega væri ungt fólk mun verr skrifandi ef það nýtti sér ekki samskiptamiðla óspart. Nú eru auðvitað margir frábærir íslenskukennarar starfandi í landinu en eigi að síður gæti dæmigerð íslenskukennsla á grunn- og framhaldsskólastigi farið nokkurn veginn svona fram: Áhugalitlir nemendur ganga inn í kennslustofuna. Kennari tilkynnir hvort farið verði í málfræði eða bókmenntasögu. Stunur og nöldur frá nemendum. Kennari skellir upp glærukynningu og les upp af henni eða lætur krakkana skrifa allt heila klabbið niður. Nemendur skilja ekki til hvers né af hverju. Kennari talar í hálftíma. Nemendur tala sín á milli á meðan. Kennari kynnir heimaverkefni sem hægt er að vinna í tímanum ef nemendur eru duglegir. Nemendur biðja um að fá að fara. Endurtekið í hálfan áratug svo úr verður vítahringur leiða og firringar. Hvað þætti fólki um tónlistarnám sem færi þannig fram að nemandinn sæti löngum stundum yfir tónfræði og tónlistarsögu, fengi jú að hlusta á tónlist en sjaldan að taka í hljóðfæri? Og þá sjaldan honum byðist að taka í hljóðfæri fengi hann litla tilsögn, honum yrði ekki gert kleift að prófa sig áfram en lokaeinkunn fengi hann samt fyrir að semja eða flytja lag. Er líklegt að góðir hljóðfæraleikarar eða frumleg tónskáld kæmu út úr kennslu af þessu tagi? Í áðurnefndri skýrslu um íslenskukennslu í framhaldsskólum er bent á að efla þurfi sköpunarþáttinn: „Ef dregin eru saman helstu atriði í því sem viðmælendur telja ábótavant í íslenskukennslunni má einkum nefna tvennt, þ.e. ritun og munnlega tjáningu," segir í skýrslunni. Rétt eins og tónlistarnemar þurfa íslenskunemar að fá mikla þjálfun í meðferð hljóðfæris síns. Þeir þurfa stöðugt að æfa sig í að beita tungunni á skapandi hátt, bæði í ræðu og riti, enda benda rannsóknir til þess að æfingin skapi meistarann í þessu sem öðru. Það blasir því við að þjálfa þurfi íslenskukennara í ritlistarkennslu. Í Bandaríkjunum tíðkast sums staðar að menntaskólakennarar sérhæfi sig í slíkri kennslu. Íslenskukennarar þurfa að hafa svigrúm til þess að láta nemendur fara í gegnum allt ritunarferlið, því verk er ekki nema hálfnað þegar uppkast er komið og framfarir verða ekki síst við umritun undir handleiðslu hæfs kennara. Ritlistarkennsla er auk þess gefandi og skemmtileg og býður upp á að virkja nemendur, nokkuð sem áðurnefndir skýrsluhöfundar telja brýnt. Í ritlistaráföngum framleiða nemendur námsefnið að miklu leyti. Ekki þarf að einskorða sig við ritvinnsluforrit við slíka kennslu heldur má nýta ýmsa miðla, bæði mynd- og netmiðla, til að höfða til sem flestra. Ritun kann enn fremur að vera besta leiðin til að öðlast lesskilning, læra stafsetningu, málfræði og annað sem að tungumálinu lýtur. Þá getur ritlistin einnig nýst ungu fólki til þess að finna ástríðurnar í lífinu því skrif endurspegla innri mann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísak Rúnarsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er kvartað undan því víða í samfélaginu að fólk búi ekki yfir nægri færni í meðferð íslensks máls. Háskólakennarar fórna gjarnan höndum og sumir tala um að allir háskólanemar þurfi á ritunarkennslu að halda. Einnig þykir mörgum sem talsvert sé um ambögur í netmiðlum og þá ekki síður í ljósvakamiðlum. Sumum þykir jafnvel sem kennararnir sjálfir séu ekki nógu vel að sér og í skýrslu um íslenskukennslu í átta framhaldsskólum, sem menntamálaráðuneytið lét gera og birt var í fyrra, er vitnað í forráðamann sem hefur þetta eftir einum kennaranum: „Mér hlakkar svo til að kenna börnum ykkar íslensku í vetur." Það er óþarfi að fordæma skóginn þótt finnist nokkur fölnuð laufblöð, en í rauninni er ekkert skrýtið að fólki skuli vera mislagðar hendur að þessu leyti vegna þess að þjálfunin sem það fær í grunn- og framhaldsskólum er í mýflugumynd. Og það er ekki langt síðan ritlist varð að fullgildri námsgrein á háskólastigi. Líklega væri ungt fólk mun verr skrifandi ef það nýtti sér ekki samskiptamiðla óspart. Nú eru auðvitað margir frábærir íslenskukennarar starfandi í landinu en eigi að síður gæti dæmigerð íslenskukennsla á grunn- og framhaldsskólastigi farið nokkurn veginn svona fram: Áhugalitlir nemendur ganga inn í kennslustofuna. Kennari tilkynnir hvort farið verði í málfræði eða bókmenntasögu. Stunur og nöldur frá nemendum. Kennari skellir upp glærukynningu og les upp af henni eða lætur krakkana skrifa allt heila klabbið niður. Nemendur skilja ekki til hvers né af hverju. Kennari talar í hálftíma. Nemendur tala sín á milli á meðan. Kennari kynnir heimaverkefni sem hægt er að vinna í tímanum ef nemendur eru duglegir. Nemendur biðja um að fá að fara. Endurtekið í hálfan áratug svo úr verður vítahringur leiða og firringar. Hvað þætti fólki um tónlistarnám sem færi þannig fram að nemandinn sæti löngum stundum yfir tónfræði og tónlistarsögu, fengi jú að hlusta á tónlist en sjaldan að taka í hljóðfæri? Og þá sjaldan honum byðist að taka í hljóðfæri fengi hann litla tilsögn, honum yrði ekki gert kleift að prófa sig áfram en lokaeinkunn fengi hann samt fyrir að semja eða flytja lag. Er líklegt að góðir hljóðfæraleikarar eða frumleg tónskáld kæmu út úr kennslu af þessu tagi? Í áðurnefndri skýrslu um íslenskukennslu í framhaldsskólum er bent á að efla þurfi sköpunarþáttinn: „Ef dregin eru saman helstu atriði í því sem viðmælendur telja ábótavant í íslenskukennslunni má einkum nefna tvennt, þ.e. ritun og munnlega tjáningu," segir í skýrslunni. Rétt eins og tónlistarnemar þurfa íslenskunemar að fá mikla þjálfun í meðferð hljóðfæris síns. Þeir þurfa stöðugt að æfa sig í að beita tungunni á skapandi hátt, bæði í ræðu og riti, enda benda rannsóknir til þess að æfingin skapi meistarann í þessu sem öðru. Það blasir því við að þjálfa þurfi íslenskukennara í ritlistarkennslu. Í Bandaríkjunum tíðkast sums staðar að menntaskólakennarar sérhæfi sig í slíkri kennslu. Íslenskukennarar þurfa að hafa svigrúm til þess að láta nemendur fara í gegnum allt ritunarferlið, því verk er ekki nema hálfnað þegar uppkast er komið og framfarir verða ekki síst við umritun undir handleiðslu hæfs kennara. Ritlistarkennsla er auk þess gefandi og skemmtileg og býður upp á að virkja nemendur, nokkuð sem áðurnefndir skýrsluhöfundar telja brýnt. Í ritlistaráföngum framleiða nemendur námsefnið að miklu leyti. Ekki þarf að einskorða sig við ritvinnsluforrit við slíka kennslu heldur má nýta ýmsa miðla, bæði mynd- og netmiðla, til að höfða til sem flestra. Ritun kann enn fremur að vera besta leiðin til að öðlast lesskilning, læra stafsetningu, málfræði og annað sem að tungumálinu lýtur. Þá getur ritlistin einnig nýst ungu fólki til þess að finna ástríðurnar í lífinu því skrif endurspegla innri mann.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar