Nýr Landspítali á efri lóð eða RISASPITAL á neðri? Páll Torfi Önundarson skrifar 24. apríl 2012 06:00 Helgi Már Halldórsson, arkitekt og forsvarsmaður ósamþykktrar deiliskipulagstillögu SPITAL hópsins fyrir nýjan Landspítala, gerir mig en ekki málefnið að umtalsefni í grein í Fréttablaðinu 21. apríl. Hann virðist telja að grein mín í Fréttablaðinu 19. apríl sl. hafi fjallað um hann sjálfan, samverkamenn sína og hugarfóstur þeirra. Ég verð að hryggja Helga með því að grein mín fjallaði ekki um hann eða deiliskipulagstillögu SPITAL. Þá kemur hvergi fram í grein minni að ég geri „skoðanir SPITAL hópsins í heild tortryggilegar" eins og Helgi heldur fram. Ég segi ekki einu sinni að hugmynd SPITAL sé vond. Það er hugarburður hans sjálfs. Grein mín fjallar um það, að Landspítali eigi ANNAN BYGGINGARVALKOST heldur en SPITAL planið, þ.e. á efri hluta Hringbrautarlóðarinnar. Ég og Magnús Skúlason arkitekt höfum ítrekað bent á þessa lausn (sem líkist reyndar gamalli hugmynd White arkitekta). Grein mín var ætluð borgarbúum og kjörnum fulltrúum þeirra til kynningar á hugmynd okkar. Greinin fjallar í raun lítið um fyrirætlanir SPITAL þótt skilja megi að mér finnist hugmynd okkar Magnúsar vera miklu betri. Hins vegar nefni ég í greininni, að ekki sé að búast við því að SPITAL hópurinn sé óhlutdrægur dómari um tillögu okkar Magnúsar. Hvernig mætti það vera? SPITAL tillagan er risavaxin og dýr. Fjórföldun verður á byggingarmagni á lóðinni og tillagan nýtir illa gömlu húsin á Landspítalalóð nema til fárra ára, en áframhaldandi nýting gömlu húsanna (60 þús. fermetra) var forsenda staðarvalsins. SPITAL byggingarnar tengjast einnig illa öðrum byggingum, m.a. vegna verulegs hæðarmunar því byggt er í brekku. Hún veldur auk þess, að áliti okkar Magnúsar og fleiri, verulegum ásýndarskaða á borginni vegna byggingarmagnsins og staðsetningar á lóðinni. Tillaga okkar Magnúsar með tvöföldun núverandi byggingarmagns gæti verið hóflegri lausn. Við teljum hana vera hentugri og með betri innanhústengingar á öllum hæðum – og í miklu betri sátt við borgina. Á Landspítala hefur tillagan ekki verið rædd okkur vitanlega – og hafi hún verið rædd þá hefur ekki verið leitað skýringa höfunda hennar. Samt er hugmyndin algerlega í samræmi við forsögn skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í auglýsingu enda hefur hún verið kynnt þar að ósk ráðsins sjálfs og bókuð þar sem formleg athugasemd við SPITAL hugmyndina. Okkur Magnúsi hafa aldrei verið kynnt nein málefnaleg rök gegn tillögunni þrátt fyrir eftirgrennslan. Grein mín gefur Helga Má ekkert tilefni til bræði eða ásakana um „dylgjur" í sinn garð. Hann fellur í þann forarpytt, sem Kínverjar hið forna vöruðu við, sem er að „skrifa bréf reiður". Og hverju reiddist þá Helgi Már? Ég finn aðeins eina setningu í grein minni, sem gæti hafa farið fyrir brjóstið á Helga Má en hún er svona: „Forsvarsmaður SPITAL-hópsins segir hugmyndina (innskot: þ.e hugmynd okkar Magnúsar) „galna", sem er ekki málefnalegt orðbragð og gæti bent til rökþrots eða hagsmunaáreksturs". Þar var vitnað beint í hann sjálfan. Það er augljóst, að þegar einhver fullyrðir án röksemda, að hugmynd sé galin, þá búi eitthvað annað að baki. Ég benti aðeins á að andstaða SPITAL hópsins gegn hugmynd okkar Magnúsar „gæti" stafað af því að þeir hjá SPITAL hafi eðlilega hag af því að vinna að sinni tillögu. Það er líka augljóst, að SPITAL arkitektar eru ekki „óvilhallir aðilar" í umsögn sinni um tillögu, sem gengur gegn þeirra eigin. Því getur t.d. skipulagsráð ekki leitað málefnalegra ráða hjá SPITAL um hugmynd okkar Magnúsar. Í grein Helga Más örlar þó á tilraun til rökfærslu, sem ég hef aldrei heyrt fyrr. Í fyrsta lagi að hugmyndin sé slæm af því gömlu byggingarnar stýri nýbyggingunum. Það er ekki endilega slæmt og heitir „kúltúr" og minjavarsla, sem er eftirsóknarverð kunnátta góðra arkitekta og smiða. Hvernig hús myndu menn byggja í námunda við Eiffel turninn? Í öðru lagi fullyrðir Helgi Már, að ekki sé hægt að byggja á efri lóðinni ef spítalinn eigi að vera starfandi á meðan, sem er beinlínis rangt þótt Helgi Már, sem aldrei hefur starfað á spítala, sjái ekki lausnirnar. Við sem erum sérfræðingar í að starfa við spítala til áratuga og að leita lausna við sjúkdómum erum e.t.v. ekki síðri ráðgjafar heldur en arkitektar verslanamiðstöðva við byggingu sjúkrahúsa. Að lokum vil ég þó þakka Helga Má fyrir að vekja athygli á hugmynd okkar Magnúsar. Hún er nefnilega ekki svo galin. Skora ég nú á fólk að nota tækifærið til þess að kynna sér hugmyndina og uppdráttinn (sjá http://vefblod.visir.is/index.php?s=5997&p=130700). Vilji borgarfulltrúar eða skipulagsyfirvöld frekari skýringar þá væri sjálfsagt að verða við þeirri ósk. Í leiðinni vek ég þó athygli Helga á því, að hugmynd SPITAL hópsins virðist vera haldin þeim álögum að skapa vaxandi efasemdir um sjálfa sig í hvert sinn, sem hún er kynnt. Þær efasemdir gætu leitt til þess, að stjórnmálamenn vilji ekki byggja, sem væri mikill skaði fyrir spítalann og landsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Helgi Már Halldórsson, arkitekt og forsvarsmaður ósamþykktrar deiliskipulagstillögu SPITAL hópsins fyrir nýjan Landspítala, gerir mig en ekki málefnið að umtalsefni í grein í Fréttablaðinu 21. apríl. Hann virðist telja að grein mín í Fréttablaðinu 19. apríl sl. hafi fjallað um hann sjálfan, samverkamenn sína og hugarfóstur þeirra. Ég verð að hryggja Helga með því að grein mín fjallaði ekki um hann eða deiliskipulagstillögu SPITAL. Þá kemur hvergi fram í grein minni að ég geri „skoðanir SPITAL hópsins í heild tortryggilegar" eins og Helgi heldur fram. Ég segi ekki einu sinni að hugmynd SPITAL sé vond. Það er hugarburður hans sjálfs. Grein mín fjallar um það, að Landspítali eigi ANNAN BYGGINGARVALKOST heldur en SPITAL planið, þ.e. á efri hluta Hringbrautarlóðarinnar. Ég og Magnús Skúlason arkitekt höfum ítrekað bent á þessa lausn (sem líkist reyndar gamalli hugmynd White arkitekta). Grein mín var ætluð borgarbúum og kjörnum fulltrúum þeirra til kynningar á hugmynd okkar. Greinin fjallar í raun lítið um fyrirætlanir SPITAL þótt skilja megi að mér finnist hugmynd okkar Magnúsar vera miklu betri. Hins vegar nefni ég í greininni, að ekki sé að búast við því að SPITAL hópurinn sé óhlutdrægur dómari um tillögu okkar Magnúsar. Hvernig mætti það vera? SPITAL tillagan er risavaxin og dýr. Fjórföldun verður á byggingarmagni á lóðinni og tillagan nýtir illa gömlu húsin á Landspítalalóð nema til fárra ára, en áframhaldandi nýting gömlu húsanna (60 þús. fermetra) var forsenda staðarvalsins. SPITAL byggingarnar tengjast einnig illa öðrum byggingum, m.a. vegna verulegs hæðarmunar því byggt er í brekku. Hún veldur auk þess, að áliti okkar Magnúsar og fleiri, verulegum ásýndarskaða á borginni vegna byggingarmagnsins og staðsetningar á lóðinni. Tillaga okkar Magnúsar með tvöföldun núverandi byggingarmagns gæti verið hóflegri lausn. Við teljum hana vera hentugri og með betri innanhústengingar á öllum hæðum – og í miklu betri sátt við borgina. Á Landspítala hefur tillagan ekki verið rædd okkur vitanlega – og hafi hún verið rædd þá hefur ekki verið leitað skýringa höfunda hennar. Samt er hugmyndin algerlega í samræmi við forsögn skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í auglýsingu enda hefur hún verið kynnt þar að ósk ráðsins sjálfs og bókuð þar sem formleg athugasemd við SPITAL hugmyndina. Okkur Magnúsi hafa aldrei verið kynnt nein málefnaleg rök gegn tillögunni þrátt fyrir eftirgrennslan. Grein mín gefur Helga Má ekkert tilefni til bræði eða ásakana um „dylgjur" í sinn garð. Hann fellur í þann forarpytt, sem Kínverjar hið forna vöruðu við, sem er að „skrifa bréf reiður". Og hverju reiddist þá Helgi Már? Ég finn aðeins eina setningu í grein minni, sem gæti hafa farið fyrir brjóstið á Helga Má en hún er svona: „Forsvarsmaður SPITAL-hópsins segir hugmyndina (innskot: þ.e hugmynd okkar Magnúsar) „galna", sem er ekki málefnalegt orðbragð og gæti bent til rökþrots eða hagsmunaáreksturs". Þar var vitnað beint í hann sjálfan. Það er augljóst, að þegar einhver fullyrðir án röksemda, að hugmynd sé galin, þá búi eitthvað annað að baki. Ég benti aðeins á að andstaða SPITAL hópsins gegn hugmynd okkar Magnúsar „gæti" stafað af því að þeir hjá SPITAL hafi eðlilega hag af því að vinna að sinni tillögu. Það er líka augljóst, að SPITAL arkitektar eru ekki „óvilhallir aðilar" í umsögn sinni um tillögu, sem gengur gegn þeirra eigin. Því getur t.d. skipulagsráð ekki leitað málefnalegra ráða hjá SPITAL um hugmynd okkar Magnúsar. Í grein Helga Más örlar þó á tilraun til rökfærslu, sem ég hef aldrei heyrt fyrr. Í fyrsta lagi að hugmyndin sé slæm af því gömlu byggingarnar stýri nýbyggingunum. Það er ekki endilega slæmt og heitir „kúltúr" og minjavarsla, sem er eftirsóknarverð kunnátta góðra arkitekta og smiða. Hvernig hús myndu menn byggja í námunda við Eiffel turninn? Í öðru lagi fullyrðir Helgi Már, að ekki sé hægt að byggja á efri lóðinni ef spítalinn eigi að vera starfandi á meðan, sem er beinlínis rangt þótt Helgi Már, sem aldrei hefur starfað á spítala, sjái ekki lausnirnar. Við sem erum sérfræðingar í að starfa við spítala til áratuga og að leita lausna við sjúkdómum erum e.t.v. ekki síðri ráðgjafar heldur en arkitektar verslanamiðstöðva við byggingu sjúkrahúsa. Að lokum vil ég þó þakka Helga Má fyrir að vekja athygli á hugmynd okkar Magnúsar. Hún er nefnilega ekki svo galin. Skora ég nú á fólk að nota tækifærið til þess að kynna sér hugmyndina og uppdráttinn (sjá http://vefblod.visir.is/index.php?s=5997&p=130700). Vilji borgarfulltrúar eða skipulagsyfirvöld frekari skýringar þá væri sjálfsagt að verða við þeirri ósk. Í leiðinni vek ég þó athygli Helga á því, að hugmynd SPITAL hópsins virðist vera haldin þeim álögum að skapa vaxandi efasemdir um sjálfa sig í hvert sinn, sem hún er kynnt. Þær efasemdir gætu leitt til þess, að stjórnmálamenn vilji ekki byggja, sem væri mikill skaði fyrir spítalann og landsmenn.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun