Evrópusambandið sem breskt vopn Magnús Árni Magnússon skrifar 4. maí 2012 06:00 Þó vissulega séu vináttutengslin og bræðraböndin sterk, þá má segja að frá lýðveldisstofnun hafi Bretar verið helstu andstæðingar okkar Íslendinga á alþjóðavettvangi. Bresk saga er glæsileg, en því miður í aðra röndina saga valdbeitingar og Bretar hafa sjaldan hikað við að beita hörku, telji þeir það þjóna breskum hagsmunum. Við sem næstu nágrannar þeirra í norðri höfum ekki farið varhluta af því. Við öttum kappi við þá í þorskastríðunum og höfðum sigur þá. Ekki vegna þess að herskipin okkar væru öflugri, heldur vegna þess að þróun á alþjóðavettvangi var hagsmunum okkar hliðholl og fleiri þjóðir lögðust á sveif með okkar málstað. Síðan við háðum við þá þorskastríðin hefur Bretum hins vegar bæst nýtt vopn í vopnabúrið til að berja á okkur Íslendingum: Aðild þeirra að Evrópusambandinu. Nú er svo komið að í hvert sinn sem við lendum í deilum við þessa góðu granna okkar í suðri, beita þeir því vopni fyrir sig með því að safna öllum okkar helstu frænd- og vinaþjóðum að baki sér í krafti þess að Evrópusambandið beitir sér fyrir hagsmunum aðildarríkja sinna, en ekki þeirra ríkja sem standa utan sambandsins. Við sjáum þetta í Icesave-málinu, við sjáum þetta í makríldeilunni og við munum halda áfram að sjá þá nota þetta vopn gegn okkur svo lengi sem þeir eru innanborðs en við utangarðs. Í áðurnefndum málum erum við ekki í átökum við Slóvena, Austurríkismenn, Finna, Eista eða Ítali. Þarna erum við mestanpart einfaldlega í átökum við Breta, Breta og aftur Breta. En þeim tekst að draga nánast alla Evrópu gegn okkur í krafti aðildar sinnar að Evrópusambandinu. Því miður er þetta vopn sem bítur okkur illa, því ekkert ríki má við því að vera nánast vinalaust í átökum sínum við nágrannaríki. Við höfum hins vegar núna einstakt tækifæri til að slá þetta vopn úr höndum Breta. Við erum í aðildarviðræðum við Evrópusambandið og ef við náum að klára þær með sóma og samþykkja inngöngu, verða þeir að gera svo vel að sætta sig við að taka klögumál sín gegn okkur upp innan Evrópusambandsins, þar sem við verðum með rödd við borðið og eigum auðveldara en nú með að þjappa öðrum vinaþjóðum okkar að baki okkar málstað. Halda menn að Danir, Svíar, Frakkar og Þjóðverjar séu t.d. í hafréttar- og sjávarútvegsmálum náttúrulegri bandamenn Breta innan Evrópusambandsins en okkar Íslendinga? Nú kunna einhverjir að segja að atkvæðamagn okkar, t.d. í ráðherraráðinu eða þinginu verði nú ekki á pari við Breta og það er auðvitað rétt. En vald er ekki aðeins fólgið í atkvæðum, heldur ekki síður í því að hafa rödd við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Það er svo á ábyrgð okkar sjálfra hversu vel við nýtum okkur það tækifæri. Reynslan hefur sýnt að þar sem íslenskar raddir fá að heyrast til jafns við aðrar þurfum við ekki að kvíða niðurstöðunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Þó vissulega séu vináttutengslin og bræðraböndin sterk, þá má segja að frá lýðveldisstofnun hafi Bretar verið helstu andstæðingar okkar Íslendinga á alþjóðavettvangi. Bresk saga er glæsileg, en því miður í aðra röndina saga valdbeitingar og Bretar hafa sjaldan hikað við að beita hörku, telji þeir það þjóna breskum hagsmunum. Við sem næstu nágrannar þeirra í norðri höfum ekki farið varhluta af því. Við öttum kappi við þá í þorskastríðunum og höfðum sigur þá. Ekki vegna þess að herskipin okkar væru öflugri, heldur vegna þess að þróun á alþjóðavettvangi var hagsmunum okkar hliðholl og fleiri þjóðir lögðust á sveif með okkar málstað. Síðan við háðum við þá þorskastríðin hefur Bretum hins vegar bæst nýtt vopn í vopnabúrið til að berja á okkur Íslendingum: Aðild þeirra að Evrópusambandinu. Nú er svo komið að í hvert sinn sem við lendum í deilum við þessa góðu granna okkar í suðri, beita þeir því vopni fyrir sig með því að safna öllum okkar helstu frænd- og vinaþjóðum að baki sér í krafti þess að Evrópusambandið beitir sér fyrir hagsmunum aðildarríkja sinna, en ekki þeirra ríkja sem standa utan sambandsins. Við sjáum þetta í Icesave-málinu, við sjáum þetta í makríldeilunni og við munum halda áfram að sjá þá nota þetta vopn gegn okkur svo lengi sem þeir eru innanborðs en við utangarðs. Í áðurnefndum málum erum við ekki í átökum við Slóvena, Austurríkismenn, Finna, Eista eða Ítali. Þarna erum við mestanpart einfaldlega í átökum við Breta, Breta og aftur Breta. En þeim tekst að draga nánast alla Evrópu gegn okkur í krafti aðildar sinnar að Evrópusambandinu. Því miður er þetta vopn sem bítur okkur illa, því ekkert ríki má við því að vera nánast vinalaust í átökum sínum við nágrannaríki. Við höfum hins vegar núna einstakt tækifæri til að slá þetta vopn úr höndum Breta. Við erum í aðildarviðræðum við Evrópusambandið og ef við náum að klára þær með sóma og samþykkja inngöngu, verða þeir að gera svo vel að sætta sig við að taka klögumál sín gegn okkur upp innan Evrópusambandsins, þar sem við verðum með rödd við borðið og eigum auðveldara en nú með að þjappa öðrum vinaþjóðum okkar að baki okkar málstað. Halda menn að Danir, Svíar, Frakkar og Þjóðverjar séu t.d. í hafréttar- og sjávarútvegsmálum náttúrulegri bandamenn Breta innan Evrópusambandsins en okkar Íslendinga? Nú kunna einhverjir að segja að atkvæðamagn okkar, t.d. í ráðherraráðinu eða þinginu verði nú ekki á pari við Breta og það er auðvitað rétt. En vald er ekki aðeins fólgið í atkvæðum, heldur ekki síður í því að hafa rödd við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Það er svo á ábyrgð okkar sjálfra hversu vel við nýtum okkur það tækifæri. Reynslan hefur sýnt að þar sem íslenskar raddir fá að heyrast til jafns við aðrar þurfum við ekki að kvíða niðurstöðunum.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar