Mikill virðisauki í áli Þorsteinn Víglundsson skrifar 7. maí 2012 06:00 Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar um framlag áliðnaðar til landsframleiðslu á Íslandi kemur fram að beint og óbeint framlag áliðnaðar nemur um 90 milljörðum króna á ári hverju. Þetta framlag hefur aukinheldur nær tvöfaldast á þeim fjórum árum sem skýrsla Hagfræðistofnunar tekur til. Níutíu milljarðar króna samsvara um það bil sjö prósentum af landsframleiðslu okkar Íslendinga. Til samanburðar hefur beint og óbeint framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu verið metið um 17,5 prósent. Framlag áliðnaðar er því enn sem komið er minna en framlag sjávarútvegs, en umtalsvert engu að síður. Hagfræðistofnun skilgreinir í skýrslu sinni áliðnað, ásamt orkuiðnaði, sem grunnatvinnuveg hér á landi. Grunnatvinnuvegur er hugtak sem lengi hefur verið í mótun innan hagfræðinnar. Slíkur atvinnuvegur er í eðli sínu efnahagslega þýðingarmeiri en umfang hans, þ.e. beinn virðisauki, gefur til kynna þar sem aðrir atvinnuvegir spretta upp vegna hans og eru háðir honum í starfsemi sinni. Fyrir vikið geti framlag áliðnaðar talist viðbót við landsframleiðslu. Flestar atvinnugreinar byggja hins vegar tilvist sína í raun á slíkum grunnatvinnuvegum og geti því ekki einar og sér talist viðbót við landsframleiðslu. Niðurstaða skýrslu Hagfræðistofnunar er sem fyrr segir að beint og óbeint framlag áliðnaðar til landsframleiðslu sé um 90 milljarðar króna á ári hverju, eða sem samsvarar nærri sjö prósentum af landsframleiðslu. Á árunum 2008 til 2012 er beint framlag áliðnaðar til landsframleiðslu um 3,2 prósent að meðaltali, óbeint framlag vegna raforkuframleiðslu tæp tvö prósent og óbeint framlag vegna annarra birgja um 1,7 prósent að meðaltali. Það munar um minna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar um framlag áliðnaðar til landsframleiðslu á Íslandi kemur fram að beint og óbeint framlag áliðnaðar nemur um 90 milljörðum króna á ári hverju. Þetta framlag hefur aukinheldur nær tvöfaldast á þeim fjórum árum sem skýrsla Hagfræðistofnunar tekur til. Níutíu milljarðar króna samsvara um það bil sjö prósentum af landsframleiðslu okkar Íslendinga. Til samanburðar hefur beint og óbeint framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu verið metið um 17,5 prósent. Framlag áliðnaðar er því enn sem komið er minna en framlag sjávarútvegs, en umtalsvert engu að síður. Hagfræðistofnun skilgreinir í skýrslu sinni áliðnað, ásamt orkuiðnaði, sem grunnatvinnuveg hér á landi. Grunnatvinnuvegur er hugtak sem lengi hefur verið í mótun innan hagfræðinnar. Slíkur atvinnuvegur er í eðli sínu efnahagslega þýðingarmeiri en umfang hans, þ.e. beinn virðisauki, gefur til kynna þar sem aðrir atvinnuvegir spretta upp vegna hans og eru háðir honum í starfsemi sinni. Fyrir vikið geti framlag áliðnaðar talist viðbót við landsframleiðslu. Flestar atvinnugreinar byggja hins vegar tilvist sína í raun á slíkum grunnatvinnuvegum og geti því ekki einar og sér talist viðbót við landsframleiðslu. Niðurstaða skýrslu Hagfræðistofnunar er sem fyrr segir að beint og óbeint framlag áliðnaðar til landsframleiðslu sé um 90 milljarðar króna á ári hverju, eða sem samsvarar nærri sjö prósentum af landsframleiðslu. Á árunum 2008 til 2012 er beint framlag áliðnaðar til landsframleiðslu um 3,2 prósent að meðaltali, óbeint framlag vegna raforkuframleiðslu tæp tvö prósent og óbeint framlag vegna annarra birgja um 1,7 prósent að meðaltali. Það munar um minna.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar