Mikill virðisauki í áli Þorsteinn Víglundsson skrifar 7. maí 2012 06:00 Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar um framlag áliðnaðar til landsframleiðslu á Íslandi kemur fram að beint og óbeint framlag áliðnaðar nemur um 90 milljörðum króna á ári hverju. Þetta framlag hefur aukinheldur nær tvöfaldast á þeim fjórum árum sem skýrsla Hagfræðistofnunar tekur til. Níutíu milljarðar króna samsvara um það bil sjö prósentum af landsframleiðslu okkar Íslendinga. Til samanburðar hefur beint og óbeint framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu verið metið um 17,5 prósent. Framlag áliðnaðar er því enn sem komið er minna en framlag sjávarútvegs, en umtalsvert engu að síður. Hagfræðistofnun skilgreinir í skýrslu sinni áliðnað, ásamt orkuiðnaði, sem grunnatvinnuveg hér á landi. Grunnatvinnuvegur er hugtak sem lengi hefur verið í mótun innan hagfræðinnar. Slíkur atvinnuvegur er í eðli sínu efnahagslega þýðingarmeiri en umfang hans, þ.e. beinn virðisauki, gefur til kynna þar sem aðrir atvinnuvegir spretta upp vegna hans og eru háðir honum í starfsemi sinni. Fyrir vikið geti framlag áliðnaðar talist viðbót við landsframleiðslu. Flestar atvinnugreinar byggja hins vegar tilvist sína í raun á slíkum grunnatvinnuvegum og geti því ekki einar og sér talist viðbót við landsframleiðslu. Niðurstaða skýrslu Hagfræðistofnunar er sem fyrr segir að beint og óbeint framlag áliðnaðar til landsframleiðslu sé um 90 milljarðar króna á ári hverju, eða sem samsvarar nærri sjö prósentum af landsframleiðslu. Á árunum 2008 til 2012 er beint framlag áliðnaðar til landsframleiðslu um 3,2 prósent að meðaltali, óbeint framlag vegna raforkuframleiðslu tæp tvö prósent og óbeint framlag vegna annarra birgja um 1,7 prósent að meðaltali. Það munar um minna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar um framlag áliðnaðar til landsframleiðslu á Íslandi kemur fram að beint og óbeint framlag áliðnaðar nemur um 90 milljörðum króna á ári hverju. Þetta framlag hefur aukinheldur nær tvöfaldast á þeim fjórum árum sem skýrsla Hagfræðistofnunar tekur til. Níutíu milljarðar króna samsvara um það bil sjö prósentum af landsframleiðslu okkar Íslendinga. Til samanburðar hefur beint og óbeint framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu verið metið um 17,5 prósent. Framlag áliðnaðar er því enn sem komið er minna en framlag sjávarútvegs, en umtalsvert engu að síður. Hagfræðistofnun skilgreinir í skýrslu sinni áliðnað, ásamt orkuiðnaði, sem grunnatvinnuveg hér á landi. Grunnatvinnuvegur er hugtak sem lengi hefur verið í mótun innan hagfræðinnar. Slíkur atvinnuvegur er í eðli sínu efnahagslega þýðingarmeiri en umfang hans, þ.e. beinn virðisauki, gefur til kynna þar sem aðrir atvinnuvegir spretta upp vegna hans og eru háðir honum í starfsemi sinni. Fyrir vikið geti framlag áliðnaðar talist viðbót við landsframleiðslu. Flestar atvinnugreinar byggja hins vegar tilvist sína í raun á slíkum grunnatvinnuvegum og geti því ekki einar og sér talist viðbót við landsframleiðslu. Niðurstaða skýrslu Hagfræðistofnunar er sem fyrr segir að beint og óbeint framlag áliðnaðar til landsframleiðslu sé um 90 milljarðar króna á ári hverju, eða sem samsvarar nærri sjö prósentum af landsframleiðslu. Á árunum 2008 til 2012 er beint framlag áliðnaðar til landsframleiðslu um 3,2 prósent að meðaltali, óbeint framlag vegna raforkuframleiðslu tæp tvö prósent og óbeint framlag vegna annarra birgja um 1,7 prósent að meðaltali. Það munar um minna.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar