Takk, Jóhannes Sighvatur Björgvinsson skrifar 24. maí 2012 06:00 Ég þakka Jóhannesi Gunnarssyni lækni kærlega fyrir svar hans við grein minni um Landspítalann/háskólasjúkrahús, en svar Jóhannesar birtist í Fréttablaðinu sl. miðvikudag. Í grein sinni svarar Jóhannes ekki mörgum spurninga minna – og þó. Sum svör má lesa á milli lína. Ég tel því rétt að orða málin með enn einfaldari hætti: 1. Heilbrigðisþjónusta er dýr. Spítalaþjónusta er dýrust þeirra allra. 2. Þegar reisa á byggingar utan um slíka þjónustu er bráðnauðsynlegt að byrja á því að skilgreina vel og nákvæmlega hvaða þjónustu á að veita, hvað til hennar þarf af húsnæði, sérmenntuðu starfsliði, tækjum og búnaði. Hvað það kostar að kaupa og hvað það kostar að reka. Ég spyr: Hefur þetta verið gert hvað varðar byggingaáform Lsp? Ef svo er hvar er það að finna?Háskólasjúkrahús? Landspítalinn er ekki sjúkrahús af því tagi, sem kallað er háskólasjúkrahús í lögunum um heilbrigðisþjónustu frá 2007. Hann sinnir ekki allri sérfræðiþjónustu á sviði læknisfræði og hjúkrunarfræða og hann sér ekki heldur um framhaldsmenntun sérfræðinga í flestum eða öllum þessum greinum. Því spyr ég: Eru áformin aðeins þau að byggja nýtt yfir þá þjónustu og þau verkefni, sem Lsp sinnir nú eða er ætlunin að byggja yfir miklu víðtækari sérfræði- og kennsluþjónustu – og þá hvaða? Forystumenn Lsp hljóta að vita þetta. Ef sú er ætlunin þá hljóta að liggja fyrir áform um tæki og búnað, um mannafla og um rekstrarfjárþörf.Hvað um þau hin? Þá má lesa það á milli línanna hjá Jóhannesi, að byggingaáformum hins nýja Lsp fylgi áætlanir um að hætta að mestu núverandi spítalarekstri nema á Akureyri – þ.e. þá rekstri sjúkrahúsanna í Vestmannaeyjum, á Selfossi, á Akranesi, í Stykkishólmi, á Ísafirði, á Blönduósi, á Sauðárkróki, á Húsavík og í Neskaupstað. Í grein minni gat ég mér þess raunar til að þau áform hljóti að búa að baki hinum stórhuga byggingaáformum Lsp manna. Sé svo, þá á umræða um það að fá að eiga sér stað þannig að færð séu fram rök og gagnrök og fólk viti hvernig mál séu í pottinn búin en uppgötvi það ekki eftir á. Hvers vegna má ekki opna þá umræðu. Eru menn hræddir – og þá við hvað? Mér dettur ekki í hug að snúa svo út úr grein Jóhannesar að með henni sé hann að gefa til kynna að rífa eigi þessar byggingar. Því fer fjarri. Leggist sjúkrahúsaþjónusta niður á þessum stöðum þá henta byggingarnar prýðilega fyrir aðra heilbrigðisþjónustu – t.d. hjúkrunarþjónustu. En hví þá að vera að leggja upp með dýrar og umfangsmiklar áætlanir um byggingu nýrra hjúkrunarheimila ef það hlutverk er ætlað Borgarspítalanum og sjúkrahúsunum í Vestmannaeyjum, á Selfossi, á Akranesi, í Stykkishólmi, á Ísafirði, á Blönduósi, á Sauðárkróki, á Húsavík og í Neskaupstað. Hvað annað sér Jóhannes vera hlutverk þeirra? Heilbrigðisþjónusta er mikilvægasta þjónusta sem samfélag okkar veitir. Hún varðar líf og heilsu okkar allra. Því legg ég til að Lsp, ráðuneytið og heilbrigðisdeildir háskólanna efni til umræðuþings um heilbrigðismál þar sem áform um uppbyggingu og breytingu þjónustunnar eru skoðuð og rædd þannig að línur verði lagðar sem séu skýrar og öllum ljósar. Auðvitað verður um það deilt en engum á að geta hugnast að óttinn við umræðuna sé slíkur að hana beri umfram allt að forðast. Það væri líkt og að verða hræddur við sína eigin spegilmynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Tengdar fréttir Öflugt sjúkrahús - kjarni málsins Um þessar mundir er í nágrannalöndum Íslands víða verið að rífa sjúkrahúsbyggingar sem ekki eru nema örfárra áratuga gamlar. Nýbyggingar eru reistar til þess að mæta þörfum sem stórstígar breytingar á starfsemi sjúkrahúsa gera kröfu um eigi þjónusta við sjúklinga áfram að vera í takti við nútímann. 23. maí 2012 06:00 Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins Umræðan um risabyggingu nýs spítala í miðbæ Reykjavíkur er hafin. Halldór Laxness orðaði umræðuhefð Íslendinga á þá leið, að þeir deildu helst um tittlingaskít og aukaatriði en setti gjarna hljóða þegar komið væri að kjarna máls. Og hver er kjarni málsins? 21. maí 2012 06:00 Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Ég þakka Jóhannesi Gunnarssyni lækni kærlega fyrir svar hans við grein minni um Landspítalann/háskólasjúkrahús, en svar Jóhannesar birtist í Fréttablaðinu sl. miðvikudag. Í grein sinni svarar Jóhannes ekki mörgum spurninga minna – og þó. Sum svör má lesa á milli lína. Ég tel því rétt að orða málin með enn einfaldari hætti: 1. Heilbrigðisþjónusta er dýr. Spítalaþjónusta er dýrust þeirra allra. 2. Þegar reisa á byggingar utan um slíka þjónustu er bráðnauðsynlegt að byrja á því að skilgreina vel og nákvæmlega hvaða þjónustu á að veita, hvað til hennar þarf af húsnæði, sérmenntuðu starfsliði, tækjum og búnaði. Hvað það kostar að kaupa og hvað það kostar að reka. Ég spyr: Hefur þetta verið gert hvað varðar byggingaáform Lsp? Ef svo er hvar er það að finna?Háskólasjúkrahús? Landspítalinn er ekki sjúkrahús af því tagi, sem kallað er háskólasjúkrahús í lögunum um heilbrigðisþjónustu frá 2007. Hann sinnir ekki allri sérfræðiþjónustu á sviði læknisfræði og hjúkrunarfræða og hann sér ekki heldur um framhaldsmenntun sérfræðinga í flestum eða öllum þessum greinum. Því spyr ég: Eru áformin aðeins þau að byggja nýtt yfir þá þjónustu og þau verkefni, sem Lsp sinnir nú eða er ætlunin að byggja yfir miklu víðtækari sérfræði- og kennsluþjónustu – og þá hvaða? Forystumenn Lsp hljóta að vita þetta. Ef sú er ætlunin þá hljóta að liggja fyrir áform um tæki og búnað, um mannafla og um rekstrarfjárþörf.Hvað um þau hin? Þá má lesa það á milli línanna hjá Jóhannesi, að byggingaáformum hins nýja Lsp fylgi áætlanir um að hætta að mestu núverandi spítalarekstri nema á Akureyri – þ.e. þá rekstri sjúkrahúsanna í Vestmannaeyjum, á Selfossi, á Akranesi, í Stykkishólmi, á Ísafirði, á Blönduósi, á Sauðárkróki, á Húsavík og í Neskaupstað. Í grein minni gat ég mér þess raunar til að þau áform hljóti að búa að baki hinum stórhuga byggingaáformum Lsp manna. Sé svo, þá á umræða um það að fá að eiga sér stað þannig að færð séu fram rök og gagnrök og fólk viti hvernig mál séu í pottinn búin en uppgötvi það ekki eftir á. Hvers vegna má ekki opna þá umræðu. Eru menn hræddir – og þá við hvað? Mér dettur ekki í hug að snúa svo út úr grein Jóhannesar að með henni sé hann að gefa til kynna að rífa eigi þessar byggingar. Því fer fjarri. Leggist sjúkrahúsaþjónusta niður á þessum stöðum þá henta byggingarnar prýðilega fyrir aðra heilbrigðisþjónustu – t.d. hjúkrunarþjónustu. En hví þá að vera að leggja upp með dýrar og umfangsmiklar áætlanir um byggingu nýrra hjúkrunarheimila ef það hlutverk er ætlað Borgarspítalanum og sjúkrahúsunum í Vestmannaeyjum, á Selfossi, á Akranesi, í Stykkishólmi, á Ísafirði, á Blönduósi, á Sauðárkróki, á Húsavík og í Neskaupstað. Hvað annað sér Jóhannes vera hlutverk þeirra? Heilbrigðisþjónusta er mikilvægasta þjónusta sem samfélag okkar veitir. Hún varðar líf og heilsu okkar allra. Því legg ég til að Lsp, ráðuneytið og heilbrigðisdeildir háskólanna efni til umræðuþings um heilbrigðismál þar sem áform um uppbyggingu og breytingu þjónustunnar eru skoðuð og rædd þannig að línur verði lagðar sem séu skýrar og öllum ljósar. Auðvitað verður um það deilt en engum á að geta hugnast að óttinn við umræðuna sé slíkur að hana beri umfram allt að forðast. Það væri líkt og að verða hræddur við sína eigin spegilmynd.
Öflugt sjúkrahús - kjarni málsins Um þessar mundir er í nágrannalöndum Íslands víða verið að rífa sjúkrahúsbyggingar sem ekki eru nema örfárra áratuga gamlar. Nýbyggingar eru reistar til þess að mæta þörfum sem stórstígar breytingar á starfsemi sjúkrahúsa gera kröfu um eigi þjónusta við sjúklinga áfram að vera í takti við nútímann. 23. maí 2012 06:00
Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins Umræðan um risabyggingu nýs spítala í miðbæ Reykjavíkur er hafin. Halldór Laxness orðaði umræðuhefð Íslendinga á þá leið, að þeir deildu helst um tittlingaskít og aukaatriði en setti gjarna hljóða þegar komið væri að kjarna máls. Og hver er kjarni málsins? 21. maí 2012 06:00
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun